Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 38

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 38
Af hættum þessum ber fvrst að telja: Gjaldþrot, liungur, þrengd lífskjör og hrörn- un á efnalegri menningu vorri. Þvínær hvert og eitt þjóðríki í Evrópu — Bretland, Frakk- land, Ítalía og Þýzkaland — er gjaldþrota. Öll eru þau gersamlega vanmegna þess, sem þjóðfélagsleg eining, að fylgjast með áfram- lialdandi iðnbyltingu tuttugustu aldarinnar, ófær um að bjargast upp á eigin spýtur. Hin mikla hugsjón Marshalls-áætlunarinnar er sú, að undirrita með amerískum dollurum stofn- skrá fjárhagslega sameinaðrar Evrópu, er tengist höndum til viðreisnar. * Vér verðum að vænta þess, að dollararnir komi, en sameinaða Evrópu og samvinnu vantar oss ennþá. Ávöxtur fyrri Parísarráð- stefnunnar var lítið annað en velviljaðar yfir- lýsingar og skrá yfir það, livers þjóðirnar þörfnuðust. Það kveikir enga von um að Wstur-Evrópa verði óháð amerískri hjálp að fjórum árum liðnum. Þar var engin áætlun um hvernig nota skuli bjargráð Vestur- Evrópu henni til frelsunar, án viðhorfs til landamæra og sérhagsmuna. Þar er ekki stofnuð Evrópustjórn, senr sé þess megnug, að framkvæma slíka áætlun. Þessu var neitað á þeim tírna, en nú viður- kenna það allir. Síðari Parísarráðstefnan, sem hefjast á i 5. marz, ætlar að gera betur. Hún æ%r að setja á laggirnar varanlegt samband sextán þjóða. Því miður er samband þetta þannig liugsað, að það skortir vald. Það verð- ur lítið annað en ráðgefandi nefnd sérfræð- inga — sérfræðinga, sem eru bundnir af landsstjórnum sínum og vitanlega verður ekki hjá því komizt, að þeir starfi eins og úh’crðir fyrir sérhagsmuni þjóða sinna. Þetta nægir engan veginn. Evrópa þarf að lyfta því Grettistaki, að gera sjálfa sig óháða frekari erlendri hjálp, og það er lífsspursmál hennar, að það takist á fjórum árum. Meðan Evrópa er ekki orðin ríkjasamband og hefir ekki valið sér sambandsstjórn, sem ræður yfir ríkisstjórnunum, má ekki minna vera en fjár- málaráðherrar hennar myndi fast ráð og séu bundnir því heiti, að meta hagsmuni heild- arinnar meira en hagsmuni einstakra ríkja. Þörfin á sameiningu — raunverulegri og virkri sameiningu, — ekki sambandi eða sam- starfi, — er orðin enn bráðnauðsynlegri vegna rússnesku ögrunarinnar. Sú ögrun er tvíþætt, bæði hernaðarleg og stjórnmálaleg. Það leiðir ekki til neins góðs, að skella skollaeyrunum við þeim ögrunum lengur. Ef til vill er farið fremur lágt með hernaðarlegu ögrunina nú í bih. Ymsar raddir hvetja oss til þess að láta e.'ns og vér viturn ekki af henni, sakir þcss, að hún verði aldrei að veruleika og sakir þess, að hún verði þá hvort eð er óvið- ráðanleg. Fyrr nefndu rökin eru andvaralevsi, hin síðari óhæfileg vanmáttarkennd. Það er heimska að mælast til þess að vér stofnum friðsamt bandalag Evrópu í lófa rússneska tröllsins í þeirri von, að tröllið kreppi ekki hnefann. Tékkóslóvakía reyndi þetta. # Það er hönnulegur sannleikur, að Vestur- Evrópa er nú jafn varnarlaus og hún er fé- vana. Það verður að bæta úr þessu óþolandi ástandi á eins skömmum tíma og unnt er, og sameinast bæði um varnir og endurrreisn. Með réttu skipulagi ætti sameinaður her ríkja, sem telja 270.000.000 manna, ekki að vera þess vanmegna að verja austurlanda- mærin gegn sameinuðum hershrk Rússa- veldis, sem naumast er fjölmennara, og sam- bandsþjóða þeirra, sem flestar eru það sér að nauðugu. Nokkurn tínra þarf til þess að koma á fót Evrópuher, og það verður hættutími. Vér þurfum amerísk atomvopn að bakhjarli gegn hindrunarsty'rjöldum, sem Rússar kunna að hefja — þ. e. styrjöldum til að hindra það 36 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.