Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 11

Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 11
um við Vesturlönd og hamla gegn útþenslu Sovétríkjanna. Hlutleysisstefn- an er nú, eins og fyrir síðustu heimsstyrjöld, komúnistískur tilbúningur, sem fáráðlingum um allan heim er ætlað að glæpast á, og engum kemur að neinu gagni nema alþjóðakommúnismanum og Sovétríkjunum. Ekki verður annað séð en að Nerú hafi farið beina leið af fundi forsætisráð- herra brezka samveldisins til fundar við Tító og Nasser, til þess að undir- búa töku Súez-skurðarins. Hann kom á leiðinni við í Vestur-Þýzkalandi — vafalaust í þeim tilgangi að reyna að fá Vestur-Þjóðverja til að slíta samstarfi sínu við Vesturlönd og taka upp hlutleysisstefnu, sem á tals- vert fylgi í Þýzkalandi, meðal kommúnista, sósíaldemókrata og fyrrverandi nazista. Hernám Súez-skurðarins og þjóðnýting hans þurfti engum að koma á óvart. Það er aðeins hluti af miklu stærra vandamáli, eins og utanríkisráð- herra Frakka orðaði það fyrir skömmu. Það mátti búast við því, að ekki mundi verða látið við það sitja, að hrekja Breta frá gæzlustörfum við skurð- inn. Ef hann var áfram í tryggilegri vörzlu, var það fjárhagslegur ávinningur fyrir Breta að hætta gæzlu hans. Þeir urðu að hafa þar 80 000 manns til að gæta herstöðvanna og vera til taks, ef eitthvað skyldi út af bera. Þann kostnað báru Bretar, en eklci Súez-félagið. Sá kostnaður færðist nú að sjálfsögðu yfir á Egypta, sem gátu notað fastaher sinn að einhverju leyti við gæzl- una, en viðhald og reksturskostnaður margra herstöðva meðfram skurð- inum er mikill. Nasser lofaði öllu fögru, þegar hann tók við skurðinum, og Bretar — og vestrænar þjóðir yfirleitt — treystu því, að þetta drengskaparbragð Breta, — að láta af hendi skurðinn — mundi verða til þess að glæða sjálf- stæðiskennd Egypta og styrkja vináttu þeirra við Vesturlönd. En það varð öðru nær. Egyptar höfðu ekki fyrr tekið við skurðinum en enn meira tók að bera á þjóðemishroka þeirra, samfara aukinni Rússaþjónustu. Og nú er svo komið, sem fyrr segir, að Nasser hefur, eftir að hafa ráðfært sig við Tító og Nerú, og fengið samþykkti Sovétríkjanna, „rænt“ skurðinum, eins og Eden forsætisráðherra orðar það, og er greinilegt, að þetta skref hefur verið vel og vandlega undirbúið. 3. Kýpurdeilan KÝPURDEILAN hefur nú staðið í nærfellt tvö ár, og aldrei verið verri en nú. Hvernig stendur á þessari deilu? Það er víst, að fjöldi manns gerir sér enga grein fyrir því, hvað þar er að gerast, en lætur stjómast af til- finningum meira en skynsemi, þegar afstaða er tekin til þess máls. Á Kýpurdeiluna var minnst nokkuð í 1. hefti þessa árgangs, en nú skal þessu bætt við. -------------------------------------------------------------- DAGRENNING 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.