Dagrenning - 01.08.1956, Side 38
FRÁ FURÐUSTRÖNDUM:
Hvíta írúin í
Raybamhöll
Mynd sú, sem hér birtist, er tekin í
Rayhamhöll í Norfolk í Bretlandi. Sú
höll er eign markgreifans af Towns-
hend.
Mynd þessi er þannig til orðin, sam-
kvæmt heimild brezka tímaritsins „Com-
ing Ewents“ (1951), að tveir ljósmynd-
arar frá tímaritinu „Country Life“ voru
að taka myndir í höllinni og er þetta
ein þeirra. Það þykir gefa myndinni
meira gildi, að áður en þeir fóru inn í
höllina til myndatökunnar, höfðu þeir
látið athuga filmur sínar vandlega og
höfðu það vottfast, að engum brögðum
hefði verið beitt við töku myndarinnar.
Myndin er sæmilega greinileg og er af hvítklæddri konu, sem gengur
niður hina breiðu hallartröppu. Hvítklædd kona á oft að hafa sézt í höll
þessari og hefur ekki ómerkari maður en Marryat kapteinn, hið merka,
brezka skáld, skýrt frá því, að hann hafi séð hina hvítklæddu hallarfrú.
Flestir munu þeirrar skoðunar, að þetta sé svipur markgreifafrúar Towns-
hend, konu Charlesar Townshend, brezks ráðherra (1725—1767), sem
frægur var á sínum tíma fyrir mælsku sína. Hún var og systir hins kunna
brezka stjórnmálamanns og ráðherra Sir Roberts Walpoles, sem dó 1745.
í flestum hinum gömlu höllum Bretlands eru slíkir svipir sem svipur
„Hvítu frúarinnar“ algengir, og fjöldi manna hefur orðið þeirra var með
ýmsum hætti. Að neita tilveru þeirra er því bæði heimskulegt og barna-
legt, enda sýnir ljósmyndin greinilega að þeir eru til.
Hvíta frúin í Rayhamhöll hefur að líkindum tekið með sér í gröfina,
eitthvert leyndarmál, sem hún enn varðveitir og losnar því ekki við. Hvert
það leyndarmál er veit ef til vill enginn nú, enda er þetta aðeins tilgáta.
v________________________________________________________«i
36 DAGRENNING