Dagrenning - 01.10.1954, Síða 4
ið um sjálfan sig, því þeir spurðu strax: „Hver ert þú?“ Síðar í sama sam-
tali sagði Jesús: „Aður en Abraham varð til, er ég“ (Jóh. 8:58) og tók sér
þá aftur upp guðlegt nafn. Gyðingarnir tóku þá samstundis upp steina til
að grýta hann, því að þeir töldu orð hans guðlast.
í annað skipti sagði Jesús: „Ég og faðirinn erum eitt“ (Jóh. 10:30).
Þeir, sem neita því, að Jesús sé Guð, segja, að hann hafi ekki átt við annað
en það, að liann og Faðirinn væru sammála. Gyðingarnir skildu þetta auð-
sjáanlega öðruvísi, því þeir tóku aftur upp steina. Þegar Jesús spurði j)á,
fyrir hvaða góðverk þeir ætluðu að grýta sig, svöruðu Gyðingarnir: „Fyiir
gott verk grýtum við jng ekki, heldur fyrir guðlast og fyrir það, að þú,
sem ert maður, gjörir sjálfan j>ig að Guði“ (Jóh. 10:33). Þeir, sem enn
neita að Jesús hafi sagzt vera Guð, segja, að Gyðingarnir hafi misskilið
hann. Þeir þykjast í raun og vera vita meira um það, sem Jesús sagði og
meinti, heldur en j>eir, sem viðstaddir voru, þegar j>essi orð voru töluð á
þeina eigin tungu. Slík ofdirfska ríður í bág við heilbrigða skynsemi, j>eg-
ar vér athugum það, að Jesús gerði enga tilraun til að leiðrétta J>ann mis-
skilning, heldur hélt áfram að staðfesta hann.
Það var af þessari ástæðu og öðrum liliðstæðum orðum, sem Gyðingar
fóru með Jesú til Pílatusar og báðu um að hann yrði krossfestur. Sökin, sem
þeir báru fram á hendur honum, var j>essi: „Vér höfum lögmál, og eftir
lögmáli voru á hann að deyja, því að hann hefur gjört sjálfan sig að guðs-
syni“ (Jóh. 19:17). Það er augljóst, að allir, sem sáu og heyrðu Jesú, voru
sannfærðir um að hann segðist vera eingetinn sonur Guðs og teldi sig jafn-
ingja hans.
Ef vér trúum á Jesú, verðum vér að trúa því, sem hann sagði um sjálf-
an sig, annars fyllum vér flokk Gyðinganna og gerum hann að lygara.
„Sá sem ekki trúir, er þegar dæmdur, J>ví að hann hefur ekki trúað á nafn
guðs-sonarins eingetna“ (Jóh. 3:18).
Enn fleiri dæmi mætti tilfæra, en þetta nægir til að sanna, að Kristur
hélt því sjálfur fram við mörg tækifæri, að hann væri sonur Guðs.
Þessar hugleiðingar leiða að lokum til einnar niðurstöðu — einnar
spurningar, sem óhjákvæmilegt verður að svara. Og hún er J>essi: Verða
aðrir taldir kristnir menn en þeir, sem trúa því, að Kristur hafi verið Guð
og Guðs sonur?
DAGRENNING