Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015
T
ækifæri er orð dagsins.
Við sjáum ekkert nema
tækifæri, segja bæði
Jón Páll Eyjólfsson, nýr
leikhússtjóri á Akureyri
og Sólveig Elín Þórhallsdóttir nýr
viðburðastjóri Menningarfélags Ak-
ureyrar. Formlegir titlar eru held-
ur lengri: Jón Páll er strangt til
tekið sviðsstjóri leiklistarsviðs
Menningarfélags Akureyrar. En
leikhússtjóri er stutt og laggott.
Menningarfélag Akureyrar tók
formlega til starfa um áramót. Í
því renna saman í eitt: Leikfélag
Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands og menningarhúsið
Hof.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson er
þriðji nýi sviðsstjórinn hjá félaginu;
tónlistarstjóri.
„Við leiðum saman þessi félög.
Hægt verður að nýta betur starfs-
fólk, húsakost, tækjabúnað og alla
þekkingu,“ segir Sólveig Elín þeg-
ar Morgunblaðið sest niður með
henni og Jóni Páli í vikunni.
Mjög spennandi
„Hof hefur hingað til ekki framleitt
listviðburði, heldur leigt út aðstöðu
til listamanna, ráðstefnuhaldara og
ýmissa annarra. Húsið var opnað
fyrir fjórum og hálfu ári og hefur
vægast sagt gengið vel. Það hefur
skapað sér góðan sess, hefur gott
orðspor og eiga fyrri stjórnendur
sannarlega hrós skilið fyrir upp-
byggingastarfið. Ég tel mig því
taka við mjög góðu búi af Ingi-
björgu Ösp [Stefánsdóttur, fv.
framkvæmdastjóra Hofs] og henn-
ar starfsfólki varðandi velvild,
verklagsreglur og allt skipulag. Nú
er boltinn hjá okkur og auðvitað
ætlum við að halda áfram því góða
starfi sem hér hefur verið innt af
hendi.“
Jón Páll segir sérstaklega spenn-
andi verkefni að „samþætta þetta
frábæra hús, mjög góða Sinfón-
íuhljómsveit og krafta Leikfélags-
ins. Það verður flott stærð og af
miklum metnaði og fagmennsku
held ég að hægt sé að setja upp
sýningar sem allir geta verið stoltir
af.“
Leikhússtjórinn hefur varpað
fram hugmyndum um borgarasenu,
sem hann kallar svo. „Þar kemur
að lykilorði í samfélaginu hér á Ak-
ureyri eða Íslandi, jafnvel heim-
inum öllum: hlutdeild. Hverjum
veitum við hlutdeild í frásögninni á
sviðinu? Hugmyndin er að borg-
arasenan verði einhverskonar
heimildarleikhús en samt unnið
með frásögn bæjarbúa og þær
spurningar sem brenna á samfélag-
inu. Það gefur slíku verkefni aðra
vídd ef það fær pláss hér á stóra
sviðinu, eða ef kammersveit verður
með þegar flutt verða dægurlög í
bland við frásagnir. Þetta er eitt af
því sem er mjög spennandi.“
Jón Páll kemur „að sunnan“ eins
og gjarnan er tekið til orða á Ak-
ureyri. Spurt er: Voru þessi spenn-
andi tækifæri ástæða þess að þú
sóttir um starfið?
„Ég er leikstjóri að upplagi. Hef
starfað sem slíkur óslitið í nær níu
ár og eðli starfsins er að maður
lærir sífellt eitthvað nýtt. Öðlast
nýja þekkingu og þarft að sam-
þætta hluti sem ef til vill hafa ekki
verið notaðir saman áður. Það er
nákvæmlega það sem er að gerast
hér núna. Allir þessir þættir, leik-
félag, menningarhús og sinfón-
íuhljómsveit, hafa virkað hver í
sínu lagi en ég kann mjög vel við
áskoranir eins og þær að samþætta
starfsemi þeirra.
Hitt er annað að hér gefst mér
tækifæri til að vinna miklu meira
„á gólfinu“ en annars staðar þar
sem menn þurfa meira að sitja og
horfa á mælana.“
Jón Páll virðist einmitt frekar sú
manngerð að vilja fylgjast náið
með því sem er að gerast á sviðinu
en sitja á skrifstofu og rýna í tölur.
Er það rétt mat?
„Leikstjóri þarf alltaf að fara
eftir áætlunum og halda vel utan
um kostnað og annað, þannig að ég
hef alltaf þurft að rýna í tölur! Það
er nefnilega mikill agi innan
listanna þótt það virðist ekki alltaf
ljóst, vegna hins ytra byrðis.
Það þarf aga og ótrúlega mikla
sjálfstjórn til að verða meistari yfir
hljóðfæri eða ná tökum á rödd
sinni í söng og leik. Það þarf aga
og þjálfun til að ná því sem virðist
svo óbeislað og óundirbúið á svið-
inu; það er einmitt galdurinn. Þar
fer saman óbeislaður frumkraftur,
öguð vinnubrögð og einbeittur
brotavilji til að gera eitthvað í sam-
tali við nærsamfélagið.“
Er hann ekki einn af þeim
óþekku í leiklistinni, innan gæsa-
lappa, og ekki í neikvæðri merk-
ingu? Einn þeirra sem vilja mjög
gjarnan ögra?
„Óþekkur? Ég veit það ekki en
held að hverju lýðræðislegu og
heilbrigðu samfélagi sé nauðsyn-
legt að einhverjir segi stundum
upphátt það sem enginn vill heyra.
