Dagrenning - 01.08.1956, Side 32

Dagrenning - 01.08.1956, Side 32
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Krístilegmr stjómmála- flokkiur er þjóðamauðsyn i. í þessu riti hefur nokkrum sinnum verið um það rætt, á umliðnum árum, hver nauðsyn væri á því að koma & fót nýjum stjórnmálaflokki hérlendis, sem reisti starf sitt á kristilegum og þjóð- legum grundvelli. Nú hafa þeir atburðir gerst í íslenzk- um stjórnmálum, sem gera það enn meir aðkallandi en nokkru sinni fyr, að haf- ist verði handa um stofnun slíks flokks. Er þar átt við það, að í síðustu kosning- um varð alþjóð það augljóst, að ágrein- ingurinn milli hinna íslenzku stjórn- málaflokka er slíkur, að hann verður aldrei jafnaður, og af því leiðir að er- lendur flokkur, kommúnistar, eru orðn- ir, og verða um ófyrirsjáanlegan tíma, „miðflokkur“ í íslenzkum stjórnmálum, nema algjör stefnubreyting verði. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Alþýðuflokk- urinn telja sig geta haft nokkra samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, og hafa nú tekið höndum saman við kommúnista til þess að fyrirbyggja, að Sjálfstæðismenn og kommúnistar gætu myndað saman ríkis- stjórn. Hinar óhagganlegu staðreyndir eru í dag þessar: 1. Framsókn, Alþýðuflokkur og konnn- únistar hafa nú myndað ríkisstjórn á íslandi. 2. Sjálfstæðisflokkur og konnuúnistar voru Jjess albúnir að mynda einhvers konar bráðabirgðaríkisstjórn til þess að breyta kosningalögum og, ef með þyrfti, stjórnarskránni, svo að komið yrði í veg fyrir bandalag Framsókn- ar og Alþýðuflokks í framtíðinni. 3. Enginn grundvöllur er til fyrir J^ing- ræðisstjórn sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokk- ur standi saman að nú eða í náinni framtíð. Og menn skulu ekki halda að þetta sé neitt stundarfyrirbæri. Skifting þjóð- arinnar í tvennar fjandsamlegar, ósættan- legar fylkingar er nú fullkomnuð. Það er óhugsanlegt, að Sjálfstæðisflokkur- inn myndi aftur stjórn með Fram- sóknarflokknum. Og við þessu er í rauninni ekkert að gera. Ákveðin stjórnmálaþróun veldur þessu og þeirri þróun verður ekki snúið við né hún stöðvuð. Það er líka alveg óhugsandi, sem einstaka menn hafa verið að láta sér detta í hug, að Framsóknarflokkur- inn muni klofna og nýr konservatívur bændaflokkur myndast, sem Sjálfstæðis- flokkurinn geti unnið með. — Þróunin í Framsókn verður nákvæmlega sú sama og í Alþýðuflokknum, að hinum eldri og gætnari mönnum verður vikið til hliðar og jDeir gerðir smátt og smátt áhrifa- 30 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.