Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 28
höndum íslendinga sjálfra. Leiði endur- skoðun sú á skipan varnarmálanna, sem fyrir dyrum stendur, ekki til samkomulags innan sex mánaða frá því að óskin um end- urskoðun var borin fram, er opin leið að framfylgja samþykkt Alþingis með uppsögn sálnningsins." Og að lokum segir í þessari sömu rit- stjórnargrein: „Mikill meirihluti þjóðarinnar vill fram- fylgja þeirri stefnu, að eiga áfram sam- vinnu um öryggismál við vestrænar þjóðir, en án þess að í landinu dvelji herlið á frið- artímum. Frá þeirri stefnu mun heldur ekki verða hvikað." Það er varla hægt að segja það skýr- ara, áður en „samningarnir“ við Banda- ríkin hefjast, að þeir séu aðeins forms- atriði. Rússar hafa þau tök á núverandi ríkisstjóm, að hún verður í einu og öllu að láta að vilja þeirra. Hitt eru auðvitað algjör ósannindi, að „meirihluti þjóð- arinnar" vilji varnarliðið burt úr land- inu nú. Með yfirlýsingum um það, að ekki yrði mynduð stjóm með kommún- istum, eða með þeim unnið, véluðu for- ystumenn Framsóknar og Alþýðuflokks- inS fjölda fólks til að greiða sér atkvæði, sem annars hefði ekki gert það, og væri þeim nú sæmst að leggja málið undir þjóðaratkvæði, og losa menn með því af flokksklafanum, svo að úr því fáist skorið, hver er hinn raunverulegi vilji þjóðarinnar í þessu mikla og viðkvæma vandamáli hennar. # í greinargerð NATO-ráðsins eru þessar athyglisverðu setningar: „Þessi nýju viðhorf hafa sérstaklega mikla þýðingu, þegar litið er á sérstöðu íslands. Meðal bandalagsþjóðanna fimmtán er fsland eina landið, sem hef- ur ekki eigið herlið. Ef ríkisstjórn fs- lands hafnaði þeirri vernd, sem varn- arlið bandalagsþjóðanna í landinu veit- ir, mundi árásarríki geta náð íslandi á sitt vald með mjög litlu liði, sem ann- að hvort kæmi loftleiðis eða gerði inn- rás af hafi, áður en liægt yrði að láta í té virka aðstoð. ísland ætti þá á hættu að verða hernumið og glata frelsi sínu. Það ber að hafa í huga, að árásarríki, er hyggði á árás á bandalagið, mundi þeg- ar svo stæði á mjög freistast til að ná íslandi varnarlausu á sitt vald á byrjun- arstigi slíkrar árásar, vegna legu landsins. Nauðsynlegar ráðstafanir til að fiæma árásaraðillann á brott mundi að öllum líkindum hafa í för með sér mikla eyði- leggingu og manntjón.“ Hér við land er á öllum tímum árs margt rússneskra skipa, sem látið er heita svo að séu að veiðum. Auk þess eru rússneskir kafbátar nú mjög tíðir gestir á Norður-Atlantshafi, t. d. við Færeyjar. Úr síðustu styrjöld eru dæmin mörg um það, hvernig árásarliði var komið á land með þeim hætti, og er hernám sjálfar milljónaborgarinnar Kaup- mannahafnar greinilegasta dæmið þar um. Rússar vita, að þeir mundu ekki geta haldið íslandi, þó að þeir næðu því um stund. En stutt hernám mundi nægja þeim til að eyðileggja hér alla aðstöðu til hernaðaraðgerða af hálfu Vesturveldanna, og þeim væri ósárt um þótt endurheimt íslands kostaði nokk- ur þúsund íslendinga líf og limi. Ef svo fer bera núverandi forráðamenn Framsóknar og Alþýðuflokksins alla ábyrgð á þeim atburðum, og þess ættu menn að vera minnugir, ef til þeirra tíðinda dregur. # Hér á íslandi reyna nýkommúnist- arnir og sálufélagar þeirra að útbreiða 26 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.