Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2014, Síða 18

Ægir - 01.03.2014, Síða 18
18 Ekki vanir miklum gæðum Aðalheiður bjó í Þýskalandi um 14 ára skeið og segir að al- mennt séu Þjóðverjar ekki vanir miklum gæðum þegar að fisk- meti kemur. Helst séu það þó íbúar í norðan- og vestanverðu landinu sem hafi aðgang að betri og ferskari fiski en þeir sem sunnar og austar búa. Þar hafi fólk líka meira fé á milli handanna en í öðrum hlutum landsins. Ætli framleiðendur sér í landvinninga með þorskinn fari best á því að horfa á þessar slóðir. Aðalheiður telur að unnt sé að vinna þorski umtalsvert meira vægi á þýskum markaði en nú er, en vissulega séu nokk- ur ljón á veginum. Betri skilningur Aðalheiður skoðar í verkefninu einnig þá þróun sem orðið hef- ur í útflutningi frá Íslandi, þ.e. sölu á þorski frá Íslandi til Þýskalands, en tímabilið sem hún kannar er frá árinu 1980 til 2013. „Ég vona að ávinningur af þessari ritgerð verði sá að við munum skilja betur af hverju sala á þorski í Þýskalandi er mun minni en í öðrum Mið- Evrópulöndum, hvaða ástæður liggja að baki og getum við þá ef til vill nýtt okkur það til að blása til sóknar á þessu stóra markaðssvæði,“ segir Aðalheið- ur. „Umræðan um veiðigjöld hér á landi er ekki ný af nálinni. Fyrir aldarfjórðungi og alveg til dagsins í dag má finna mikla umræðu um auðlindaskatt eða gjöld á þann umframhagnað sem frá auðlindinni kemur,“ segir Sigurður Steinn Einarsson um lokaritgerð sína í sjávarút- vegsfræði við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Sigurður hefur verið viðriðinn veiði- gjöldin allt frá 2012 þegar nemendur í sjávarútvegs- fræðinni héldu úti vefsíðunni veiðigjald.com sem náði að opna umræðuna töluvert hér á landi. Miklar breytingar eftir hrun Sigurður segir að hann fjalli í rit- gerð sinni um helstu breytingar sem gerðar hafi verið á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir árið 2008. „Sjávarútvegur á Ís- landi hefur allt frá því að kvóta- kerfi og frjálsu framsali aflaheimilda var komið á breyst mikið og þá ekki síst eftir efna- hagshrun,“ segir hann. Sigurður bendir á að hagn- aður í sjávarútvegi hafi aldrei verið meiri og þá hafi orðið mikil vakning meðal þjóðarinn- ar í þá veru að greinin sé mikil- vægasti atvinnuvegur þjóðar- innar. Í kjölfarið hafi þær raddir orðið æ háværari sem krefjist þess að greinin greiði arð af starfsemi sinni í ríkissjóð. Ríkis- sjóði sem svo sannarlega veiti ekki af auknum fjármunum. Skilar 10 milljörðum í ríkissjóð „Það er talað um aukna gjald- töku á veiðileyfi, ég kýs að kalla það gjald fyrir að veiða, eða veiðigjald. Þetta gjald skilar um 10 milljörðum króna ár hvert í ríkissjóð miðað við núverandi kerfi, en útfærsla gjaldsins hef- ur tekið breytingum á milli ríkis- stjórna, þó svo að grunnurinn sé sá sami,“ segir Sigurður. Veiðigjaldið hefur verið gagn- rýnt um margt og hvað mest notkunin á þorskígildisstuðli við gjaldtöku. Sigurður segir þessa gagnrýni enn eiga rétt á sér og telur hann undarlegt að stjórnvöld hafi notast við þann grunn sem hvað mest var gagnrýndur og það úr öllum áttum. „Þorskígildi er reiknað sem hlutfall aflaverðmætis tegunda af aflaverðmæti slægðs þorsks. Því er ekki tekið tillit til mismunandi kostnaðar við veiðar tegunda né heldur hvort tegundin komi fullunnin að landi eða til vinnslu. Ríkis- stjórnin tók hins vegar upp á því að nota „sérstaka þorskíg- ildisstuðla“ við útreikning á gjaldinu til að mæta þessum mismun en sumir vilja ganga enn lengra,“ segir Sigurður. Samanburður við önnur lönd Hann neitar því ekki að við- fangsefnið sé nokkuð flókið og menn þurfi að hafa sig alla við að fylgjast með breytingum sem orðið hafi á gjaldtökunni, sem og þeim sem yfirvofandi eru. Hann reynir í verkefninu að leggja til mismunandi útfærslur á gjaldinu, sem og einnig hvernig það leggst á einstök fyrirtæki, landssvæði og fisk- tegundir. „Ég ræði við aðila í sjávarútvegi í löndum sem við Íslendingar berum okkur gjarn- an saman við, svo sem Fær- eyinga, Norðmenn, Nýfund- lendinga, Grænlendinga og einnig íbúa Alaska. Skoða hvernig hvert og eitt land nálg- ast viðfangsefnið og geri á því samanburð, en markmiðið er að finna kerfi sem betur hentar ís- lenskum sjávarútvegi en núver- andi kerfi,“ segir Sigurður. Miklar skerðingar Sigurður bendir á að eitt atriði gleymist gjarnan í umræðunni. „Eitt af því sem tekið hefur hvað mestum breytingum eftir hrun eru skerðingar á aflaheimildum. Nú í ár er, svo dæmi sé tekið, aflamark þeirra sem ráða fyrir aflahlutdeild skorið niður um 4,8%. Sá kvóti er settur í svo- nefnda potta, sem eftir atvikum geta verið byggðakvóti, línu- ívilnun, bætur vegna rækju- og skelfiskveiða og strandveiðar.“ Sigurður vonast til að kryfja þessar skerðingar og fá betri yf- irsýn í þessi mál. „Eitt af því sem ég skoða í þessari vinnu er að taka saman lista yfir þau byggðarlög sem búa við skerðingu og eins hvaða byggðarlög það eru sem hagn- ast mest á skerðingum af þessu tagi. Spurning er hvort þessi byggðaaðstoð sé að ganga upp eða hvort betra væri að byggðarlögin fengju fjármagn í stað kvóta til að byggja upp aðra atvinnustarfsemi. Til dæm- is myndu aðeins veiðigjöldin af þessum skerðingum, þ.e.a.s. ef fyrirtækin fengu að veiða þenn- an kvóta vera 600 milljónir króna,“ segir Sigurður. Sigurður Steinn Einarsson: Skoðar veiðigjöld- in ofan í kjölinn Sigurður Steinn Einarsson kafar ofan í veiðigjöld í tengslum við skrif á lokaritgerð sinni í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.