Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2015, Qupperneq 15

Ægir - 01.03.2015, Qupperneq 15
15 Góð grásleppuveiði í vor þarf ekki að koma á óvart í ljósi nið­ urstaðna úr vorralli Hafrann­ sóknastofnunar en mælingarn­ ar sýndu rúmlega 40% hækkun stofnvísitölu grásleppu frá í fyrra. Sama vísitala var í lág­ marki árið 2013 og hefur hækk­ að tvö ár í röð. Hún er nú sú hæsta sem mælst hefur í 9 ár. Tillaga Hafrannsóknastofn- unar á grunni þessara mælinga voru að heildarafli á grásleppu- vertíðinni í ár verði 6200 tonn, eða sem nemur 2000 tonnum meiri en á vertíðinni í fyrra. „Hlutfall stórrar grásleppu (45-55 cm) er þó áfram lágt,“ segir í niðurstöðum stofnmæl- ingarinnar, „er nú um 7% af fjölda fiska, en var um fjórðung- ur fiska í hrygningarstofni í upphafi stofnmælingarinnar ár- ið 1985. Dreifing grásleppunn- ar í ralli í ár er austlægari en í fyrra. Merkingar sýna að grá- sleppan er á töluverðri hreyf- ingu eftir að hún kemur uppá grunnin og ferðast oft langar vegalengdir áður en hún veiðist. Það er því líklegt að ein- hver hluti grásleppunnar sem var fyrir Austurlandi og austan- verðu Norðurlandi þegar stofn- mælingin fór fram muni dreifa sér víðar með ströndinni. Grásleppu- vísitalan hækkar hratt Grásleppuvísitalan mældist lág árið 2013 en er nú orðin sú hæsta í 9 ár. Dreifing grásleppu í stofnmælingu, þ.e. fjöldi í togi, vorin 2014 og 2015. Hlutfall stórrar grásleppu (45-55 cm) í stofnmælingu botnfiska í mars 1985-2015. Skýringamyndir: Hafrannsóknastofnun Heildarvísitala grásleppu (þyngd) ásamt staðalfráviki úr stofnmælingu bornfiska í mars 1985-2015. R a n n sók n ir

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.