Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Síða 8

Ægir - 01.03.2015, Síða 8
8 „Tilkoma strandveiðikerfisins og síðan aukin makrílveiði smá­ báta hleyptu miklu lífi í sölu á búnaði frá okkur á síðustu ár­ um en mér finnst innanlands­ markaðurinn vera smám saman að leita aftur jafnvægis. Þó er það yfirleitt þannig að það kemur mikill kippur í sölu þeg­ ar líður lengra fram á vorið og veiðarnar hefjast af alvöru og þannig verður það vafalaust líka nú í ár,“ segir Kristján Björn Garðarsson, rekstrarstjóri DNG hjá Slippnum á Akureyri ehf. Sjálfvirknin tekur við Nýjasta færavinda DNG heitir C-6000i og er mjög öflugt veiði- tæki. Með sjálfvirkum hætti rennir vindan línunni út og nemur þegar sakkan nær botni. Tækið sér um að keipa og getur notandinn stillt hvernig keip hann vill nota hverju sinni. Þeg- ar síðan fiskur bítur á krókana skynjar vindan það og dregur línuna inn þegar afla er náð. Óhætt er að segja að tæknin hafi yfirtekið mörg handtökin á færaveiðum. DNG vindurnar mörkuðu tímamót í veiðum smábáta á sínum tíma og eru nokkrar kyn- slóðir af þessum búnaði í notk- un í flotanum. „Við erum komn- ir að þeim tímapunkti að marg- ar elstu færavindurnar eru að ganga úr sér, einfaldlega vegna þess að erfitt er að fá varahluti, þó við gerum það sem við get- um til að útvega þá. Hluti af okkar sölu er því vegna endur- nýjunar á elstu vindunum yfir í það nýjasta frá okkur en auk þess ber almenn endurnýjun uppi söluna hjá okkur, auk þess Mikilvægt að viðhalda breidd og fjölbreytni í smábátaútgerð - segir Kristján Björn Garðarsson, rekstrarstjóri DNG Kristján Björn Garðarsson, rekstrarstjóri DNG, við færavindur í lokaprófunum áður en þær fara til kaupenda. S m á b á ta r

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.