Dagrenning - 01.10.1954, Side 5

Dagrenning - 01.10.1954, Side 5
Jónas Guðmundsson: Baaidalag VesturÆvrópu Merkustu tíðindi síðustu vikna eru samningarnir um Bandalag Vestur-Ev- rópu, endurvígbúnað og sjálfstæði Vest- ur-Þýzkalands. Þegar Genfar-ráðstefnan, sem kom saman á ný í júlímánuði s. 1., hafði of- urselt Viet Nam kínverskum kommún- istum og franska þingið hafði skömmu síðar fellt að taka þátt í stofnun Ev- rópuhers, var slíkt öngþveiti orðið í málefnum vestrænna þjóða, að allt út- lit var fyrir að samstarf þeirra myndi hrynja til grunna að fullu og öllu. Eftir að Bretar og Bandaríkjamenn höfðu borið saman ráð sín og komið sér saman um sameiginlega að lýsa yfir sjálfstæði Vestur-Þýzkalands og leyfa því að end- urvopnazt, sér til varnar, hvað sem Frakkland segði, var utanríkisráðherra Breta, Anthony Eden, sendur í ferðalag til höfuðborga allra Vestur-Evrópuríkj- anna, sem staðið höfðu að Evrópuhern- um á sínum tíma, til þess að tilkynna þeim þessar fyrirætlanir og ræða við for- sætiráðherra og utanríkisráðherra ríkja þessara um möguleika á einhverri ann- arri skipan varnarmála vestrænna þjóða. För Edens var vel undirbúin og hann mun ekki hafa leynt neina því, hvað verða mundi, ef nýjum tillögum Breta yrði nú hafnað. Árangur þessarar ferðar varð ráð- stefna níu ríkja í London, til þess að ganga frá nýju fyrirkomulagi í varn- arsamtökum vestrænna þjóða. Á níu- velda ráðstefnnunni í London mættu helztu fyrisvarsmenn í utanríkismálum eftirtalinna ríkja: Bretlands, Bandaríkj- anna, Frakklands, Vestur-Þýzkalands, Hollands, Belgíu, Luxemburgar, Ítalíu og Kanada. Fundinum í London lauk með sam- komulagi um það, að nýtt varnarbanda- lag, sem að stæðu Bretland, Vestur-Þýzka- land, Frakkland, Beneluxlöndin og ítal- ía, skyldi stofnað innan Atlantshafsbanda- lagsins og undir yfirstjórn þess, og Bret- ar skuldbundu sig til að hafa fastan her á meginlandi Evrópu í næstu 100 ár. Hins vegar skuldbundu Bandaríkin sig ekki til neinnar slíkrar hersetu, enda þarf samþykki Bandaríkjaþings til jress að slík skuldbinding sé gild, og hennar hefur enn ekki verið aflað. * Þegar Mendes France lagði Lundúna- samkomulagið fyrir franska þingið, fékk það mjög slæmar undirtektir þar og engin vissa er enn fyrir því fengin, að það verði samþykkt þar. Gegn því risu harðast ýmsir þeir áhrifamenn í stjórnmálum Frakklands sem mest höfðu barizt fyrir Evrópuhernum. En til þess að hindra, að samkomulagið yrði fellt þá þegar, samdi Mendes France við Al- þýðuflokkinn, sem er stór flokkur í Frakklandi, um að veittar skyldu nokkr- ar launabætur lægst launuðu starfs- mönnum ríkisins, gegn því að Alþýðu- flokkurinn beitti sér ekki gegn sam- DAGRENN I NG 3

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.