Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 42
að bíða, að engil-saxnesk siðmenning nær
yfir alla jörðina.
•
Hinn ósigrandi floti Spánverja og Napo-
leon með allt meginland Evrópu að bak-
lijarli féllu á steinríki ísraels og moluðust
sundur. Á árunurn 1914—1918 brotnaði
Þýzkaland á þessu sama ríki. Árið 1940
brotnuðu Mússólini og ítalir á þessu sama
ríki. Árið 1940 féll Hitler á þetta ríki og
molaðist sundur.
Eitt af því, sem Drottinn Jesú sagði um
ríki þetta, er sérstaklega athyglisvert. Það
veitir mér algert öryggi, þegar að syrtir, og
er samhljóða spádómi Daníels. Hann sagði:
„Séihvei sá, er íellui á stein þennan, skal
sundurmolast, og séihvein þann, ei hann
fellui yfii, skal hann í duft mala.“ Orðrétt
úr grísku er þetta: „Hann skal geia hann
að dufti eins og hismi því, sem sópað ei af
gólfi þieskihússins.“ Ef þér vitið hvað þetta
þýðir í raun og veru; ef duft þetta hefir setzt
í hár yðar, augnabrý'r, nef og eyru, þá vitið
þér, hve gersamlega þessi ríki verða að engu
gerð.
í 2. kap. Dan. er komist þannig að orði:
.,eins og sáðir á sumarláfa“.
Gamla testamentið var þýtt á grísku Nýja
testamentisins og er sú þýðing nefnd Sjö-
tíumannaþýðingin, og gríski textinn hjá
Daníel er orðréttur eins og gríski textinn
á orðum Drottins í Matth. 21., 44.: „skal
hann í duft mala“.
Ég er livprki kvíðinn né áhyggjufullur
vegna úrslitastundarinnar. Spádómurinn er
skýlaus um það efni. Mér er það aðal áhuga-
og umhugsunarefni, að þér verðið meðal
þeirra, sem erfa ríkið; einn hinna „Jifandi
steina“ á degi sigursins og verðið nálægur
Drottni sem „konungur og prestur", þegar
aðal steinninn er settur á sinn stað.
Mörgum steinum, sem fluttir voru til
Pýramidans mikla við Gizeh, varð að hafna
og lienda í úrgangshauginn, vegna þess að
þeir voru ekki höggnir svo, að hæfði gerð
höfuðsteinsins. Þannig fór um Gyðingana.
Þeir vildu ekki veita Drottni viðtöku og laga
líferni sitt eftir lögum hans.
Látum alla nútímamenn vora verða til-
höggna á þann hátt, að vér getum orðið í
líkingu við meistarann og búnir til að verða
honum gagnlegir. Það krefst kærleika, auð-
mýktar og hlýðni við lög líkisins. Það krefst
þjáninga og fórnar af tíma vorum, styrk-
leika og fjármunum. En ef vér þjáumst með
honum, þá ríkjum vér einnig með honum.
Vér bíðum með eftirvæntingu eftir þeirri
dýrðlegu stjórn, sem lýðum hans hlotnast,
er konungurinn tekur við stjórn ríkisins. Því
nær lionum sem vér komumst nú, því nær
honum verðum vér þá.
(Grein þessi er þýdd úr ameríska tímaritínu
THE KINGDOM DIGEST, desemberheftínu 1947.
Höfundurinn er doktor í guðfræði, og á heima í Los
Angeles í Californiu. Hann er mjög þekktur sem
rithöfundur og ræðumaður í ísrael-Britain-hreyfingu
Vesturheims. — Þýðinguna gerði Kristmundur Þor-
leifsson. — J. G.)
Leiðrétting.
Sú leiða villa hefir slæðzt inn í grein þá, er ég
birti í 11. heftí Dagrenmngar um næsta árs útgáfu
ritsins, að „ársfjórðungsgjaldið yrði innheimt með
fvrsta heftínu, sem út kemur í febrúarbyrjun o. s.
frv.“ Vil ég hér með leiðrétta þessa villu, því að nú
í ár verður nákvæmlega sama fyrirkomulag lraft á
um greiðslu ritsins og áður, að árgjaldið • er greitt
fyTÍrfram með póstkröfu, er fylgir fyrsta heftí ársins.
J. G.
36 DAGRENN I NG