Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Side 32
Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður bauð heim í ítalska matargerð á vormán- uðum. Fyrir 6-8 Handfylli af þurrkuðum villisveppum 1 tsk. kóríanderfræ 1 tsk. þurrkaður rauður chili-pipar 2 tsk. óreganókrydd 1 kg kúrbítur, skrældur og skorinn í ca. 2,5 cm þykka bita ólífuolía 200 g ricotta-ostur nokkur lauf ferskt marjoram 4 hvítlauksrif 2 laukar, fínhakkaðir nokkrir rósmarínstilkar, smátt skornir 800 g niðursoðnir tómatar í bitum 50 g smjör 400 g baby-spínat múskat 200 g kotasæla 1 lúka niðurrifinn parmesanostur 2 pakkar lasanjablöð, helst fersk nokkur salvíublöð Hitið ofninn í 200°C. Setjið sveppina í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir. Setjið til hliðar. Merjið kóríander, chili og óreganó í mortéli. Setjið kúrbítinn í eldfast mót og dreifið ólífuolíu yfir. Hellið hluta af kryddblöndunni úr mortélinu saman við. Blandið vel saman, dreifið jafnt í mótið og grillið í 45 mínútur eða þar til kúrbít- urinn er orðinn mjúkur og gylltur á könt- unum. Setjið ricotta-ostinn á meðan í lítið eldfast mót, úðið yfir ólífuolíu og kryddið. Dreifið marjoramlaufunum yfir og grillið svo í ofninum með kúrbítnum síðustu 15 mín- úturnar. Takið bæði formin þá út og setjið til hliðar. Lækkið ofninn í 200°C. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið helminginn af hvítlauk- num þar til hann er gylltur. Bætið lauk og rósmaríni saman við og látið malla í 10 mín- útur, þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Hellið vatninu af sveppunum – en geymið vatnið – og skerið þá niður. Setjið sveppina á pönnuna með lauknum og steikið í 2-3 mín. Setjið nú tómatana, hluta af sveppa- vatninu og hluta af kryddblöndunni saman við. Fáið suðuna upp, lækkið þá hitann og látið malla í 15 mínútur þangað til blandan er orðin þykk. Setjið smjör á pönnu og steikið afganginn af hvítlauknum. Bætið spí- natinu saman við. Blandið öllu vel og bætið vel af múskati saman við. Blandið kotasælu og parmesanosti í skál og kryddið með hluta af kryddblöndunni. Sjóðið lasanjaplöturnar í örstutta stund í vatni, bara rétt til að fá þær til að mýkjast örlítið. Ein mínúta getur verið fínn tími, en passið að ofsjóða þær ekki. Smyrjið eldfast mót og byrjið að leggja lasanjaplöturnar í botninn. Takið svo hluta af grillaða kúrbítnum og dreifið ofan á. Blandið saman við kúrbít hluta af bakaða ricotta- ostinum. Þar næst kemur nýtt lag af las- anjaplötum og ofan á það blanda af spínat- blöndunni og tómötunum. Endurtakið frá byrjun. Endið á að hafa kotasælublönduna efst, úðið ólífuolíu yfir, setjið salvíublöð efst. Látið inn í ofn í 40-45 mínútur eða þangað til rétturinn er orðinn gylltur að lit og kant- arnir krauma. Látið standa í fimm mínútur áður en rétturinn er borinn fram. Kúrbítslasanja 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Matur og drykkir BESTU AÐALRÉTTIR OG MEÐLÆTI ÁR Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, og Hrönn Margrét Magn- úsdóttir, framkvæmdastjóri Ankra, skipulögðu matarboð í Garðabæ í sumar. 