Ægir - 01.03.2014, Síða 25
25
„Það hefur verið mikið gæfta-
leysi og vertíðin afar erfið,“
segir Þorsteinn Guðbjörnsson,
skipstjóri á Berta G ÍS-727 frá
Suðureyri. „Ég held það sé að-
eins hægt að hafa tvö orð yfir
þetta; hrikalegur vetur. Það
hefur verið stöðugt óveður og
ekki gefið á sjó. Það man
enginn eftir svona vertíð. Það
er nóg af fiski í sjónum, það
vantar ekki. En það hefur bara
ekki verið hægt að eiga við
þetta,“ segir Þorsteinn.
Hann segir að það sé enginn
sveigjanleiki í kerfinu. „Það er
búið að vera bölvað basl á okk-
ur undanfarin þrjú til fjögur ár
að eiga við þetta. Það er allt
fullt af ýsu og við þurfum að róa
40-50 mílur til þess að losna við
hana. Þetta er tóm vitleysa og
ýsan ætti auðvitað bara að vera
ígildistonn í veiðunum.“
Háskaleikur í allt fyrrasumar
Hann segir að strandveiðikerfið
stuðli að aukinni hættu við
veiðarnar. Auk þess að gera út
Berta G rær Þorsteinn litlum
strandveiðibát sem hann keypti
fyrir tveimur árum.
„Þetta var bara háskaleikur í
allt fyrrasumar. Við vorum að
fara 6-8 mílur út fyrir fjörð með-
an allir línubátarnir voru í landi.
En allar trillurnar voru á sjó til
þess að fá eitthvað út úr þess-
um sameiginlega potti. Það
verða að vera dagar þannig að
menn geti valið hvenær þeir
sækja sjó. Það er eins og það
þurfi alltaf einhver einn að
drepast áður en menn sjá að
sér með þessi vitlausu kerfi,“
segir Þorsteinn.
Hann segir að öll kerfi sem
sett hafa verið upp í kringum
smábátaveiðar hafi verið þess-
um annmörkum háð og aldrei
hafi öryggismál sjómanna verið
í forgrunni.
„Ég hef verið í þessum
bransa í 40 ár og þetta hefur
alltaf verið svona. Ég held að
menn á þessu svæði myndu al-
veg sætta sig við að fá að velja
dagana. En eins og þetta er
núna á vestursvæðinu þá park-
era menn bara snurðvoðarbát-
um og stærri bátum frá Stykkis-
hólmi og fleiri stöðum nálægt
veiðislóðinni meðan strand-
veiðin stendur yfir og eru þá
stutt í ódýrt hráefni. Ofan á
þetta kemur líka verðlækkun til
viðbótar. Þetta er alveg arfavit-
laust kerfi og með því vitlaus-
asta sem hefur verið sett á,“
segir Þorsteinn.
„Við þurfum að róa 40-50 mílur
til að losna við ýsuna. Þetta er
tóm vitleysa,“ segir Þorsteinn
Guðbjörnsson.
Berti G við bryggju á Suðureyri.
Þetta er alveg
arfavitlaust kerfi