Ægir - 01.03.2014, Qupperneq 22
22
S
m
á
b
á
ta
ú
tg
erð
Elvar Unnsteinsson, eigandi og
skipstjóri á Sómabátnum Erni II
SF-70 á Höfn í Hornafirði var sá
sem mestan afla dró úr sjó á
strandveiðinni sumarið 2013
eða 43,6 tonn. Þennan afla tók
hann í 57 róðrum. Elvar hefur
róið í strandveiðinni öll árin frá
því þessu kerfi var komið á og
líkar fyrirkomulagið vel. Hann
hefur verið smábátasjómaður í
um 30 ár, byrjaði fyrstu árin að
róa með föður sínum, Unnsteini
Guðmundssyni en síðan fór
hann á eigin bát og hefur verið
að síðan.
Ekkert gerist af sjálfu sér
„Já, strandveiðin gekk vel hjá
mér í fyrra en það þarf vissu-
lega að hafa talsvert fyrir þessu.
Það er ekki alltaf logn og sól í
þessari útgerð. En í þessu gildir
það fornkveðna að það gerist
ekki neitt ef maður gerir ekk-
ert,“ segir Elvar en hann segist
róa á mið bæði vestur og austur
frá Hornafirðinum, lengst um
50 mílur.
„Aðallega þarf maður að
haga seglum eftir veðrinu og
að sjálfsögðu lesa í hvar fiskvon
er hverju sinni. Fiskurinn er alla
jafna meira vestur undan fram-
an af tímabilinu og færist síðan
austur með landinu eftir því
sem á sumarið líður. Fyrst og
fremst snýst þetta samt um að
fá veður og frið til að nudda
þessu upp,“ segir Elvar og lætur
vel af fiskinum á þeim miðum
sem hann sækir á. Allan sinn
afla selur Elvar á fiskmarkaði á
Höfn. „Við höfum alltaf haft
góðan fisk hér úti fyrir og ekki
merkjanleg að hann taki mikl-
um sveiflum frá ári til árs.“
Fátt skemmtilegra en að draga í
góðu veðri
Elvar kann handfæraveiðunum
vel og segist raunar ekki hafa
farið á annan veiðiskap á sinni
tíð sem smábátasjómaður. Eins
og áður segir hefur hann róið á
færum í hátt í þrjátíu ár og verið
einn á, ef frá eru talin allra
Smábátar á Höfn.
Þegar maður er einn á þarf
auðvitað að halda sig vel að
en maður slípast líka til í
þessu starfi eins og öðrum.
Elvar Unnsteinsson er að hefja enn eitt strandveiðisumarið
en á síður von á að slá aflamet sitt frá síðasta sumri.