Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 13
Israels á eyjum hafsins. Frá endamörkum jarðarinnar höfum vér heyrt lofsöngva, það eru dýrðarsöngvar til hins réttláta." (Enska Biblían). Því miður er það þannig í íslenzku Biblí- unni, að þessi vers eru fremur ónákvæmt þýdd. Ég hefi lesið ykkur ensku þýðinguna, sem er nákvæmari, en jafnvel þar eru atriði, sem skýringa þurfa út frá hebreskri tungu. Á hebresku er orðið, sem táknar haf, og það, sem táknar vesturátt, hið sama. I íslenzku Biblíunni er 14. versið þannig þýtt, að vér fáum orðið „vestur“, þar sem „haf“ er notað á enskunni, en af þeim ástæðum, sem ég þegar hefi greint, þá er hvorug þýðingin röng. En þegar vér komum að 15. versinu, er ís- lenzka þýðingin mjög villandi. Hún ætti að vera á þessa leið: „Þess vegna skulu þér lofa Drottin meðal eldanna, nafn Drottins, Guðs ísraels, á eyjunum í vestrinu.“ Hér er greinilega verið að skýra frá mönnum, sem búa á eyjum og þessar eyjar eru í vestri. Hinar einu eyjar, sem nokkuð kveður að í vesturátt, eru Bretlandseyjar og ísland, því að eyjarnar fyrir norðan Norður-Ameríku eru í kuldabeltinu, og þar búa mjög fáir menn. Hér getur því aðeins verið um að ræða Bret- landseyjar og ísland. En þegar vér athugum lýsinguna nánar, finnum vér einnig, að það fólk, sem lýst er, býr „meðal elda“. En einmitt hebreska orðið, sem táknar eld, get- ur einnig þýtt „ljós“, og þannig er það stundum þýtt. Hinir einu náttúrlegu eldar í heiminum, sem vér þekkjum og eru stórir, eru eldfjallaeldarnir, og hin einu náttúrlegu ljós, sem vér þekkjum, eru norðurljósin í nánd við norðurheimskautið og suðurljósin kringum suðurheimskautið. Um hvaða evjar getur þá hér verið að ræða, sem þessar lýs- ingar koma nákvæmlega heim við? Það er bersýnilega ísland. Það eru engin eldfjöll í Bretlandi, sem nú eru virk, en ísland er að öllum líkindum það land í heiminum, sem auðugast er af eldfjöllum, og hið mikla eld- fjall, Flekla, hefir nú nýlega verið að gjósa Og athugum vér hina merkingu orðsins, það er, að það merki „ljós“, þá er ísland eina eyjan, þar sem norðurljósin verða séð um allt landið. Þessu landi er líka lýst þannig, að það sé við „endimörk jarðarinnar". Þar til Ameríka var fundin, á síðari öldum, var talað um ísland sem „Ultima Thule“, það er að segja „endimörk jarðarinnar“, og vissu- lega býr engin þjóð á rnilli ykkar og norður- heimskautsins, sem eru „endimörk jarðar“, svo að þessi vers geta eingöngu átt við ís- land. Nú höfum vér haft tvær heimsstyrjaldir, það er að segja, tvö stig hinnar miklu þreng- ingar eru þegar liðin hjá. Hefir íslandi þá vegnað vel í bæði skiptin? }á, vissu- lega hefir svo verið, og í síðustu heims- sty'rjöld var hagsældin meiri á íslandi og hamingja manna meiri heldur en meðal nokkurrar annarrar þjóðar, sem ég veit um. Meðan alkr hinar miklu þjóðir heimsins, og margar hinna litlu þjóða einnig, áttu í mikl- um þjáningum og þrengingum, þá var hér mesta velgengni, sem verið hefir í ykkar sögu. Þér munið það, að í bókinni „Hin mikla arfleifð íslands", sem skrifuð var árið 1937, var þegar sagt fyrir, að þetta mundi verða svo, þegar næsta heimsstyrjöld skvlli á. En tírninn er auðsjáanlega að koma, þegar þér munuð verða enn hamingjusamari, og þér munuð þá „syngja“ um háleita hluti. Ekki syngja eingöngu \egna þess, að vel- megun ykkar er mikil, heldur syngja Drottni lofsöngva og þakkarsöngva, f\'rir hans dá- samlegu vemd, sem hann hefir veitt yður, framar öllum öðrum þjóðum í herminum. í 68. sálmi Davíðs er einnig greint frá þessari svngjandi þjóð. Sá sálmur greinir oss einnig frá ríki Guðs, upphafi ríkis Krists, þar er talað um hinn sama tíma, sem áður var sagt DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.