Dagrenning - 01.08.1956, Blaðsíða 43
ATHYGLISVERÐAR FRÉTTIR
BUDDHA-KLAUSTUR í HAMBORG.
í tilefni 2500 ára hátíðahaldanna til
minningar um dauða Buddha hefir verið
ákveðið að fimni Buddha-munkar og tveir
„lagsbræður" komi til Þýzkalands og setj-
ist að í Hamborg. Menn þessir eru sendir
af Buddhá-trúboðsfélagsskapnum á Ceylon,
en sá félagsskapur hefir í hyggju að reisa
Buddha-klaustur í Hamborg, sem hafi yfir
gistiherbergjum að ráða. Klaustur þetta á
að vera miðstöð trúboðsstarfsemi .þessarar í
Þýzkalandi og sennilega í allri Evrópu.
Félagsskapur þessi, sem nú hyggst að
hefja Buddha-trúboð í Evrópu var stofnað-
ur 1954 í Kolombo á Ceylon og voru stofn-
endurnir úr yfirstétt borgarinnar.
(Kr. Dbl., 3. júlí).
ISLAM-TRÚBOÐ Á NORÐURLÖNDUM.
Nú hefir trúboðsfélag Múhameðsmanna
hafið starfsemi sína á Norðurlöndum, með
fyrsta aðsetri í Svíþjóð, nánar til tekið í
Gautaborg.
Trúboðinn, sem sendur hefir verið til
Norðurlandanna, heitir Kamal Yousef, og
hefir fengið sem fyrsta hlutverk að mynda
l'yrstu samtök Múhameðstrúarmanna og
byggja Mosku.
í samtali, er eitt blaðanna í Gautaborg
átti við trúboðann, lætur hann í ljós vonir
unt mikinn og góðan árangur, einkum í
Svíþjóð. (Kristil. vikublað).
KATÓLSKT KLAUSTUR í SVÍÞJÓÐ.
Katólskum mönnum fjölgar verulega í
Svíþjóð þessi árin, en það er gagnstætt því
sem er I Noregi og Danmörku, þar sem
þeir standa í stað eða jafnvel fækkar.
Fjölgunin í Svíþjóð stafar þó ekki af því
að svo margir Svíar gerist katólskir, held-
ur hinu, að katólskum útlendingum fjölgar.
Manntalsskýrslur sýna að erlendir katól-
ikkar eru milli 12 og 15 þúsund í Svíþjóð,
en sænskir menn katólskir eru milli 6 og
7 þúsund. Meðal hinna síðarnefndu er tal-
ið að séu ýmsir „menningarfrömuðir“.
Katólskir menn í Svíþjóð hafa nú fengið
leyfi stjórnarvaldanna þar til að reisa
klaustur í Huddinge, skammt frá Stokk-
hólmi. (p
hafa tekið að sér forystu í þessu máli, og
það er enn ein sönnun þess, að þeir fara
með„vald dýrsins“á tímumendalokanna,
valdið, sem Guð mun fella dóm sinn yf-
ir. Og kristnir menn skyldu gera sér þess
grein, að þessi óheillaþróun er enn eitt
merki þess, að þessir tímar fara í hönd.
Megi oss skiljast það, að hér er enn ein
sönnun þess, að tími kristinna manna við
uppskerustörfin er senn liðinn.
Látum oss því vinna meðan dagur er,
því nóttin kemur, þá enginn getur unn-
ið.“
Hér lýkur grein Lindsays.
#
Mál þetta hefur enn ekki náð sam-
þykki tilskilins meirihluta á þingi Sam-
einuðu þjóðanna. Þær þjóðir, sem telja
sig kristnar, hafa til þessa greitt atkvæði
gegn því, en nú, eftir að katólska kirkj-
an hefur tjáð sig fylgjandi breytingu á
tímatalinu, er líklegt, að katólskar þjóð-
ir láti af andstöðu sinni við breyting-
una, og það nái bráðlega því fylgi, sem
þarf til þess að verða samþykkt þar.
En ekki er þar með sagt, að allar þjóðir
þurfi að taka það upp, því enn hafa
„Sameinuðu þjóðimar" ekki vald til að
þvinga þjóðir heimsins til að lúta sam-
þykktum sínum.
DAGRENNING 41