Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 38
Vantar einhvern snjallbelti eða fljótandi hátalara? NÝJASTA TÆKNI VAR KYNNT Á ALÞJÓÐLEGU SÝNINGUNNI CES SEM ER SÚ STÆRSTA Í VERÖLDINNI ÞAR SEM NÝJASTA NÝTT ÚR HEIMI UPPFINNINGA OG TÆKJA FYRIR AL- MENNAN NEYTENDAMARKAÐ ER TIL SÝNIS. EINS OG HIN FYRRI ÁR ER FJÖLBREYTNIN MIKIL. UM 150.000 SÆKJA SÝNINGUNA ÁR HVERT OG YFIR ÞRJÚ ÞÚSUND FRAMLEIÐ- ENDUR OG HUGVITSMENN SÝNA ÞAR AFURÐIR SÍNAR. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is AFP Belty er nafn á belti frá franska fyrirtækinu Emiota. Beltið fylgist beinlínis með mittismálinu. Þegar notandi sest niður og beltið skynjar að það þrengir að belgnum þá víkkar það sjálfkrafa. Þegar notandi stendur upp aftur þrengist beltið aftur í hæfilega stærð. Beltið getur einnig látið þann sem það ber vita ef mittismálið eykst óhóflega. Varan er enn í þróun og allt á huldu með hvort neytendur munu einhvern tímann gerast svo djarfir að setja Belty í jólapakkann. AFP Margir vilja rækta sitt grænmeti sjálfir en plássleysi getur verið vandamál. Kínverska fyrirtækið XYZprinting hefur mest verið í þrívíddarprenturum en hefur einblínt meira á svokallaða græna tækni á undanförnum árum. Á CES-sýningunni kynnti fyrirtækið Green Box, lítið heimagróðurhús sem hægt er að nota til rækt- unar. Nettum gróðurkössunum er hægt að stafla upp á nokkrar hæðir eftir því sem hentar í því rými sem á að nota þá í. AFP Giroptic 360cam myndbandsupp- tökuvélin hefur útlit vélmennis en býður mikil myndgæði (full HD) og getur myndað 360 gráður án þess að henni sé snúið. Fyrir- tækið Giroptic kynnir þessa vél sem þá fyrstu í heimi sem er bæði með full HD og líka möguleikann á að taka myndir í heilan hring. AFP Venessa Hsu fékk að mæta á CES-sýninguna á náttfötunum. Ástæðan er sú að hún sýndi eyrnabandið AcousticSheep frá LLC. Bandinu er ætlað að hjálpa þeim sem glíma við svefntruflanir til að bæta svefn sinn. AFP Klæðanleg tækni hefur komið fram í aukn- um mæli á undanförnum árum. Nú er ekki nóg að eiga snjallsíma heldur vilja tækni- framleiðendur að við klæðumst ýmsum „snjöllum“ útbúnaði. Fyrirtækið InBody sýndi armband sem fylgist með líkams- starfsemi og hreyfingu þess sem það ber. AFP Fljótandi hátalarinn Air2 frá fyrirtækinu Axxess CE var kynntur á sýning- unni. Hönnun hans vakti athygli enda ekki á hverjum degi sem hátalari í lausu lofti er til sýnis. Fyrirtækið hlaut verðlaun á sýningunni fyrir hönn- unina og bíður þess nú að fá einkaleyfi á þessum fagurskapaða tæknigrip. AFP Hjólið sem sýnt er á CES sýningunni í Las Vegas sem fram fór í vikunni lítur ósköp vanalega út. En það er hins vegar búið svoköll- uðum snjallpedala. Sé hjól- inu rænt er hægt að finna það aftur með aðstoð snjall- síma því hinn pedalinn frá Connected Cycle er með staðsetningarbúnaði þannig að hann er hægt að rekja. Tilgangur tækninnar í snjallpedalanum er þó ekki aðeins að elta uppi hjóla- þjófa heldur er hægt að nota hann til að fá upplýsingar um kaloríur sem brennt er á hjólinu, vegalengdir og fleira. 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Græjur og tækni Þátturinn um Ævar vísindamann er aftur farinn af stað á RÚV. Í þættinum kynnast börn – og fullorðnir – heimi vísinda og tækni. Ævar fer um víðan völl, gerir til- raunir og fræðir um þekkt hugvits- og vís- indafólk sem breytti gangi sögunnar. Vísindalegur skemmtiþáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.