Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2014, Side 20

Ægir - 01.03.2014, Side 20
20 Snæfell – félag smábáta- eigenda á Snæfellsnesi, skoraði á sjávarútvegsráðherra á fé- lagsfundi nýlega að beita sér fyrir umbótum á umhverfi strandveiða þannig að veiðar verði heimilaðar fjóra virka daga í viku á tímabilinu maí - ágúst. Sigurjón Hilmarsson, formaður félagsins, segir að þetta sé vilji félagsmanna og samþykkt á aðalfundi Lands- sambands smábátaeigenda síð- asta haust. Strandveiðar hófust sem kunnugt er 5. maí í ár. Dregur úr pressunni að róa „Við höfum haldið okkur við þessa kröfu undanfarin ár og ekki vikið frá henni. Við teljum að aflaaukningin yrði ekki mikil þótt þessu yrði breytt í þessa veru. Þetta myndi leiða af sér aukið hagræði og draga úr sjó- sókn í slæmum veðrum. Menn færu síður á sjó í vondum veðr- um með þá vissu að þeir gætu farið til veiða síðar. Þetta myndi draga úr pressu og draga úr lík- um á því að menn færu að róa í hvaða veðri sem er,“ segir Sig- urjón. Hann segir að ef strandveið- ar hefðu aukist í samræmi við almenna aflaaukningu síðustu tveggja ára þá væru ekki telj- andi vandræði samfara þessari breytingu. Í ályktun fundarins segir að strandveiðar hafi komið inn sem raunhæf atvinnugrein og menningarauki fyrir hinar dreifðu byggðir. Strandveiðar hafi þannig haslað sér völl inn- an samfélaganna sem líta á þær sem örugga starfsemi sem komin er til að vera, enda veiði- heimildum dreift á fjölmarga aðila. Samráð þarf milli landa í grásleppumálum Sigurjón sagði að einnig hefði verið rætt um grásleppuveiðar, sem menn hafa verulegar áhyggjur af vegna mikillar óvissu um sölu á hrognum. „Það vantar hreinlega meira samráð á milli Íslands, Græn- lands og Noregs um verð á hrognum og að setja bara eitt lágmarksverð. Meðan Græn- lendingar ná ekki samningum við sína kaupendur þá leggja þeir ekki einu sinni net.“ Á fundinum var ályktað að úthlutað skuli 1.500 tonna veiðiheimildum á síld í Breiða- firði til smábáta, sem er eins og um einn farmur hjá síldveiði- skipi. Skorað var á sjávarútvegs- ráðherra að auka nú þegar veiðiheimildir í ýsu um 5000 tonn. Ennfremur ályktaði fund- urinn á þá leið að brýnt sé að stjórnvöld viðurkenni að 12% leyfilegs heildarafla á makríl verði ætlaður til færaveiða smá- báta. Sýnt þyki að veiðarnar skapi gríðarlega atvinnu í landi og færaveiddur makríll sé eftir- sótt vara. Snæfell hafnar með öllu hugmyndum um kvóta- setningu á makríl. Framkallar ekki aflaaukningu Sigurjón gefur út bátinn Nonna í Vík. Hann hefur verið á strand- veiðum síðastliðin ár en starfar jafnframt við vegaeftirlit á vet- urna. „Þetta hefur gengið ágæt- lega og gerir það yfirleitt þegar maður sleppur við bilanir. En öflugustu bátarnir á svæði A ná ekki sama tonnafjölda og á hin- um svæðunum. Við höfum ekki tækifæri til þess. Þess vegna leggjum við til að allir geti róað í fjóra daga í viku, mánudaga til föstudaga með þeim takmörk- unum sem eru í gangi í dag þessa fjóra mánuði. Með því myndast jafnræðisgrundvöllur í veiðunum,“ segir Sigurjón. Hann telur að náist þessi krafa í gegn aukist aflinn ekki nema um að hámarki 2.000 tonn. Sigurjón Hilmarsson, formaður Snæfells - félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi: Hafna kvótasetningu á makríl og vilja grundvallar- breytingu á strandveiðum Sigurjón Hilmarsson segir hægt að gera breytingar á strandveiðunum sem dragi úr pressunni í kerfinu og auki jafnræði án þess að til komi aflaaukning strandveiðiflotans. Nonni í Vík kemur í höfn eftir góða veiðiferð. Myndir: Alfons Finnsson S m á b á ta ú tg erð

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.