Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2014, Side 32

Ægir - 01.03.2014, Side 32
32 Nýlokið er breytingum á stál- skipinu Magnúsi SH-205 frá Hellissandi en það 142 tonn að stærð, smíðað á Akureyri árið 1974. Breytingarnar voru gerð- ar hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi. Skipið er gert út af Skarðsvík ehf. á Hellissandi, sem er í eigu feðganna Sigurðar Kristjáns- sonar fyrrverandi skipstjóra og Sigurðar V. Sigurðssonar skip- stjóra á Magnúsi. Þeir keyptu skipið árið 2003 og var því þá breytt að talsverðu leyti. Meðal annars var þá sett á það peru- stefni, skipt um vélar og margt annað gert. Sigurður segir miklar breytingar og betrumbætur hafi verið gerðar á Magnúsi í gegnum tíðina og hann sé fyrir vikið nánast eins og nýr. Skipið hélt til veiða upp úr miðjum mars eftir breytinguna og þegar náðist í Sigurð skip- stjóra var hann á netaveiðum úti af Rifi. Hann segir að þessa breytingu lengi hafa staðið til en nú hafi verið ákveðið að láta verða af þessu. „Þetta er hörku- bátur en með þessu eykst neta- pláss og öll vinnuaðstaða um borð er orðin mun betri,“ segir Sigurður. Sigurður segir að dagamun- ur hafi verið á netaveiðunum í vor. „Við látum netin líka liggja stutt til þess að ná í ferskari fisk. Við reynum að gera sem mest út úr því sem við fáum úthlut- að,“ bætir hann við en vegna breytinganna er kvótastaðan góð hjá útgerðinni og ekki útlit fyrir mikil stopp það sem eftir lifir fiskveiðiársins. Viðamiklar breytingar Meðal þess sem gert var í skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts var eftirtalið: Skipt var um skut þannig að skipið lengdist um 1,4 metra. Jafnframt voru lunningar aftast hækkaðar. Þetta skapar mun meira vinnupláss og mikið skjól afturskips. Um leið varð til mun stærri netalest aftast í skutnum. Smíðaður var nýr toggálgi með palli og voðavindu. Brúin var hækkuð upp þannig að nú er undir henni rými í fullri hæð. Allt rafkerfi afturskips, í brú, á millidekki og í hvalbaksrými var endurnýjað. Öll siglinga- og fiskileitartæki voru endurnýjuð og brú endurinnréttuð og út- búin lítil setustofa bak- borðsmegin. Smíðað var nýtt radarmastur ofan á brúna og sett þar upp fjarskiptakúla. Gamalt skorsteinshús úr járni Glaðir með breytingarnar. Frá vinstri: Sigurður Kristjónsson, Gils Þorri Sigurðsson, Sigurður V. Sigurðsson og Magnús Darri Sigurðsson. Myndir: Alfons Finnsson Magnús SH til veiða á ný eftir breytingar Ú tg erð

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.