Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing Hunang fyrir svefninn AFP *Ef fólk á í erfiðleikum með svefn getur verið gott að drekkaheitt vatn blandað með einni til tveimur teskeiðum af hunangi.Þetta gamla húsráð er stutt af lækninum Ron Fessenden semskrifaði bókina The Honey Revolution.Hunangið á að veita lifrinni fullkomnaorku fyrir nóttina og styðja við fram-leiðslu melatóníns. Hunangið verður þó að vera hrátt og lífrænt til að hafa þessi góðu áhrif. E ins og allar aðrar ofurhetjur er Þóra Þorsteinsdóttir með dagvinnu en hún starfar sem geislafræð- ingur hjá Sjúkrahúsinu á Selfossi. Óhætt er að kalla Þóru ofurhetju en hún hefur hreppt titilinn sterk- asta kona Íslands tvisvar, árin 2010 og 2013 en í fyrra tapaði hún með einu stigi fyrir Ingibjörgu Lilju Kristjánsdóttur. Á sumrin keppir hún í hálandaleikum og aflraunum og segir samfélagið í kringum keppnirnar vinalegt og samheldið. Núna er hún búin að bæta einni íþrótt við en hún hélt utan í lok nóvember til Jakútíu í Síberíu í Rússlandi þar sem hún keppti í keflisglímu (síberískri MAS-glímu). Með í för voru Sölvi Fannar Við- arsson, sem einnig keppti á mótinu, Magnús Ver Magnússon, kraftajötunn og heiðursgestur á mótinu, María Shishigina-Pálsson, sem á ættir að rekja til Jakútíu og Eva Björk Ægisdóttir ljósmyndari. Mótið fór fram í Jakútsk, höfuð- borg Jakútíu, dagana 29. og 30. nóvember síðastliðinn. Þóra tók sér hlé frá annasömum störfum sínum á sjúkrahúsinu til að ræða við blaðið um þessa æv- intýraför, sem í ljós kom að var nokkuð óvænt. Stuttur fyrirvari „Sölvi Fannar hringdi í mig og sagði mér frá keppninni og að okk- ur stæði til boða að fara. Fyrirvar- inn var innan við hálfur mánuður,“ segir Þóra sem lét það ekki stöðva sig. „Það var gríðarlega mikið æv- intýri að ferðast á þessar slóðir og sjá þennan fjarlæga heimshluta en mér gekk ekkert sérstaklega vel í glímunni sjálfri,“ segir hún en ef til vill mátti búast við því þar sem Þóra hefur ekki reynslu í þessari keppnisgrein. „Við fengum tvær æfingar fyrir keppnina svo ég hafði örlitla hugmynd um hvernig regl- urnar virkuðu. Ég fékk eina við- ureign og það voru tvær glímur í henni við sömu konuna. Ég tapaði þeim og var þar með slegin úr keppni. Ég var grútspæld,“ segir hún en svo þegar kom í ljós að konan sem vann hana var sann- arlega öflugur mótherji og lenti í þriðja sæti keppninnar urðu von- brigðin ekki eins mikil. Þóra segir íþróttina síberíska og mikið stundaða á þessum slóðum. Hún hafði þrátt fyrir úrslitin mikla ánægju af glímunni. „Glíman sjálf er gríðarlega skemmtileg. Það kom mér á óvart hvað þetta reynir svakalega á lík- amann. Maður situr á gólfinu, er að hreyfa sig fram og til baka og það eru ýmsar brellur notaðar eins og að snúa sér og fleira sem maður kann ekki alveg nýbyrjaður. Það er ótrúlegt að horfa á glímuna. Karl- mennirnir keppa berir að ofan og maður sér að það er hver einasti vöðvi í líkamanum spenntur. Glím- an snýst ekki um að sitja og toga, þetta eru svakaleg átök.“ Hún segir óskandi að þessi íþrótt verði tekin upp hér, það ætti að vera auðvelt þar sem lítinn bún- að þarf og hún hefur trú á að það yrði áhugi á henni. Hárin í nefinu frjósa Hávetur með 35 stiga frosti ríkti í Jakútsk. „Það var rosalega kalt en allt öðruvísi kuldi en hérna heima. Það var alveg stilla og allt í lagi að vera úti í þessu vel klæddur og á hreyfingu. Maður finnur að það frjósa hárin í nefinu,“ segir hún en ferðalagið tók sex daga með stoppi í Moskvu, sem hún segir hafa verið heilmikla upplifun út af fyrir sig. „Við vorum líka heppin að ferðast með konu frá Jakútsk og fengum því meiri kynningu á landi og þjóð en aðrir keppendur.“ Magnús Ver var heiðursgestur á mótinu og segir Þóra hann greini- lega vel þekktan. „Hann var í há- vegum hafður og það var gaman að fylgjast með því hvað hann er stórt nafn. Það vita allir hver hann er.“ Glaður og samrýmdur hópur Hún hefur sjálf reynslu af afl- raunamótum og segir þetta skemmtilegan félagsskap. „Þetta eru auðvitað óhefðbundnar íþróttir sem rúmast ekki innan sambanda. Þetta er góður félagsskapur og það ríkir mikil eining hjá íþróttamönn- unum. Ég hef oft keppt í útlöndum og eignast alltaf marga nýja vini í þessum ferðum. Það eru allir glaðir og samrýmdir.“ Vissirðu alltaf að þú værir svona sterk? „Já, ég held ég hafi alltaf verið svolítið sterk í mér. Það er mikið kraftafólk í fjölskyldunni minni,“ segir hún og játar því aðspurð að miklar æfingar þurfi síðan til að halda sér í formi. Hún hefur æft júdó síðustu tvö ár og æfir enn- fremur aflraunir og fyrir hálanda- leika en hún er Íslandsmeistari í hálandaleikum. Hún segir samt ekki nóg að vera bara sterkur til að ná árangri í afl- raunum. „Það er ekki nóg hafa sterka vöðva, maður verður að vera sterkur í hjartanu og heil- anum til að geta komist alla leið. Styrkurinn kemur manni áleiðis en svo verða hinir hlutirnir að vera í lagi svo allt gangi upp.“ Þóra fékk eina viðureign í keppninni sem samanstóð af tveimur glímum við sömu konuna. Hún tapaði en hafði gaman af glímunni. Ljósmyndir/Eva Björk ÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR ER AFLRAUNAKONA SEM KEPPIR Í HÁLANDALEIKUM OG NÚ SÍBERÍSKRI KEFLISGLÍMU Ekki nóg að hafa sterka vöðva ÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR FÓR Í ÆVINTÝRAFÖR TIL JA- KÚTSK Í SÍBERÍU TIL AÐ KEPPA Í HEIMSMEISTARA- KEPPNINNI Í KEFLISGLÍMU. HÚN HEFUR TVISVAR HREPPT TITILINN STERK- ASTA KONA ÍSLANDS. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ferðafélagarnir Eva Björk Ægisdóttir, Sölvi Fannar Viðarsson, Magnús Ver Magnússon, Þóra Þorsteinsdóttir og María Shishigina-Pálsson. Frostið var mikið og bílarnir oftar en ekki gamlir eins og þessi lögreglubíll. * Karlmennirnirkeppa berir aðofan og maður sér að það er hver ein- asti vöðvi í líkam- anum spenntur. Glíman snýst ekki um að sitja og toga, þetta eru svakaleg átök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.