Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2014, Side 24

Ægir - 01.03.2014, Side 24
24 „Það hefur gengið illa hjá okk- ur, eins og hjá flestum. Það er of mikil loðna í sjónum. Fisk- urinn hefur legið í henni núna í rúman mánuð og lítur varla upp frá henni. Það er bara búin að vera veisla. Steinbíturinn gaf sig á tímabili og komst Björn Elías í rúm 20 tonn í róðri í þrígang. En að öðru leyti hefur þetta verið lélegt og gæftir hafa verið með eindæmum erf- iðar í allan vetur. Menn muna ekki eftir öðru eins síðastliðin 40 ár,“ segir Hjalti Þór Þorkels- son, annar tveggja skipstjóra á línubátnum Hálfdáni Einarssyni ÍS-128 frá Bolungarvík. Hálfdán hét áður Hrólfur Einarsson ÍS-255. Hann fór í slipp í ágúst í fyrra og var breytt hjá Siglufjarðar Seig. Hann var lengdur um tæpan þrjá og hálf- an metra og við það fór hann úr 15 brúttótonnum í 30 brúttó- tonn. Báturinn fékk heitið Hálf- dán Einarsson, en Hálfdán var einn fengsælasti skipstjóri Bol- ungarvíkur á síðustu öld og var jafnt stofnandi Völusteins ehf., ásamt Einari Guðfinnssyni árið 1953, sem gerir út Hálfdán. Hjalti Þór segir að það hafi verið fiskur fyrir utan fjörðinn en það hafi ekki verið hægt að ná í hann vegna tíðarfarsins. Hann segir að talsvert sjáist af loðnu og menn bíði eftir að hún leggist á botninn og drepist. Í framhaldinu leggist fiskurinn jafnvel í dauðu loðnuna. „Og enn virðist lóða á loðnu hér fyrir utan, svo nóg virðist af henni ef það er rétt. En hún er dreifð.“ Á flótta undan ýsunni „Fiskurinn étur sig veikan af þessu og getur ekki meir. Það er ótrúlegt að sjá fisk sem leggst í loðnuátið. Kviðurinn á honum verður eins og mött rúða. En við erum að vonast til þess að það sjái fyrir endann á þessu. Það er fiskur hér um öll grunn en hann tekur bara ekki línu,“ segir Hjalti Þór. Tvær áhafnir eru á Hálfdáni og eru þrír á bátnum í einu. Skipstjóri á móti Hjalta Þór er Björn Elías Halldórsson og aðrir í áhöfnunum eru Birgir Már Jó- hannsson, Guðbjarni Karlsson, Ómar Örn Sigmundsson og Birgir Loftur Bjarnason. Hjalti Þór segir að vertíðin hafi verið með eindæmum lé- leg og það grátlega sé að nógur fiskur hafi verið í sjónum í allan vetur en það hafi bara ekki ver- ið hægt að ná í hann. Bátarnir hafi rétt náð að komast út í Deildarhorn og dögum saman ekki neitt vegna veðurs. Ýsan hafi líka verið að gera mönnum erfitt fyrir og menn séu nánast á flótta undan mikilli ýsugengd. „Þetta er bara eins og maðurinn sagði að það vantar menn með pung til þess að stjórna sjávar- útvegsráðuneytinu,“ segir Hjalti Þór. Hann segir að sömu erfið- leikarnir virðist hrjá alla smá- bátaútgerðina. Að vísu hafi ver- ið veiði fyrir sunnan fyrir vertíð- ina í febrúar. Þó hafi gæftir ver- ið líka stopular þar. „Þetta hefur bara verið mjög leiðinlegur vetur að eiga við og með tilheyrandi tekjumissi fyrir alla. Það eru engin uppgrip í smábátasjómennskunni um þessar mundir.“ Hann segir að þegar illa gangi í veiðum dragist saman í öllum afleiddu störfunum. Stór hópur vinni við beitingar í landi og vélsmiðjur og þjónustugeir- inn sé háður útgerðinni. Allt hangi þetta á sömu spýtunni og hryggjarstykkið í þjónustu- geiranum sé útgerðin. Hjalti Þór kveðst síður eiga von á því að Hálfdán verði gerður út á makrílveiðar í sum- ar. Síðsumars er ráðgert að bát- urinn fari í slipp. Engin uppgrip í smábátasjó- mennskunni þessa mánuðina Hjalti Þór Þorkelsson, skipstjóri á Hálfdáni Einarssyni, man ekki jafn lé- lega vertíð á sínum ferli. Hálfdán Einarsson ÍS-255. Bátnum var breytt í fyrra og fór þá úr 15 brúttótonnum í 30 brúttótonn. S m á b á ta ú tg erð

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.