Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 15
af þeim, sem búa í Bandaríkjum Ameríku, af brezkum uppruna. Sumir gætu nú sagt sem svo, að vissulega séu ekki þessar þjóðir af ætt Abrahams. Eru það ekki Gyðingarnir, sem eru Israel, og eru afkomendur Abrahams? Það hefir verið gengið fram hjá því á undarlegan hátt af miklum meirihluta kristinna nranna, bæði guðfræðingum, og þar á nreðal guðfræði- kennurum, að Gyðingarnir eru svo til ein- göngu afkomendur Júda. Það er að segja, einmitt orðið Jew (Gyðingur) þýðir afkorn- andi Júda, og Gyðingar nútímans, þeir, sem eru af hreinum ætturn, eru að mestu leyti kornnir af þessari einu ættkvísl, Júda-ætt- kvíslinni. En þó er hún eitthvað blönd- uð ættkvísl Benjamíns. Og sérhver særni- lega menntaður Gyðingur mun segja ykkur, að þetta sé svo. En ísrael var í öndverðu tólf ættkvíshr, og hvar eru þá allar hinar ættkvíslirnar, hinn eiginlegi ísrael? Gyðing- arnir eru ísrael, en aðeins lítill hluti af ísrael. Þér munið þau loforð, þau fyrirheit, sem ég áðan benti á, að fram mundi korna „mikil þjóð“ og „félag þjóða“ á hinum síðustu tímum. Þetta loforð var gefið Jakobi, en var ekki endurtekið gagnvart öllum tólf sonum Jakobs. Nei, það var endurtekið aðeins gagn- vart Jósef og sonurn hans, Efraim og Man- asse. Hin „mikla þjóð“ og það „félag þjóða“, sem hér um ræðir, er því fyrst og fremst af stofni Jósefs, en ekki af stofni Júda, en af honum eru Gyðingamir komnir. Þegar Ísraelsríki klofnaði eftir dauða Salo- mos konungs, þá var hin eina ættkvísl Júda ásamt hinni litlu ættkvísl Benjamíns, sem mynduðu syðra-ríkið, sem var kallað Júda eftir leiðtoga-ættkvíslinni, en hinn rnikli meirihluti ísraelsþjóðanna, það er að segja hinar tíu ættkvíslir, héldu áfram að ganga undir nafninu ísrael, en kölluðu ríkið einnig Efraim eftir leiðtoga-ættkvíslinni í því ríki. Þetta loforð, þetta fyrirheit um hina miklu Jrjóð og félag margra Jrjóða, var gefið Jósef og syni hans, Efraim, en eftirkomendur Efraims var að finna í norðurríkinu, og þeir voru þar sú ættkvíslin, sem var leiðtogi hinna. Þeir voru aldrei kallaðir Gyðingar. Það voru þeir, senr voru í suðurríkinu, sem kallaðir voru Gyðingar, og þeir Gyðingar, sem nú eru til, eru afkomendur þeirra, sem bjuggu í suðurríkinu — það er að segja Júda, en eru ekki runnir frá hinum mikla flokki ísraels ættkvíslanna, sem bjuggu í norðurríkinu. Til þess að spádómurinn geti rætzt, þá verðum vér að leita að fyllingu hans, en ekki meðal Gyðinganna, heldur meðal eftirkom- enda hinna miklu ísraelsættkvísla Efraim- eða norðurríkisins, senr aldrei voru kallaðir Gyðingar, og voru heldur ekki Gyðingar. Uppfyllingar Jressa spádóms er því ekki að leita meðal Gyðinganna, heldur er hana að finna rneðal þeirra þjóða, sem ekki eru Gyðingar. Þið munið eftir því, að hinar tíu ættkvíslir voru herleiddar um það bil 100 árum áður en Júdaættkvísl var herleidd, og farið var með þær á allt annan stað. Það var farið með ísrael til Assyríu, en Júda til Babylon 100 árum síðar. Júdaættkvíslin kom aftur eftir 70 ár, eða að minnsta kosti nokk- ur hluti hennar, og meðal eftirkomenda þeirra, sem aftur komu, voru þeir Gyðingar, sem bjuggu í Palestínu á dögum Jesú. En hvað þá um meginkjarna ísraels — hinar tíu ættkvíslir? Frægasti söguritari Gyðinga, Jósefus, sem uppi var skömrnu eftir Krist, sagði, að þessar tíu ættkvíslir hefðu flutt sig yfir Eufrat-fljótið og væru þar enn. Vissulega dreifðust Jrær mcðal Jrjóðanna og eru týnd- ar fyrir sjónum vorum, og þær vita ekki einu sinni sjálfar, hverjar Jrær eru í dag. Það fór eins og spámaðurinn sagði, að fara mundi um þær, að þær mundu týnast. En eru þær J>á glataðar algjörlega um allan aldur? Biblí- DAGRENNING 13

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.