Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2014, Qupperneq 8

Ægir - 01.03.2014, Qupperneq 8
8 Fyrirtækið Víkingbátar afhenti fyrir skömmu 13 metra Víking- fiskibát til útgerðar í Noregi og segir Júlíus B. Benediksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að umtalsverð tækifæri felist í bátaframleiðslu fyrir norskan markað - sem og raunar önnur nágrannalönd okkar. Til að mynda er nú í smíðum hjá fyrir- tækinu sérútbúinn bátur sem fara á til Grænlands og verður notaður þar til hafrannsókna. Sá bátur er sérstyrktur fyrir sigl- ingar í ís og með sérstökum hlera á bakborðshlið til að koma vélsleða fyrir á þilfari bátsins. Fyrirtækið Víkingbátar var stofnað árið 2012 þegar það hóf á nýjan leik framleiðslu á Víkingbátum sem hafa verið á markaði hér á landi allt frá árinu 1985. Fyrirtækið keypti síðan framleiðslu Sómabátanna, sem sömuleiðis eiga sér langa sögu hér á landi og má því segja að Víkingbátar ehf. komi inn á bátamarkaðinn með þraut- reynd gæðamerki í bátafram- leiðslu þó fyrirtækið sjálft sé kornungt. Til fyrirtækisins hafa ráðist reyndir starfsmenn úr framleiðslu beggja áðurnefndra bátasmiðja og því mikil þekking á bátasmíði til staðar innan Vík- ingbáta. Öflugur fjölveiðibátur til Noregs Norski báturinn Vardøjenta fékk sannkallaða eldskírn þegar honum var siglt til Noregs eftir afhendingu því mikill stormur var á leiðinni og allt upp undir 15 metra ölduhæð. „Norð- mennirnir létu það ekki á sig fá, settu vel af sjó í lestina og sigldu heim. Báturinn sannaði sig heldur betur sem sjóskip á leiðinni,“ segir Júlíus en út- gerðin er í Vardö sem er ein nyrsta byggð Noregs og tók heldur lengri tíma að sigla norður með norsku ströndinni en frá Íslandi yfir til Noregs. „Það má segja að Vardøjenta sé nokkurs konar fjölveiðibátur. Hann er búinn til línuveiða með bala, netaveiða og krabbaveiða. Í bátnum eru línuspil og rennur frá Beiti ehf. en til viðbótar var síðan settur búnaður um borð í Noregi þegar báturinn kom þangað. Þetta er gríðaröflugur bátur og vel búinn,“ segir Júlí- us. Júlíus B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Víkingbáta ehf. „Mikil tæki- færi eru í útflutningi smábáta frá Íslandi.“ Norski báturinn Vardøjenta var afhentur frá Víkingbátum fyrir skömmu. Báturinn sannaði sig á heimsiglingunni sem úrvals sjóskip en mikill vindur var á leiðinni og ölduhæð að 15 metrum. B á ta sm íði

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.