Ægir - 01.03.2014, Qupperneq 27
27
En þess á milli veit maður af
fiskinum en hann gefur sig ekki,
enda pakksaddur.“
Þorvaldur er yfirleitt einn á
bátnum en börnin hans hafa þó
farið með honum af og til.
„Elsta stelpan mín réri með mér
fyrir tveimur sumrum. Hún
verður tvítug í haust. Strák-
urinn, sem verður 17 ára í
haust, réri með mér í fyrra og
hitteðfyrra. Svo á ég einn til við-
bótar en ég ætla að ferma hann
áður en hann fær að róa með
mér. Þau eru með þetta í blóð-
inu en sjóveikin fer illa í þau.
Það er svo oft sem þarf að
stoppa í nokkra daga á þessum
litlu bátum og þá er eins og
krakkarnir sjóist ekki almenni-
lega. Stelpan myndi róa meira
með mér ef hún væri ekki
svona sjóveik,“ segir Þorvaldur.
Hann hefur haft sjómennsk-
una að aðalstarfi allt sitt líf og
gert út sinn eigin bát síðastliðin
21 ár. Ásþór er Sómi 870, um 6
tonn að stærð.
„Það getur líka vel verið að
ég fari á makrílveiðar í sumar en
ég er þó ekki ennþá búinn að
græja mig í það. Það þarf að
láta smíða rennur og vængi hér
og þar til að koma fleiri rúllum
að. Ég hef aldrei verið á makríl
en ég get vel trúað því að þetta
séu skemmtilegar veiðar,“ segir
Þorvaldur.
Breytingar í náttúrunni á
skömmum tíma
Hann segir að fiskverðið hafi
aðeins þokast upp undanfarið.
„En þessi verðlækkun sem varð
í fyrra fór ansi illa með okkur.
Það varð næstum 20% verð-
lækkun á þorski. Gangurinn í
þessu er ágætur suma mánuði
en síðan er manni allt mót-
drægt aðra mánuði. Innkoman
er óstöðug en það eru toppar í
þessu á vorin og haustin þegar
ýsan gefur sig. En nú má helst
ekki snerta á henni. Til mót-
vægis hef ég stytt þann tíma
sem ég er að róa á línu. Ég er
farinn að vera lengur á haustin
á færunum og hætti fyrr.“
Sílið vantar
Nánast allir viðmælendur eru
þeirrar skoðunar að það sé mik-
il ýsugengd um allt land og
Þorvaldur er sammála því. „Það
er miklu meira af ýsu en fiski-
fræðingar telja. En það er dá-
lítið til í því að það vantar undir-
málið á því svæði sem ég ræ. En
fyrir norðan og vestan segja
menn að sé mikið af undirmáli.
Hitastigið í sjónum hefur nátt-
úrulega hækkað mikið frá því
ég byrjaði að sækja sjóinn. Það
er ekki ólíklegt að ýsan hafi því
flutt sig til.“
Þorvaldur segir að talsverðar
breytingar hafi orðið í náttúr-
unni á tiltölulega skömmum
tíma. Það veldur honum t.a.m.
miklum áhyggjum hve lítið er af
síli í hafinu. „Það hefur varla
sést síli hérna í þrjú eða fjögur
ár. Svartfugl, sem alltaf var mik-
ið af, er mikið til horfinn. Hann
kemur annað slagið ef það gýs
upp síli í einn eða tvo daga
hérna úti á flóanum en svo er
hann horfinn á ný.“
Talsverður tími Þorvaldar fer
í félagsstörfin. Hann hefur sem
fyrr segir gegnt formennsku í
Smábátafélagi Reykjavíkur. Það
sem hefur helst brunnið á
mönnum þar er barátta fyrir
betri hafnaraðstöðu og að gert
sé betur við smábátaflotann.
Ásþór RE í Reykjavíkurhöfn.
Þetta eru ekki stórar göngur af loðnu heldur smáspýjur sem
þorskurinn eltir. Maður getur verið heppinn og fengið stóran og
fallegan fisk þegar ástandið er með þessu hætti. En þess á milli
veit maður af fiskinum en hann gefur sig ekki, enda pakksaddur.