Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 40
■jOjAGBÆKUR Göbbels eru uni þessar mundir að koma út í Lundúnablaðinu Sunday Express. Góður vinur minn enskur klippir þær úr blaðinu og sendir mér jafn- óðum og þær korna út, en erlend blöð fáurn við, eins og kunnugt er, ekki að kaupa núna. Eg var fyrir nokkrum dögum að lesa lýsingu Göbbels á hinum ógurlegu loftárásum Breta á þýzkar borgir 1942. Viðurkennir hann að Bretar séu nú búnir að fá yfirhöndina í loft- inu og segir frá því, með hvílíkum ógnum hver borgin eftir aðra sé lögð í rústir. Þó var þetta ekki nerna forsmekkur þess, er koma átti, þegar flugher Bandaríkjanna hafði lagzt á eitt með hinum brezka. Einmitt þegar ég var að lesa þetta, kom Dagrenning, og ég las greinina um „land vængjaþytsins". Hún rifjaði upp fyrir mér liina merkilegu sýn enska skáldsins Thomas- ar Grav (þess, er fyrstur enskra skálda þýddi íslenzk kvæði), er hann lýsir árið 1737 (203 árum áður cn loftorrustan um England var háð) í kvæðinu Luna habitatis (sjá Svövu, 2. útg.) með svofelklum orðum: The time will come when thou shalt lift thine eves To watch a long drawn battle in the skies, While aged peasants, too arnazed for words, Stare at the flying fleets of wondrous birds. England, so long the mistress of the sea, Wliere winds and waves confer her sovereignty, Her ancient triumphs yet on high shall bear And reign the sovereign of the conquered air. í óskáldlegri þýðingu á óbundið mál er þetta hérumbil þannig: „Sú kernur tíð að þú skalt hefja augu þín til þess að horfa á langdrengna orrustu í loftinu, en aldrað sveitafólk, allt of undrandi til þess að mæla orð, mun stara á flugflota undursamlegra fugla. England, sem svo lengi var drottning hafsins, þar sem það eru öldur og of\iðri, sem veita henni drottningarvaldið, á það enn eftir, að bera sitt forna sigurhrós upp í hæð- irnar og að drottna yfir loftinu, sem hún liefir þá lagt undir sig.“ Það var ekki bara á tímum spámanna ísra- els og Gyðinga, sem Guð dró fortjaldið til hliðar og lét þjóna sína skyggnast inn á svið hins ókomna. Hann hefir gert það á öllurn tímum og með mörgum þjóðurn, og hann gerir það vísast enn í dag. Ilún var 1 jós og ótvíræð þessi sýn, er liann opnaði hinu ágæta cnska skáldi, þessum góða manni, er lifði allt sitt líf saklaus eins og barn, en eftirlét þjóð sinni þær perlur, sem skína um aldur og æ\i. Og hundrað árum síðar birti Guð öðru stórskáldi Englendinga sömu sýnina og þó rniklu stærri, því að hann lét Tenny- son einnig sjá þann dag, sem innan fárra ára mun nú renna upp vfir öllum þjóðum. Guð- mundur Guðmundsson hefir af snilld sinni þýtt svo vel orð Tennvsons, að þar mun seint um bætt: Sá í lofti fríða flota, — farmi dýrum hlaðna skeið, ofan svífa úr aftanroða, undrum knúða, heirn á leið. Heyrði í lofti lieróp gjalla, — hrundi af skýjaleiðum blóð, þar sem hátt í himinbláma hildarþing með gnoðum stóð. 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.