Dagrenning - 01.10.1954, Page 8

Dagrenning - 01.10.1954, Page 8
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Hreínfiernín - ÖNNUR GREIN — UPP VAKNIN GAR. í fyrri grein um þetta efni (50. hefti) var það rakið nokkuð, hvernig hinir tveir nýju flokkar, sem komu fram í íslenzkum stjórnmálum sumarið 1953, Lýðveldisflokkur og Þjóðvarnarflokk- ur, hefðu orðið til. Þar var á það bent og að því leidd veigamikil rök, að Þjóð- varnarflokkurinn hefði verið stofnaður af kommúnistum og Sjálfstæðismönn- um í leynilegri samvinnu, til þess að fyrirbyggja að þeir kjósendur, sem voru orðnir þreyttir á línudansi kommún- ista, hyrfu til Alþýðuflokksins, en hann hafði þá fengið nýkommúnistíska stjórn, og stóð sérstaklega galopinn öllu slíku fólki. Þar var og á það bent, að á bak við Lýðveldisflokkinn hefðu staðið „hulin öfl“, sem að einhverju verulegu leyti studdu að stofnun hans á laun. Voru þar greinilega að verki hin vinstri- sinnuðu öfl í Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum, sem ætluðu sér þann veg að draga atkvæði frá Sjálfstæðis- flokknum, einkum þá kjósendur, sem ekki þótti Sjálfstæðisflokkurinn nógu afturhaldsamur eða voru óánægðir með það gengi, sem þeir þar höfðu hlotið. Til viðbótar átti svo að ná einnig til þeirra, sem voru alveg óháðir stjóm- málalega með því að taka upp ýmis mál, sem vinsæl voru meðal slíkra manna, eins og t. d. stjómarskrármálið. Hinir nýju flokkar voru þannig báðir eins konar uppvakningar, sem hinir gömlu flokkar „sendu“ hverjir öðrum í svipuð- um tilgangi og sagt er frá í þjóðsögum. Hið athyglisverðasta við þetta tiltæki er þó ekki það, að til þessara flokka var stofnað. Það er löngu kunnugt her- bragð stærri flokka, að stofna til hliðar- flokka eða jafnvel andstöðuflokka, ef annað ráð er ekki fyrir hendi til að blekkja kjósendur. Það sem hér er athyglisverðast er það, að varla nokkur maður skyldi koma auga á þetta tvöfalda herbragð hinna ráðandi flokka nægilega snemma, og þó er það vitað, að þeir eiga það eitt áhuga- mál sameiginlegt, að nýr flokkur verði ekki til, sem taki vandamál þjóðarinn- ar réttum rökum, og dragi hana upp úr feninu, sem hún nú situr blýföst í, og virðist fyrirmunað að losna úr um langa framtíð. Það er nú fyrst — hálfu öðru ári eftir kosningar — að menn eru að byrja að sjá í gegnum þennan blekkingahjúp, sem svo meistaralega var vafinn um höf- uð þeim kjósendum — og flestum fyrir- svarsmönnum hinna nýju flokka — sem í raun og veru vildu gera ærlega tilraun til að hreinsa andrúmsloftið í íslenzkum stjórnmálum. Útkoman af þeirri tilraun gat varla orðið ömurlegri en hún varð. Söfnuðurinn — nokkur þúsund kjós- 6 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.