Dagrenning - 01.08.1956, Síða 48

Dagrenning - 01.08.1956, Síða 48
flokk mun leiða aðra eins bölvun og yfir Sjálfstæðisflokkinn, sem gat hann á laun við kommúnistum. — Þetta afkvæmi er réttnefnt skoffín. Og fyrirtækið heppnaðist þá. Þjóð- varnarflokknum tókst að ná tveim þing- sætum með tilstyrk foreldris síns. Sá stundarsigur varð til þess að framlengja „bráðabirgðastjórn" - Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar um þrjú ár. En hann varð einnig til annars. Hann varð til þess að sameina til fulls hin nýkomm- únistísku öfl í Framsóknarflokknum, Alþýðuflokknum og Kommúnista- flokknum, á þeim grundvelli, sem þjóð- inni var hættulegastur og þar sem henni kom allra verst, — í utanríkismálum. * Nauðvöm Framsóknar. Eftir kosningarnar 1953 var augljóst, að Framsóknarflokkurinn var í stórhættu í mörgum kjördæmum, ef Þjóðvarnar- flokkurinn héldi áfram að vaxa, og Al- þýðuflokkurinn fékk aðeins einn þing- mann kjördæmakosinn, en hafði haft fjóra áður. Algert hrun þessara flokka blasti því við, nema gripið yrði til ör- þrifaráða. — Og til þeirra var gripið. Öllum undirbúningi var lengi haldið leyndum og ekkert látið kvisast um það, til hverra ráða yrði gripið. Forseti Al- þýðusambandsins var rekinn úr Alþýðu- flokknum og látinn ganga til samstarfs við kommúnista með nokkra menn með sér. Þar með fengu kommúnistar átyllu til að „leggja niður“ flokk sinn og auð- velda með þeim hætti samvinnu við Framsókn og Alþýðuflokkinn. Þetta var fyrsta merkið um það, hvert stefndi. Síð- ustu dagana, sem Alþingi skyldi sitja gerðist svo hinn örlagaríki atburður: Framsókn og Alþýðuflokkurinn tóku upp stefnu Þjóðvarnarflokksins í ut- anríkismálum. — Þau hófu hið fallna merki Gunnars gegn-her-í-landi og ann- arra nýkommúnista, og gengu í fullri samfylkingu til kosninga undir vígorð- inu: Burt með herinn! Þjóðvarnarflokk- urinn stóð agndofa af undrun, því fæst- ir þar vissu, að þeir voru aðeins peð í tafli „ósýnilegra" máttarvalda, peð, sem nú var ekki lengur þörf á, í hinu örlaga- ríka tafli um heill og heiður íslands. Hvorugt foreldranna gat nú eða vildi leggja afkvæmi sínu lið, og hlaut það því að mæta örlögum sínum og deyja. En kommúnistarnir fögnuðu, því hér var stærsti sigur þeirra unninn. Og nú hófust hernaðaraðgerðirnar. Utanríkisráðherra var gerður ómerkur orða sinna og gerða sem formaður í At- lantshafsbandalaginu. Vígstaða komm- únistanna varð hin ákjósanlegasta. Með sameiginlegum framboðum Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins voru líkur til, að ná mætti allt að 26 þingsætum, ef vel tækist til, og gera mátti ráð fyrir, að að minnsta kosti tveir af ný- kommúnistunum, sem voru í framboði af Alþýðubandalagsins hálfu, næðu kosningu. Var þá fenginn meirihluti á Alþingi með þeim, þó veikur væri. Stefnubreytingin í Sovétríkjunum létti einnig undir um samstarf við kommún- istaflokkinn. Líklegt er einnig, að forvígismenn þessara flokka hafi talið sjálfum sér trú um, að krafan um brottför hersins væri vinsælli meðal almennings en raun varð á. Að kosningunum loknum kom það í ljós, að kommúnistarnir voru þeir einu, sem gengu með verulegan sigur af hólmi úr þessum kosningum. Á þeim vallt nú, hvort unnt mundi verða að mynda rík- 46 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.