Dagrenning - 01.10.1954, Side 29
hleðslulög úr múrsteini eða sem nemur
leiðréttingareinkenninu, 286 pýramída-
þumlungum. Þetta leiðréttingarein-
kenni er undramáttur hins upprisna
Krists. Eins og hin ófullkomna og „rang-
stæða“, ytri lögun Pýramídans, eins og
smiðirnir fornu gengu frá honum, sýnir
hið ófullkomna ástand heimsins og
mannkynsins, sem er „rangstætt" gagn-
vart Guði, þannig getur hagnýting þess
afls, sem táknað er með leiðréttingarein-
kenninu, rétt „skekkjuna" og komið
hinum syndumspillta heimi á rétta
braut, í fullkomið samræmi við hið ei-
lífa, svo að hinn sanni vilji Guðs verði
framkvæmdur á jörðu eins og á himni.
Pýramídinn mikli opinberar þannig,
að mátturinn, sem getur leiðrétt skekkj-
una og komið mannkyninu í fullkomið
samræmi við skapara sinn, er helgaður í
Jesú Kristi, sem sagði eftir upprisuna:
„Allt vald er mér gefið á himni og
jörðu.“
TINDSTEINNINN, SEM HAFNAÐ
VAR, LAGÐUR TIL LAGS.
Ein misfellan á ytra útliti Pýramíd-
ans mikla, eins og hann var reistur, er
sú, að það vantar á liann tindsteininn
eða toppinn. Pýramída-táknfræðin kem-
ur fram í Biblíunni miklu víðar en
menn gera sér almennt grein fyrir. Þeg-
ar Drottinn vor og lærisveinar hans
þurftu að skýra mál sitt með myndum,
tóku þeir þær venjulegast annaðhvort
úr náttúrunni eða af hlutum, sem fólkið
í Litlu-Asíu kannaðist vel við. Á lík-
ingamáli er talað um Krist sjálfan sem
„aðalhyrningarsteininn" eða „höfuð-
steininn." Til þess að ganga úr skugga
um, hvaðan þessar samlíkingar eru tekn-
ar, verðum vér að kynna oss, hvaða bygg'-
ingu eða tegund bygginga þessi lýsing
kernur heim við. Það er a. m. k. áreiðan-
legt, að hvorki í íbúðarhúsum, sam-
kunduhúsum né sjálfu musterinu í Jerú-
salem var nokkur sérstakur steinn, sem
fullnægði þessum skilyrðum, því hvar er
þar að finna þann stein, sem er hvort
tveggja í senn, aðalhyrningarsteinn og
höfuðsteinn eða tindsteinn? En pýramíd-
arnir í Egyptalandi, sem er stutt frá, er
sá byggingarstíll, sem nákvæmlega kem-
ur heim við þessa skilgreiningu. Á pýra-
mída koma öll fjögur horn byggingar-
innar saman í einum steini í toppnum,
og þannig er krýningarsteinninn í senn
bæði „höfuðsteinn" og „aðalhyrningar-
steinn“, þar sem hann er sá eini af öllum
steinum mannvirkisins, sem er einn yfir
hinum 4 hornum þess. En í líkingamáli
Nýja testamentisins er ein setning, sem
einskorðar myndina við vissan pýramída.
Steinninn er einnig nefndur „steinninn,
sem smiðirnir höfnuðu". Pýramídinn
mikli liefur einn þá sérstöðu, að hyrn-
ingarsteinninn var aldrei lagður tii lags
— smiðirnir höfnuðu honum. Ennfrem-
ur er Pýramídinn mikli við Gizeh eina
mannvirkið, sem lýsing Biblíunnar kem-
ur heirn við. Það er líka athyglisvert, að
þessi sérstaki pýramídi er ekki aðeins
stærstur og þekktastur, heldur er hann
einnig næstur Palestínu og sá, sem fólk
þar kannast bezt við. Eigi má heldur
gleyma því, að Abraham, Jakob, Jósep
og raunar allir tólf synir Jakobs, Móses
og Kristur sjálfur svo og óteljandi þús-
undir annarra Israelsmanna, sem ekki
eru eins kunnir, höfðu allir séð Pýramíd-
ann mikla í hans upphaflegu tign, en
án „toppsteinsins", löngu áður en villi-
mennska Araba hafði rænt hann hinni
ytri fegurð.
Tindsteinninn er sjálfur fullkominn
DAGRENNING 27