Það hef ég gert og að minnsta
kosti síðustu ár í kærleika! Ásetn-
ingurinn er sá að reyna að fá fólk
til umhugsunar um hvar við erum
stödd og hvert við erum að fara.
Og hvort það sé raunverulega sú
leið sem við viljum fara.“
Stundum þarf að spyrja, segir
hann: Eigum við fyrir leigubílnum
heim? „Það er ekki endilega á
ábyrgð listamanna að spyrja slíkra
spurninga en þeir hafa tækifæri og
vettvang til að gera það, stundum
þannig að það sé afhjúpandi en
líka skemmtilegt.“
Jóni Páli líður best á mörkum
hins bærilega, eins og hann tekur
til orða. „Fegurðin er stundum
óbærileg þegar setið er og hlýtt á
góðan óperusöng eða góða sinfón-
íuhljómsveit spila. Í leikhúsinu eru
bæði sársauki og fegurð. Á þessum
stöðum birtist mannsandinn ein-
hvern veginn í allri sinni dýrð.“
Alþjóðlegt og alþýðlegt
Menningarstarfsemi berst oft í
bökkum og LA hefur ekki alltaf átt
fyrir leigubílnum heim. Hvernig
sér Jón Páll leikfélagið fyrir sér í
framtíðinni?
„Samþætting mannafla og allra
þeirra þátta sem nefnd voru í upp-
hafi er jákvæð rekstrarlega.
Saga sviðslista í Eyjafirði spann-
ar 150 ár: 1862 er skrifaður hér
dómur um sýningu, svo alþjóðlegur
að það er þingeyskur bóndi sem
skrifar á ensku um sýningu sem
leikin er af dönskum mönnum á ís-
lensku með dönskum epilogue –
eftirmála. Sagan er sem sagt bæði
fjölbreytt og alþjóðleg en vissulega
líka þyrnum stráð. Það er erfitt að
reka leikhús; það þarf þorp til að
gera list. Ég tel sóknarfæri nú og
svo hefur verið gengið frá hnútum
að leikfélagið kemur ekki á hækj-
um eða tognað inn í þetta sam-
starf. Hér mætast allir í augnhæð.“
Jón Páll segir Leikfélag Ak-
ureyrar alltaf hafa verið alþýðlegt
og aðgengilegt. „Við viljum fá fólk
í leikhúsið, ekki bara vegna þess að
það sé mikilvægt samfélagslega
heldur að þar sé eitthvað sem fólki
finnst forvitnilegt; að það langi til
að koma og upplifa eitthvað stór-
fenglegt.
Við verðum með stórar og fjöl-
skylduvænar sýningar en líka
minni og krefjandi verk. Við viljum
vera alþýðlegt og aðgengilegt leik-
hús þar sem bæjarbúar upplifa að
þeir eigi hlutdeild í frásögninni.
Það er það besta sem ég get lof-
að.“
Það hefur ekki verið í tísku eða
þótt sérstaklega flott að flytja í
mjög hátt póstnúmer – út á land.
Fannst honum það spennandi?
„Heimili manns er þar sem ást-
vinirnir og aðrir vinir eru,“ segir
Jón Páll. „Ég var hér í næstum tvö
ár sem leikari og leikstjóri þegar
Magnús Geir [Þórðarson] var leik-
hússtjóri. Við hjónin höfum núna
búið í miðborg Reykjavíkur – í 101
– í tæp 13 ár. Við höfum breyst og
miðbærinn hefur breyst og okkur
langaði að breyta til. Vorum raun-
ar á leiðinni út í sveit; ætluðum að
kaupa okkur ónýtt hús og gera það
upp en ákváðum síðan að flytja í
aðra borg. Akureyrar er höfuðborg
Norðurlands og hið íslenska borg-
arþorp. Við erum því aftur komin í
borgarstemningu.“
Þannig týnist tíminn, hefur verið
sungið töluvert upp á síðkastið.
Vegna styttri vegalengda en syðra
hefur fólk meiri tíma til ýmissa
hluta fyrir norðan.
„Við Jón Páll höfum bæði búið í
London og vitum hvað það er að
taka strætó og þrjár neðanjarð-
arlestir til að komast í skólann.
Það er allt önnur tegund af lífi!“
segir Sólveig og Jón Páll grípur
boltann á lofti: „Hvað þá að pródú-
sera leiklist. Ef vantar snúru í
London tekur það hálfan dag að
redda því!“
Þau segja Reykjavík hafa breyst
og nálgast útlandið að þessu leyti
og skipuleggja þurfi allt meira en
áður. „Hér plönum við lítið að
þessu leyti,“ segir Sólveig. Stutta
stund tekur að redda slíku.
Mörgum þykir mjög vænt um
gamla Samkomuhúsið. Þau segja
hlutverk þess verða enn meira en
áður eftir að Menningarfélag Ak-
ureyrar var sett á laggirnar.
„Samkomuhúsið er einstakt í
sinni röð. Það hefur að ráða yfir
einhverjum töfrum sem orð fá
Sólveig Elín Þórhallsdóttir
viðburðastjóri og Jón Páll
Eyjólfsson leikhússtjóri.
Á mörkum
hins
bærilega
MENNINGARFÉLAG AKUREYRAR HLEYPTI Á SKEIÐ UM
ÁRAMÓTIN ÞEGAR HOF, SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
NORÐURLANDS OG LEIKFÉLAG AKUREYRAR URÐU EITT.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
* Hverju lýðræð-islegu og heil-brigðu samfélagi er
nauðsynlegt að ein-
hverjir segi stundum
upphátt það sem
enginn vill heyra
Svipmynd