Dagrenning - 01.08.1956, Síða 13

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 13
r* UM ÞESSUM STÖVÐUM. Hin óskiljanlega utanríkisstefna Bandaríkj- anna í löndunum við Miðjarðarhafsbotninn hefur stutt að því, hvernig komið er þar. Nú hafa Bretar aðeins Kýpur eftir til þess að vernda hags- muni sína á þessum slóðum, og þeir hagsmunir eru ekki litlir. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR hafa í flestu gengið erinda Rússa, allt til þessa dags. Með neitunarvaldi sínu hafa þeir í öryggisráðinu stöðv- að allar tillögur, sem vestrænum þjóðum kom vel að fá fram, og á þingi þeirra hafa þeir notað lítilsigldustu, frumstæðustu og þekkingar- snauðustu þjóðarinnar til að samþykkja alls konar kröfur um „réttindi“ og „frelsi“ til handa þjóðum og þjóðflokkum, sem ekki eru þess umkomnar að tryggja þegnum sínum eða öðrum lágmarks mannréttindi. Það er grá- legt til þess að vita, að það hefur komið fyrir, að íslendingar væru í hópi þessara fáráðlinga, og það meira að segja í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Þegar Bretar slepptu Súez hugðust þeir gera Kýpur að einu herstöð sinni við botn Miðjarðarhafs. Þá var það, sem Rússar fengu grísk-katólsku kirkjuna í lið með sér til að skipuleggja mannvíg og skæruhernað á eynni og báru jafnframt fé í þjóðrembingsmenn í Grikklandi til þess að þeir gerðu kröfur til eyjarinnar. Það er vitað og sannað, að þjónar hinnar „heilögu kirkju“ hafa staðið þarna að manndrápum og ránum, og jafnvel tekið þátt í þeim sjálfir. Slík er sú kirkja og þeir kirkjuhöfðingjar. Kýpurdeilan er því engin þjóðernis- eða sjálfstæðisdeila, frekar en deilur um brottflutning hersins hér af Keflavíkurflugvelli er þjóðemis- eða sjálfstæðisdeila. Kýpurdeilan er til- búin af Rússum og kostuð af þeim til þess að flæma Breta úr síðustu her- stöð þeirra við Miðjarðarhaf. 4. Spátlómurinii um „Konungiim noríurfrá“ og „Konun^inu suSurfrá“ ÁRIÐ 1956 er næst síðasta árið á spádómstímabilinu 1953—1957, eins og oft hefur verið minnzt á í þessu riti. f fyrsta hefti Dagrenningar nú í ár segir á þessa leið: „Komandi vor verður örlagaríkt. Þá munu gerast atburðir, sem móta stefnu þjóðanna um langa framtíð. Vel má vera, að þeir gerist einmitt í maímánuði. Átökin verða fyrst og fremst við Miðjarðarhafið, í sambandi við Ísraelsríki. Árið 1956 verður því ár mikilla og örlagaríkra ákvarðana og sennilegt er að fyrstu vopnaárekstrarnir, sem leiða til hinnar síðustu heimsstyrj- aldar verði einmitt nú í ár. Mistökin öll og árekstrarnir milli hinna vest- V. . ■ ■ ---------------------- > DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.