Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Side 15
varla lýst en allir finna fyrir sem koma þar inn, hvort sem það eru áhorfendur eða leikarar, hvort sem þeir eru að koma þar í fyrsta sinn eða ekki,“ segir Jón Páll. „Nú verður umgjörðinni breytt að því leyti að auðveldara verður að vera með fleiri viðburði en leik- sýningar húsinu. Hingað til hafa leikmyndir verið fastar meðan á sýningum stendur en í næstu sviðsetningum á eftir Lísu í Undrandi verður meg- inreglan sú að sviðsmyndina verður auðveldlega hægt að taka niður og nýta húsið meira. Þar getur orðið fjölbreyttari flóra viðburða; litlir söngtónleikar gætu farið þar fram og kammersveit haldið tónleika. Fólk gæti komið oftar í húsið en áður.“ Hver er heimamaður? Þar kemur viðburðastjórinn aftur til skjalanna. Hennar hlutverk verður meðal annars að raða við- burðum niður á húsin, ekki satt? „Jú. Þegar fólk leitar til okkar í Hofi vegna fyrirhugaðra viðburða erum við ekki bundin við Hamra- borg og Hamra, salina hér í Hofi. „Ráðstefna gæti farið fram í Sam- komuhúsinu, svo ég nefni dæmi. Ég hef einmitt áhuga á að efla enn frekar Akureyri sem ráðstefnubæ með tilliti til norðurslóðamála og norræns samstarfs, nýta þau tæki- færi vel og koma Akureyri meira inn á kortið sem fýsilegum kosti. Hér er öflugur háskóli og ýmsar stofnanir sem tengjast norðurslóða- málum sem við vitum að eru í ör- um vexti og. Ég vil endilega að við hjá menningarfélaginu tökum þátt í að laða hingað fleira fólk.“ Einstaka gagnrýnisrödd hefur heyrst síðustu misseri í þá veru að heimamenn standi nánast ekkert á sviði leikfélagsins. Skiptir máli hverjir eru sjáanlegir þar? „Hver er utanaðkomandi?“ spyr Sólveig á móti. Hún hefur búið á Akureyri í nokkur ár. „Ég var spurð að því um daginn hvort ég væri héðan og svaraði: Ég er Ís- lendingur. Hér á Akureyri urðu miklar umræður um það í haust hverjir væru Akureyringar og hvernig þeir væru í samanburði við aðkomumenn. Mér leiðist svona umræða; að mínu mati er þetta angi af rasisma.“ Jón Páll er fæddur og uppalinn í Keflavík. „Er ég Keflvíkingur? Ég bjó fimm ár í London. Er ég Lundúnabúi? Ég hef verið Reyk- víkingur og nú er ég að verða Ak- ureyringur. Það hver stendur á sviðinu skiptir frekar máli í öðru samhengi, ekki bara hvort það eru leikarar sem búa hér eða aðrir. Raunveruleikinn er sagan sem við segjum okkur sjálfum um okkur sjálf. Hver segir hana? Samfélagið er ekki eins og fyrir fimmtíu árum. Hér eru pólskir Ís- lendingar, filippseyskir og taílensk- ir Íslendingar. Þegar hugsað er um heimamenn þarf að velta fyrir sér hvernig samfélagið er samsett.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flestir þekkja Þorvald Bjarnasem rokkarann í Todmobileen sú góða hljómsveit er orð- in aldarfjórðungs gömul. Annað vita margir ekki: árum saman hef- ur Þorvaldur Bjarni unnið mikið við sinfóníska tónlist. Nýráðinn sviðsstjóri tónlistar- sviðs Menningarfélags Akureyrar flaug norður í gærmorgun og Morgunblaðið náði þar í skottið á honum. „Fyrir mig er það spenn- andi per se að vinna með sinfóníu- hljómsveit og þegar ég las starfs- lýsinguna þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um áður en ég sótti um. Það er svo raunverulegur bónus að fara í listrænt samstarf við leik- húsið því ég hef mikla reynslu af vinnu við sinfóníska tónlist í leik- húsi. Var til dæmis tónlistarstjóri í Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu, sú sýning var þrír og hálfur tími af sinfónískri tónlist.