Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2014, Qupperneq 21

Ægir - 01.03.2014, Qupperneq 21
21 Smábátaútgerð frá Tálknafirði er ekki svipur hjá sjón, að sögn Guðna Ólafssonar hafnarvarð- ar. Hann hefur fylgst með at- vinnulífinu við höfnina um ára- tugaskeið og segir fækkunin í smábátaflotanum gríðarlega. „Það er ekki eftir nema um tíu bátar sem gera út héðan en áð- ur voru hérna allt upp í 60 bát- ar. Hérna voru ekki bara heimabátar eins og núna, held- ur komu þeir vítt og breitt af landinu. Þetta er alveg skelfi- leg breyting,“ segir Guðni. Hann kveðst hafa lifað tím- ana þrenna hvað þetta varðar. Það hafi verið líf yfir þessu fyrir daga kvótakerfisins. Í kjölfarið hafi smábátar orðið eftirsóttir og margir selt sína báta. Þá fækkaði verulega í flotanum. Bátunum fjölgaði síðan aftur þegar sóknardagakerfið var tek- ið upp. Ágæt aflabrögð að undanförnu Guðni segir að aflabrögð hafi verið góð hjá þeim bátum sem hefur verið róið. „Það hefur ver- ið góður afli og fallegur fiskur. Menn fara einhverjar 20 mílur hérna út og það virðist vera nóg af fisk í sjónum. En kerfið mætti vera frjálsara fyrir þessa litlu báta. Það er engin hætta á því að þessir karlar veiði upp stofninn. Það er deginum ljósara. Menn ættu að fá að róa sinni trillu í sex mánuði á ári með tvær rúllur og með kannski 70 tonna aflaheimild,“ segir Guðni. Eins og undanfarin ár er tals- vert líf er í kringum útgerð á fimm sjóstangveiðibátum fyrir erlenda stangveiðimenn. Sú vertíð er hafin núna og stendur fram í nóvember. Aðsókn er góð í þessa veiði og mest er þetta fjölskyldufólk sem er í gistingu á staðnum. Línuskipið Kópur BA hefur að sögn Guðna verið bundið við bryggju vegna kvótaleysis og fer líklega ekkert á veiðar fyrr en í haust, nema báturinn verði gerður út á makríl í sumar. Allt til línuveiða www.isfell.is Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Tálknafjörður: Smábátaútgerðin ekki svipur hjá sjón Tálknafjörður. Guðni Ólafsson, hafnarvörður, segir að mikil breyting sé orðin á mið við fyrri ár þegar allt upp í um 60 smábátar lögðu upp á Tálknafirði.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.