Dagrenning - 01.08.1956, Side 12

Dagrenning - 01.08.1956, Side 12
Kort þetta sýnir greinilega legu Kýpureyju (Cyprus), sent svo mjög kem- ur nú við sögu. Það sýnir, að Kýpur er 600 mílur frá strönd Grikklands, en ekki nema 40 mílur frá ströndum Tyrklands. Kýpur liggur ekki nálægt Grikklandi og hefur aldrei í allri sögu sinni lotið Grikkjum eða grískri stjórn. íbúar hennar tala hins vegar flestir grísku og eru afkomendur grísks fólks, sem flutt hefur til eyjarinnar eða flúið þangað af einhverjum ástæðum í skjól Breta. Eins og myndin hér að ofan sýnir, er Kýpur alveg við strönd Tyrklands, en í 600 mílna fjarlægð frá Grikklandi. Tyrkir réðu eynni frá 1570 til 1878, er stjórn hennar var falin Bretum, og þegar heimsstyrjöldin fyrsta hófst, 1914, tóku Bretar öll yfirráð eyjarinnar í sínar hendur og hafa farið með þau síðan, óátalið af öllum þar til nú. Eyjan nýtur verulegrar sjálfsstjómar, en Bretar hafa síðan 1914 haft þar herstöð. Kýpurdeilan sýnir betur en margt ann- að þær aðferðir, sem Rússar beita víðs vegar um lönd til að koma málum sínum fram. Fyrir þeim er aðalatriðið, að svipta Breta þessari síðustu her- stöð, sem þeir hafa nú við Miðjarðarhafsbotn. Áður en „Sameinuðu þjóð- irnar“ sáu dagsins ljós, réðu Bretar Palestínu, og Arabar og Gyðingar lifðu þar saman í bróðemi. Þá höfðu Bretar og umsjón með Súez-skurði og kom aldrei á yfirráðatíma þeirra, í nær 150 ár, til árekstra út af skurðin- um, hvorki á friðar- né ófriðartíma. Þeir höfðu þar einnig herstöð. Þeir höfðu þá einnig bækistöðvar bæði í Jórdaníu — en her þess lands höfðu þeir byggt upp — og í Iran, þar sem þeir starfræktu einhverjar mestu olíu- stöðvar heimsins. NÚ HEFUR RÚSSUM TEKIZT MEÐ TILSTYRK „SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA“ AÐ FLÆMA BRETA BURTU ÚR ÖLL- 10 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.