Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2015, Page 11

Ægir - 01.03.2015, Page 11
11 Strandgötu 1 Neskaupstað Sími:4700 800 Fax:4700 801 • Veiðarfæraþjónusta • Gúmmíbátaþjónusta • Fiskeldisþjónusta Stöðug þróun veiðarfæra í samvinnu við sjómenn og útgerðir. Fjarðanet er aðili að Hampidjan Group Neskaupstaður / Fjáskrúðsfjörður / Akureyri / Ísafjörður www.fjardanet.is fjardanet@fjardanet.is Víðtæk þekking og reynsla í uppsetningu og gerð veiðarfæra Alhliða veiðarfæraþjónusta í höndum fagmanna Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem unnin var í samstarfi Mat­ ís, Primex ehf. á Siglufirði, Fjarðalax hf. og Ramma hf. sýna að sé sjávarfang með­ höndlað með kítósan þá aukast gæði og geymsluþol. Verkefnið naut stuðnings AVS sjóðsins. Primex hf. framleiðir kítósan en um er að ræða stórsameind sem unnin er úr kítíni í skeldýr- um en fyrirtækið framleiðir efn- ið úr rækjuskel. „Í verkefninu var því þróuð aðferð til að meðhöndla sjávar- fang með kítósani og mismun- andi blöndur efnisins prófaðar. Þrjár mismunandi sjávarafurðir voru valdar til prófunar; rækja, lax og þorskur. Niðurstöðurnar sýndu að ákveðnar blöndur kítósans hægja á skemmdarferl- inu, sérstaklega í heilum fiski. Mikilvægt er að meðhöndlun sé framkvæmd strax eftir veiði eða slátrun til að hámarka virkni meðferðarinnar og að kjörað- stæður séu fyrir hendi við geymslu fiskafurða,“ segir um niðurstöður verkefnisins í frétt frá Matís þar sem einnig er bent á mikla notkunarmöguleika kítósans. Efnið hefur mest verið notað sem fitubindiefni í melt- ingarvegi og við þróun á vörum til meðhöndlunar á sárum. „Enn annar eiginleiki þess er hamlandi áhrif á vöxt baktería sem kemur að góðum notum til að viðhalda gæðum matvæla. Það hentar einkar vel fyrir sjáv- arafurðir þar sem þær eru al- mennt viðkvæmar vörur með skamman geymslutíma þar sem skemmdarbakteríur dafna vel.“ Kítósan eykur gæði og geymsluþol sjávarfangs Rækjuskel er notuð í framleiðslu kítósans hjá Primex á Siglufirði. F réttir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.