Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Fjölskyldan Perlur eru sígildar sem dægradvöl fyrir fjölskylduna alla. Stórar perlur henta minnstufingrunum en eftir því sem fingurnir stækka ráða þeir við minni perlur. Með smágrúski á síðum eins og Pinterest og fleirum má finna góðar hugmyndir. Benda má einnig á vefsíð- una hamabeadpatterns.co.uk sem hefur að geyma fjölda perluuppskrifta. Perlað út í eitt S érfræðingarnir virðast vera á einu máli um að einn hæfileiki, öðrum framar, komi fólki áfram í lífinu. Þetta er hæfileiki sem við bjuggum öll yfir sem börn, en glutruðum smám saman niður, fyrir utan – að því er virðist – fáa útvalda sem skara fram úr hver á sínu sviði. Þessi hæfileiki er skapandi hugsun. Ingibjörg Petra Guðmunds- dóttir er grafískur hönnuður að mennt og með meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Ís- lands. Ingibjörg segir það mik- inn misskilning að skapandi hugsun sé eitthvað sem ekki má læra og í janúar og febrúar heldur hún námskeið sem kennir einmitt þetta: að hugsa skap- andi. Námskeiðið heldur hún í vinnustofu sinni í Borgartúni 3, á 4. hæð. Kennslan hefst 16. janúar og verður kennt fjóra föstudaga, annars vegar frá kl. 10 til 12 og hins vegar kl. 13 til 15. Skrá má þátttöku með tölvu- pósti á netfangið ingibjorgpet- ra@gmail.com eða í síma 690- 3169 milli kl. 13 og 16. Óttumst álit annarra Ingibjörg Petra segir vanda margra ekki endilega skortinn á getu til að hugsa frumlega, held- ur vantar fólk kjarkinn til að þora að tjá hugmyndir sínar og láta á þær reyna. Hún bendir á hvernig óttinn við neikvætt álit annarra, og eins konar spé- hræðsla, aukist eftir því sem við eldumst og haldi meir og meir aftur af okkur. Börn í leikskóla skapa og tjá sig hispurslaust en með aldrinum virðast börnin læra að það sé afleitt að gera mistök eða skera sig úr hópnum. „Og ef eitthvað er virðist þessi feimni og sjálfsgagnrýni koma enn sterkar fram hjá stelpunum, sem svo oft eru með storkleðrið á fljúgandi ferð og finnst það sem þær skapa aldrei nógu gott og aldrei nógu flott.“ Námskeið Ingibjargar felst meira í æfingum en fyrirlestrum. Hún mun stilla stærð námskeiðs- hópanna mjög í hóf og vinna æfingar sem þjálfa þann mik- ilvæga hæfileika að þora að gera sjálfan sig að fífli. „Skapandi hugsun snýst um ákveðið æðru- leysi. Æfingarnar sem við gerum snúast um að brjóta ísinn, róa hugann, efla einbeitinguna og jafnvel styrkja öndun og efla röddina. Ég leitast við að kenna nemendunum að horfa á heiminn í öðru ljósi, tileinka sér ákveðna tegund þrautseigju og komast yfir mestu hræðsluna.“ Ekki bara treflar og latte Þegar hér er komið sögu gæti námskeiðið verið farið að hljóma eins og hálfgerður sjálfshjálpar- kúrs. Eða hvað hefur öndun að gera með skapandi hugsun? Og er þá ekki skapandi hugsun bara fyrir mjúku týpurnar, með treflana og latte-bollana? Ingi- björg Petra segir þvert á móti að allir eigi erindi á námskeiðið og þar á meðal jakkafataklæddu manngerðirnar sem þykir kannski pínleg tilhugsunin að gera raddæfingar fyrir framan hóp af ókunnugu fólki. Raunar er það mikill misskiln- ingur að skapandi hugsun eigi bara við listræn viðfangsefni. Á öllum sviðum lífsins, hvort held- ur í starfi eða einkalífi, er feng- ur í því að geta og þora að hugsa út fyrir rammann. „Við sjáum t.d. iðulega að þeir starfs- menn eru verðmætastir sem hafa getuna til að hugsa á skapandi hátt. Þetta er fólkið sem kemur með nýju hugmyndirnar og ný- sköpunina. Á meðan reka hinir lestina sem halda sig innan þægindarammans og þykir best að gera hlutina alltaf eins.