170 g lúða á mann smjör olía salt svartur pipar Skerið lúðuna í mátulega stóra bita. Bræðið smjör á pönnu og bætið olíu við svo að smjörið brenni ekki við í steikingunni. Setjið lúðuna á rjúkandi heita pönnuna og saltið vel. Hér var notað salt frá Norðursalti sem kokk- urinn er afar hrifinn af en honum finnst best að pipra eftir á svo piparinn brenni heldur ekki við á pönnunni. LAUKMAUK 1 laukur ½ chili-pipar 2 hvítlauksgeirar 1 meðalstór kartafla 1 meðalstór blaðlaukur 300 ml fiskisoð 15 g smjör Skerið laukinn í tvennt eftir endilöngu og svo í mjög fínar sneiðar. Skerið kartöfluna nið- ur á sama hátt. Saxið hvítlauk- inn og chili-piparinn fínt niður og steikið svo laukinn, kart- öflu, hvítlauk og chili upp úr smjörinu í um það bil 7 mín- útur. Bætið þá blaðlauknum saman við en hann er skorinn eftir endilöngu og svo saxaður þvert í litla bita. Steikið þá allt saman þar til kartaflan er orð- in lin. Bætið þá fiskisoðinu saman við og sjóðið niður í ¾. Því næst er blandan tekin, sett í matvinnsluvél og maukuð í þykkt mauk. Lúða með laukmauki Ellefu vinkonur úr Bollywood-dansinum komu saman og elduðu saman indverskan mat, með þær Hallveigu Rúnarsdóttur söngkonu og Margréti Erlu Maack fjölmiðla- konu í fararbroddi. Daginn áður 1 stórt lambalæri (2,5-3 kg) 2 litlir laukar 6 hvítlauksrif 2 cm engiferrót 2 græn chili, fræhreins- uð 50 g möndlur 2 dósir hrein jógúrt 2 msk. broddkúmen (cumin) 3 msk. kóríanderduft ½ tsk. chili-duft 1 tsk. garam masala 2 tsk. maldon-salt Á eldunardag 4 msk. grænmetisolía, t.d. Isio 4 eða sól- blómaolía 10 grænar karde- mommur 7 negulnaglar 8 svört piparkorn 2 kanelstangir ristaðar möndluflögur til að dreifa yfir kjötið að eldun lokinni Grófskerið laukinn, hvít- laukinn, engiferið, möndl- urnar og chili-ávextina og maukið saman í mat- vinnsluvél eða með töfra- sprota. Hrærið kryddinu út í jógúrtina og blandið svo lauk-möndlublöndunni sam- an við. Snyrtið lærið lítillega og skerið djúpar raufar í kjötið. Setjið lærið í eldfast fat eða ofnpott og nuddið maríneringunni inn í kjötið og raufarnar allan hringinn. Pakkið restinni af maukinu á lærið og vefjið plastfilmu ut- an um fatið. Geymið í ísskáp í sólarhring. Takið kjötið úr ísskáp um miðjan dag daginn eftir svo það nái stofuhita áður en byrjað er að elda. Kveikið á ofninum á 160° þrem tímum áður en áætlað er að borða og takið plastið utan af kjöt- inu. Hitið olíuna á pönnu og „vekið“ heila kryddið, leyfið því að krauma í nokkrar mínútur þangað til fer að koma ilmur af því. Hellið að því búnu olíunni yfir kjötið í fatinu, pakkið vel inn í álpappír eða setjið lok- ið á ofnpottinn og hafið í ofninum í einn og hálfan tíma. Að þeim tíma liðnum er álpappírinn tekinn af og lærið steikt í klukkutíma í viðbót. Ausið með vökv- anum í fatinu á 10 mínútna fresti svo kjötið haldist safa- ríkt. Að steikingu lokinni þarf kjötið að hvíla sig í 20 mínútur. Dreifið ristuðum möndlu- flögum yfir lærið og berið fram á fati með vökvanum úr fatinu í sósukönnu. Lambalæri masala raan Úlfur Uggason matreiðslumeistari bauð foreldrum, systkinum, mökum þeirra og ömmu upp á ljúffengt fiskmeti, heimareykt kjöt og girni- legt meðlæti í lok sumars. 300 g bankabygg 150 g gulrætur, skorn- ar í teninga 50 g skalottlaukur, fín- saxaður 20 g engifer, marið og saxað 4 hvítlauksgeirar, marðir og saxaðir 1 búnt graslaukur, sax- aður 1 l gulrótarsafi 4 dl rjómi Sjóðið byggið í gulrót- arsafanum og vatni, ásamt engifer, hvítlauki og ska- lottlauki. Þegar byggið er orðið vel mjúkt og mestur vökvi gufaður upp má rjóminn fara út í. Látið krauma í fáeinar mínútur en passið vel að blandan brenni ekki við. Saltið og piprið eftir smekk. Bankabygg með engifer og gulrótum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.