Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Síða 15

Ægir - 01.03.2014, Síða 15
15 nafnið gefur til kynna er vinnslugetan 300 kg á klukku- stund. „Við höfum náð öllum okkar markmiðum með verksmiðj- unni og hún býr yfir meiri af- köstum en við reiknuðum með og með minni orkunotkun. Hún er algjörlega sjálfvirk að öðru leyti en því að það þarf að sjá henni fyrir hráefni og taka frá henni afurðirnar. Hún hefur ver- ið að afkasta 330 kg af fiskúr- gangi á klst. Þetta eru tæp 8 tonn á sólarhring en við vitum að hægt er að keyra hana upp í 9-10 tonn á sólarhring. Út úr þessu kemur allt upp í eitt og hálft tonn af mjöli,“ segir Gunn- ar. Hægt er að fylgjast með öll- um þáttum framleiðsluferlisins með fjarvöktun í gegnum netið hvar sem er. Valkostur fyrir ísfisktogara Verksmiðjan í Garði hefur ein- göngu verið keyrð á slógi en getur unnið úr hvaða fiskúr- gangi sem er. Hún skilar einnig frá sér lýsi þegar þannig háttar til. Í desember framleiddi hún 17 tonn af mjöli en var þó ein- göngu keyrð í þrettán sólar- hringa. Framleiðslugetan er því a.m.k. 35 tonn bærist hráefni til hennar 25 daga í mánuði. „Nú erum við tilbúnir að setja þessa verksmiðju á mark- að en við stefnum að því að leigja tvær næstu verksmiðjur okkar til þess að fylgja fram- leiðslunni vel eftir. Þetta eru dýrar verksmiðjur og við sjáum að talsvert áhætta er fyrir rekstraraðila að kaupa þær. En við horfum einnig út í heim með markaðssetninguna og ekki síst til nota um borð í t.d. ísfisktogurum þar sem hún myndi vinna afurðir úr slógi,“ segir Gunnar. Til falla um 2.000 tonn af slóg frá togurum sem veiða yfir 10.000 tonn á ári upp úr sjó. Út úr því kæmu 400 tonn af mjöli og miðað við heimsmarkaðs- verð er það um 75 milljónir kr. Annað eins kæmi af lýsi sem skilar miklum verðmætum. Í heildina gæti því verið um 150 milljónir kr. verðmæti að ræða við vinnslu á 2.000 tonnum af fiskúrgangi. Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð K 2.21 110 bör max 360 ltr/klst K 4.200 130 bör max 450 ltr/klst K 7.700/K 7.710 160 bör max 600 ltr/klst K 5.700 140 bör max 460 ltr/klst Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur T 400 Snúningsdiskur Fyrir pallinn, stéttina o.fl. Smíðavinna í fullum gangi hjá Héðni.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.