“ „Þetta reddast“ Ef eitthvað er verður skapandi hugsun meira ómissandi eig- inleiki með hverju árinu, og erf- itt að vera án getunnar til að þora að breyta til, víkja frá kunnuglega mynstrinu og spreyta sig á nýjum áskorunum. „Auðvelt er að festast í van- anum, hvað þá þegar allar horf- ur eru á að framundan sé lygn sjór og nóg af vinnu. En und- anfarin ár ættu að hafa kennt okkur að hlutirnir geta breyst þegar minnst varir og breytast þá mjög hratt. Þar standa þeir betur að vígi sem hafa tileinkað sér sveigjanleika og kunna að koma auga á óhefðbundnu mögu- leikana. Hinir eiga erfiðara upp- dráttar sem hafa leyft sér að festast á ákveðnum stað og tam- ið sér að hugsa aðeins innan þröngs afmarkaðs ramma.“ Góðu fréttirnar eru svo að skapandi hugsun, drifkraftur og athafnagleði virðist rík í íslensk- um sálum. Er alkunna að borið saman við margar þjóðir eru Ís- lendingar síður hræddir við að taka áhættu með áhugaverðar hugmyndir. „Þetta reddast“ er fyrir löngu orðið óformlegt mottó þjóðarinnar. Réttu æfing- arnar eiga að geta leyst úr læð- ingi þennan hæfileika hjá þeim sem hafa leyft kvíða, feimni, sjálfsritskoðun og óframfærni að hefta sig. „Kannski er þetta smæð sam- félagsins sem hjálpar okkur. Við sjáum það og lesum daglega að allt í kringum okkur er fólk sem hefur tekið af skarið, og aðgeng- ið er líka gott að stuðningi og góðu fólki til að gera hugmynd- irnar að veruleika. Að vísu má á sama hátt segja að smæðin geti verið hindrun því við vitum vel að þeir sem reyna og mistekst eiga á hættu að verða á milli tannanna á fólki. Sést þar aftur vel að þeir sem hafa náð hvað lengst eru einmitt þeir sem geta látið þetta umtal sem vind um eyru þjóta og eru strax byrjaðir að láta reyna á aðra góða hug- mynd ef sú fyrri reyndist ekki ganga upp.“ SPÉHRÆÐSLAN HELDUR AFTUR AF OKKUR Skapandi hugsun er lykillinn að árangri „Kannski er þetta smæð samfélagsins sem hjálp- ar okkur. Við sjáum það og lesum daglega að allt í kringum okkur er fólk sem hefur tekið af skar- ið, og aðgengið er líka gott að stuðningi og góðu fólki til að gera hugmyndirnar að veru- leika,“ segir Ingibjörg Petra Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Þórður INGIBJÖRG PETRA GUÐMUNDSDÓTTIR SEGIR SKAPANDI HUGSUN STUNDUM KALLA Á AÐ ÞORA AÐ GERA SIG AÐ FÍFLI. SJÁLFSRITSKOÐUN OG ÓFRAMFÆRNI HELDUR AFTUR AF FÓLKI. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Richard Branson er gott dæmi um mann sem hugsar á skapandi hátt og hefur í krafti frumleikans hér um bil náð að leggja undir sig heiminn, og geiminn. Reuters * Ef eitthvað ervirðist þessifeimni og sjálfs- gagnrýni koma enn sterkar fram hjá stelpunum, sem svo oft eru með strokleðr- ið á fljúgandi ferð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.