“ Átökin voru svo mikil í Vesaling- unum að Þorvaldur Bjarni léttist um fimm kíló á meðan unnið var að verkefninu! Nýstárlegur megr- unarkúr að stjórna hljómsveit … Verkefnum fjölgi Hann segir eitt af markmiðum sín- um að fjölga verkefnum Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands í sam- starfi við Hof og LA. Hún verði að hafa nógu mikið að gera. Í sjálfu sér þurfi ekki miklu að breyta, nema stefna að því að fastráða fastan kjarna hljóðfæraleikara þeg- ar fram líða stundir. „Aðalögrunin er að finna hljóm- sveitinni sérhæfingu. Hún getur ekki orðið eins og Sinfón- íuhljómsveit Íslands og verður allt- af litla systkynið en hér hefur ákveðinn kjarni unnið mjög fórn- fúst starf og miklu skiptir að hann hafi nóg að gera. Ég hef fundið í leikhúsverkefnum fyrir sunnan hvað hljóðfæraleikarar úr okkar ástkæru Sinfó eru í æðislegu formi. Það segir sig sjálft þegar hljóð- færaleikarar undirbúa nýja stóra tónleika í hverri einustu viku.“ Þorvaldur segir Guðmund Óla Gunnarsson, aðalstjórnanda SN frá upphafi, Brynju Harðardóttur og forvera hennar á stóli fram- kvæmdastjóra hafa unnið frábært starf í gegnum tíðina. „Þegar ég sá dagskrána sem þau voru búin að skipuleggja fram á vor varð ég eig- inlega fyrir vonbrigðum því þar var svo margt sem ég hefði getað hugsað mér að gera næsta vetur!“ Þorvaldur Bjarni er fæddur í Reykjavík. „Mér hefur alltaf fund- ist mjög spennandi kostur að flytja út á land. Fyrir mér hefur það ver- ið rómantískt. Ég gæti reyndar hugsað mér að vera vitavörður ein- hvers staðar á afskekktum stað. Eitt það frábæra við nútímann er að engu máli skiptir hvar unnið er ef þú ert nettengdur.“ Nú flyst hann út á land, en tek- ur fram að sú skilgreining eigi varla við um Akureyri. „Okkur hjónunum hefur alltaf fundist við vera að fara í borgarferð til út- landa þegar við komum hingað. Hér eru frábærir veitingastaðir, mikil menning og þrælgott skemmtanalíf! Að koma hingað er eins og að fara í hina borgina.“ Todmobile hefur margoft spilað á Akureyri í gegnum árin. „Uppá- haldstónleikastaður Todmobile er Græni hatturinn og það breytist ekki þótt við séum núna í Hofi. Haukur Tryggvason hefur unnið æðislegt starf á Græna hattinum og hann verður áfram í uppáhaldi en hver veit nema Hof verði það líka eftir tónleikana 17. janúar.“ Sinfóníski rokkarinn er nýtekinn til starfa og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands honum því ofarlega í huga. Ekki bara vegna nýja starfs- ins heldur vill svo skemmtilega til að hann verður á sviðinu með sveitinni um næstu helgi, vopnaður tólf strengja gítar, þar sem Tod- mobile kemur fram með Steve Hackett úr þeirri goðsagnarkenndu sveit, Genesis. „Það er frábært tækifæri,“ segir Þorvaldur Bjarni. Hugmyndin kviknaði löngu áður en hann var ráðinn til starfa nyrðra en segir verkefnið óneit- anleg upplagt til þess að kynnast hljómsveitinni innanfrá. „Bókstaf- lega. Ég sit og spila með hljóm- sveitinni og skynja dýnamíkina í hópnum. Það verður lúxus.“ Rakið að heyra í Atla! Þorvaldur Bjarni vill fjölga verk- efnum SN, sem fyrr segir, en hann vill líka ná til nýrra áheyrenda. „Hljómsveitin þarf að finna sér far- veg til þess. Margir þekkja sinfón- íska tónlist til dæmis aðallega í gegnum kvikmyndir og þá þarf kannski að nálgast verkefni þeim megin frá. Eitt helsta kvikmynda- tónskáld dagsins í dag, Atli Örv- arsson, sem lengi hefur starfað í Los Angeles, er héðan.“ Er hinn nýi sviðsstjóri tónlistar að boða samstarf við Atla? „Það er a. m. k. alveg rakið að heyra í honum! Við unnum saman í gamla daga og erum góðir vinir. Auðvitað mun ég leita ráða hjá honum varðandi kvikmyndatónlist og kannski getum við fundið sam- starfsgrundvöll í framtíðinni.“ Sinfóníski rokkarinn vill fjölga verkefnum Þorvaldur Bjarni fyrir utan Hof á Akureyri. Hetjan Hackett til hægri! „ÞEGAR ÉG LAS STARFSLÝS- INGUNA ÞURFTI ÉG EKKI AÐ HUGSA MIG LENGI UM,“ SEGIR ÞORVALDUR BJARNI ÞORVALDSSON, NÝRÁÐINN SVIÐSSTJÓRI TÓNLISTAR- SVIÐS MENNINGARFÉLAGS AKUREYRAR. * Eitt helstakvikmynda-tónskáld dagsins í dag, Atli Örvarsson, er héðan. Það er að minnsta kosti alveg rakið að heyra í honum! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.