Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2014, Side 11

Ægir - 01.03.2014, Side 11
11 verða þó að sjálfsögðu að vera útgönguleiðir fyrir uppsjávar- vinnsluna þar sem afla er dælt beint inn í hús. En þar mætti gera vigtunina einsleitari,“ segir Eyþór. Þann 1. september á síðasta ári breyttist reglugerð um vigtun sjávarafla að því leyti að óheimilt er nú að endurvigta afla á uppboðsmörkuðum er- lendis. Fram að þessu höfðu þrír erlendir markaðir heimildir til þess að endurvigta fisk; í Þýskalandi, Englandi og Færeyj- um. Nú er allur aflinn endan- lega vigtaður á Íslandi áður en hann er sendur úr landi. „Þetta er mikill léttir því það er yfrið verkefni að halda uppi eftirliti á Íslandi þótt Fiskistofa sé ekki með starfsfólk á erlendri grund líka. Við vorum með veiðieftirlitsmenn í Englandi og sendum einnig eftirlitsmenn til Þýskalands áður en reglu- gerðinni var breytt.“ Eyþór kveðst hafa heyrt að mismunandi vigtunarreglur hafi haft áhrif á samkeppnis- stöðu aðila innan greinarinnar. Fiskmarkaðir hafi þannig misst aðila úr viðskiptum vegna þess að þriðji aðili með endurvigtun- arleyfi hafi getað boðið upp á hagstæðari ísprósentu. Þetta þýði m.ö.o. að verið sé að hag- ræða tölum í tengslum við vigtun. „Önnur saga sem hefur borist okkur til eyrna sem lýtur að strandveiðum er sú að kaup- endur afla hafi boðið útgerðar- mönnum að koma í föst við- skipti gegn því að tryggt yrði að þeir færu aldrei yfir leyfilegt há- mark sem mætti veiða á hverj- um degi. Einnig má benda á að sjómenn hafa ekki að ófyrir- synju áhyggjur af vigtunarmál- um því vigtun sjávarafla hefur bein áhrif á tekjur þeirra. Sé minna vigtað upp úr skipi fá þeir skertan hlut. Við höfum ekki náð að staðreyna svona sögur en þær eru alls ekki til þess fallnar að draga úr áhyggj- um okkar vegna þessa um- hverfis. Engu að síður stend ég í þeirri meiningu að flestir innan sjávarútvegsins vinni innan ramma reglnanna eða í það minnsta vilji þeir gera það,“ segir Eyþór. Bakreiknisdeild - plús og mínus Eyþór segir að sýnilegi þáttur- inn í starfsemi Fiskistofu, sem er eftirlit úti á vettvangi, sé þó í raun og veru einungis brot af starfseminni. „Útgáfa veiðileyfa og umsýsla með það, úthlutun á kvótum og umsýsla með öll- um kvótamillifærslum er um- talsvert stærri þáttur í starf- seminni. Stundum minnir þessi hluti starfseminnar dálítið á bankastarfsemi. Það sem kemur inn á reikninginn er það sem er úthlutað í upphafi fiskveiði- ársins. Svo er tekið út af reikn- ingnum um leið og landað er. Svo er millifært yfir á aðra reikn- inga þegar kvótinn er fluttur til. Ekki má heldur fara yfir á reikn- ingnum, þ.e.a.s. að veiða um- fram heimildir. Með þessu fylgj- umst við og höldum utan um hér á Fiskistofu,“ segir Eyþór. Svonefnd bakreiknideild stofnunarinnar hefur verið tals- vert í umræðunni upp á síðkastið. Hlutverk hennar er að fylgjast með því hve mikinn afla fiskvinnslufyrirtæki hafa keypt og hve mikið af afurðum þau hafa flutt út. Þetta er borið saman og reiknað út á grund- velli nýtingarhlutfalla og afla upp úr sjó. „Ef meira er selt en keypt er inn hefur væntanlega verið unninn ólöglegur sjávarafli sem hefur farið framhjá vigt. Viðurlögin við þessu eru þó ekki strangari en svo að lagt er á gjald sem nemur verðmæti þess afla sem ólöglegur er,“ segir Eyþór. FÆRAVINDUR TRAUST HAGKVÆMNI AFKÖST ENDING

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.