Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 44

Dagrenning - 01.08.1956, Qupperneq 44
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Islenzk stjórnmál 1956 Eftirmæli ríkisstjórnar. Alþingiskosningar þær, sem fram fóru hér á landi á s. 1. vori munu verða ör- lagaríkar á marga lund fyrir íslenzku þjóðina. Það verður að segjast, að þjóð- in var orðin sárþreytt á samstjórn Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokksins. Sú stjórn var orðin svo værukær og hugs- unarlítil um flest mestu vandamál þjóð- félagsins, að engu var líkara en hún liti orðið á þjóðfélagið og ríkissjóðinn sem einkaeign sína, sem henni væri heimilt að fara með, hvernig sem henni sýnd- ist. Allar ráðstafanir þeirrar stjórnar og þingmeirihluta voru „bráðabirgðaað- gerðir“, alltaf var tjaldað til einnar næt- ur, og stjórnin þorði á fáu að taka með nauðsynlegri festu. í þeim málum ein- um, sem líklegust voru til atkvæðaveiða, var sýnd nokkur viðleitni, s. s. rafmagns- og húsnæðismálum, en allt var það þó hálfverk og byggðist aðallega á því, eins og fyrr segir, að reyna að tryggja sér kjósendafylgi, enda var háð hatröm bar- átta um það í blöðum stjórnarinnar, hvorum þessara flokka þessar eða hin- ar framkvæmdirnar væru að þakka. Úrræða- og forystuleysið kom einna berlegast fram í því, að stjómin lét þrisvar neyða sig, með langvarandi verkföllum, til breytinga á almanna- tryggingalöggjöfinni, í stað þess að taka forustu um þær breytingar, ef þær voru nauðsynlegar. Hún sinnti heldur engu margendurteknum óskum um breyting- ar og lagfæringar á þýðingarmikilli lög- gjöf, sem marglofað var þó að sinna, s. s. stjórnarskránni, kosningalögum, sveitarstjórnarlöggjöf, vinnulöggjöfinni o. fl., sem orðin er úrelt og þarf end- urskoðunar. í sjö ár hafa Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haft tækifæri til þess að leysa þessi vandamál, en ekk- ert hefur verið aðhafzt. Svona vinnu- brögð hljóta að hefna sín fyrr eða síðar. Þessu var þó unað, þótt illt þætti, vegna þeirrar samstöðu, sem þessir tveir flokkar áttu um utanríkismál, því öll þjóðin veit og skilur, að þau eru nú þýð- ingarmest allra íslenzkra stjórnmála. # Viðskilnaður fyrri ríkistjómar er ekki glæsilegur, þegar á heildina er litið. At- vinnuleysi var að vísu ekki áberandi vegna þess að hin mikla atvinna í Kefla- víkurflugvelli og áhugi á síldveiðum bætti þar úr í bili. En þá er líka upp talið. Allir atvinnuvegir landsmanna, nema verzlunin, eru reknir með styrkj- um úr ríkissjóði. Togaramir fá 5000 króna styrk á dag. Bátaútvegurinn lifir á bátagjaldeyrinum. Síldarútgerðin er styrkt með sérstökum styrk á hvert síld- armál og tunnu. Landbúnaðurinn nýt- ur stórfelldra styrkja og uppbótar- greiðslna á alla framleiðslu sína. Kaup- staðir og þorp eru styrkt til ýmislegrar svokallaðrar „atvinnuaukningar" af rík- isfé. Iðnaðurinn nýtur margvíslegrar óbeinnar verndar frá gjaldeyris- og inn- flutningshömlum, sem framkvæmdar eru ýmist af gjaldeyriseftirliti bankanna 42 DAGRENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.