Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 26
Heimili og hönnun *Caveman Factory hefur sett á markað vöru, Anton, sem leysir al-geng vandamál sem geta komið upp í eldhúsinu. Anton er skálmeð síu og röri sem auðveldar fólki að skola ávexti og grænmetimeð því að leggja þau í skálina og leyfa krananumað skola á meðan vatnið rennur jafnt og þéttí vaskinn. Einnig er skálin hentug þegarbúið er að sjóða matvöru, s.s. pasta eða grænmeti. Hægt er að panta skálina á vef- síðunni cavemanfactory.com. Lausn á algengum vandamálum Í gömlu húsi á Bergstaðastræti í Reykjavík hefur Kría innréttað einstaklega fallega íbúð í anda húss- ins. Mikil lofthæð og stórir gluggar setja svip á sjarmerandi heimili fjölskyldunnar. „Flestir hlutirnir á heimili mínu eiga sögu á bak við sig og það heillar mig mikið, þetta eru hlutir sem ég hef fengið notaða eða gefins. Að vita hver fyrri eigand- inn er og hver saga hans var finnst mér gera hlutinn eða húsgagnið persónulegra og hugsa það þannig að ég sé að taka við hlutnum af þeirri manneskju og fá að hlúa að honum á mínu heimili. Margt af því sem ég á kemur frá ömmu minni, Fransisku, sem er mér mjög kær,“ segir Kría og bætir við að heimili verði að vera staður þar sem heimilisfólkinu líður vel og að bæði hlutir og tilfinning íbúðarinnar endurspegli íbúana. „Heimilið þarf ekki að vera fullkomið í alla staði held- ur á það að vera notalegt og persónulegt, akkúrat sem íbúðin mín er, hún segir mikið um okkur, mig og börn- in mín, sem er bara gott.“ Kría segir heimililisstílinn einkennast af bóhemískri ringulreið. „Ég elska fallega hluti og er algjör safnari í mér. Ég hitti oft á skrítið dót sem enginn myndi líta á nema ég. Ég fæ oft að heyra frá vinum mínum að hlutir séu mjög „Kríulegir“, sem er þá eitthvað skemmtilegt og skrítið sem enginn gæti hugsað sér nema ég. Ég á til dæmis mjög fallega gamla brauðrist sem ég fann í Kolaportinu. Það er hálfgerð athöfn að rista brauð í henni því það þarf að snúa brauðinu við svo það sé ristað báðum megin. Þetta er svona sunnudags- athöfn á heimilinu sem krakkarnir hafa mjög gaman af. Ég sanka líka að mér alls konar fígúrum í litla prentarahillu sem ég held mjög mikið upp á. Hlutir sem finnast oft óvart í vösum, hlutir sem krakkarnir finna úti eða eitthvað þvíumlíkt endar í þessari hillu. Samansafn af alls kyns skemmtilegum hlutum fær stundum að koma niður úr hillunni og taka þátt í æv- intýrum Flókaskotts.“ Kría segir eldhúsið í miklu eftirlæti hjá heimilisfólk- inu og þar verji þau miklum tíma saman. „Við eyðum löngum stundum þar við eldhúsborðið eftir skóla, leikskóla og vinnu. Hefðbundin sena í eld- húsinu eftir vinnudag er ég að stússa eitthvað við mat- inn og börnin að leika sér á elhúsborðinu. Að taka „litasessjón“ er mjög vinsælt ásamt því að byggja heilu geimförin og pláneturnar úr kubbum og allt fer þetta fram á eldhúsborðinu. Það má segja að eldhús- borðið mitt hafi mikla reynslu.“ Aðspurð hvað sé á óskalistanum inn á heimilið segir Kría falleg verk á veggina. „Það er eitthvað við það að vera grafískur hönnuður og að vera voðalega lengi að ákveða og velja hluti til að setja á veggina hjá sér, allavega í mínu tilviki. Ég þarf að fara að tala við vini mína um að hanna fyrir mig meistaraverk til að setja upp á veggina hjá mér.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Kría Benediktsdóttir hefur komið sér og börnum sínum tveimur, þeim Fransisku Mirru, níu ára, og Guðmundi Flóka, fjögurra ára, vel fyrir á Bergstaðastrætinu. Fallegir munir, mikil lofthæð og upprunalegur stíll einkenna heillandi heimilið. BJÖRT ÍBÚÐ Á BERGSTAÐASTRÆTI Mikilvægt að hlutir hafi sögu KRÍA BENEDIKTSDÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR, BÝR ÁSAMT BÖRNUM SÍNUM TVEIMUR, ÞEIM FRANSISKU MIRRU OG GUÐMUNDI FLÓKA, Í FALLEGU GÖMLU HÚSI VIÐ BERGSTAÐASTRÆTI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Kría segir heimilisstílinn einkennast af eins konar bóhemískri ringulreið, eða blöndu af gömlum hlutum með sögu og nýrri hönnun. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.