Dagrenning - 01.08.1956, Side 42
tímatalinu og hefur því staðið 3 sinnum
666 ár. Júlíanska tímatalið hófst árið
45 f. K., og þar eð eitt ár fellur niður
við skiptin frá f. K. og e. K., voru ná-
kvæmlega 666 ár frá upphafi Júlíanska
tímatalsins til upphafs Múhameðs-
tímatalsins. Við lok ársins 1954 koma
því tvö merkileg atriði til sögunnar:
1. Hinn 31. des. 1954 hefur Júlíanska
tímatalið verið í gildi þrjú 666 ára tíma-
skeið.
2. Hjinn 31. des 1954 hefur tímatal
Múhameðs verið í gildi tvö 666 ára tíma-
skeið.
Hvað má lesa úr þessu? Hver er hin
spádómslega þýðing þessara undarlega
samstæðu atvika?
Svarið er bersýnilega á þá leið, að
þjóðir heimsins séu þess nú albúnar,
að breyta tímatalinu í alþjóðlegt tímatal.
Skiljið þér hvað er að gerast? Júlí-
anska tímatalið og Múhameðs tímatalið
hafa verið í gildi þrjú og tvö 666 ára
tímaskeið . . . tímaskeið, sem nú er ná-
kvæmlega lokið. Nú er ætlunin að semja
nýtt heimstímatal.
Verður þetta heiðna tímatal sam-
þykkt? Mörg þýðingarmikil skref hafa
þegar verið stigin í þá átt. Árið 1937
samþykktu 14 þjóðir ósk um nýtt tíma-
tal. Styrjöldin og aðrar ástæður hindr-
uðu frekari aðgerðir í málinu. Á síðasta
ári barst ósk frá Indlandi til Sameinuðu
þjóðanna um nýtt tímatal. Aðrar þjóð-
ir hafa stutt þá ósk, að undanteknum
Bandaríkjunum og Bretlandi. í júlí-
mánuði 1954 bættust Rússar í hóp
þeirra þjóða, sem vilja frá nýtt tímatal.
Samkvæmt frásögn Readers Digest
hefur kaþólska kirkjan tjáð sig sam-
þykka tímatalsbreytingu. Það er því
mjög líklegt, að óhugnanleg breyting
verði gerð á tímatalinu næstu árin.
Hvað má ráða af breytingu tímatals-
ins? Vér höfum þegar séð, að spor í þá
átt, að breyta „tíðum og lögum“ er ein
af þeim aðgerðum, sem eiga að ein-
kenna „vald dýrsins", á tímum endalok-
anna. Rússland og önnur ríki Evrópu
óska bersýnilega mjög eftir þessari breyt-
ingu. En Ameríka og Bretland eru henni
andvíg. Hver verður niðurstaðan? Allt
bendir til að tímatalinu verði breytt
bráðlega. Væri þá ekki spádómur Daní-
els í 7. kap. 25. v. kominn fram?
En hvaða stórgalli er þá á þessu fyrir-
hugaða heimsalmanaki? Hvers vegna er
það svona hættulegt? Vegna þess að það
er brot á einu af hinum tíu boðorðum
Guðs — „sex daga skalt þú verk þitt
vinna, en hvílast hinn sjöunda dag —
og halda hann heilagan." — Eftir
þessu nýja almanaki verður jóla-
vikan átta dagar. Þegar hlaupár er verð-
ur vikan, sem byrjar 24 júní einnig
átta dagar. Allt er þetta í andstöðu við
Guð og Krist. Svona tímatal mundi
raska stórlega kristnu helgihaldi og rýra
gildi sunnudagsins.
Ameríkumenn, sem segjajst vera
kristnir, ættu að rísa gegn þessari óguð-
legu vanhelgun á sunnudeginum. Vilji
aðrar þjóðir heimsins, með Rússa í far-
arbroddi, taka upp svona tímatal, þá
þær um það, en Ameríkumenn ættu að
snúast gegn þessari ráðstöfun og
neita að eiga hlut að henni. Vér megum
ekki láta það koma fyrir, að þessi heiðna
vanhelgun sunnudagsins verði tekin
upp hér í Ameríku.
Þetta alþjóðlega tímatal verður vafa-
laust samþykkt í mörgum löndum. Það
verður áreiðanlega gengið hart eftir, að
fá það samþykkt. Rússar munu sam-
þykkja það með glöðu geði, af því að það
er vanhelgun á degi Drottins. Rússar
40 DAGRENNING