Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 40
Tíska Lisa Eldridge yfir Lancôme *Förðunarfræðingurinn Lisa Eldridge hefurverið ráðin yfirhönnuður snyrtivörurisansLancôme. Lisa hefur 20 ára reynslu og ereinnig gríðarlega vinsæl fyrir förðunar-myndbönd sín á vefsíðunni Youtube.comþar sem hún sýnir ýmsar útfærslur á flottriförðun. Þá verður spennandi að sjá hvert hún stefnir með Lancôme. Á ttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fata- kaupum? Ég hef lært það með árunum að kaupa föt sem ég veit að ég kem til með að nota og henta mér. Ég fer reyndar ekki alveg alltaf eftir því en það er fátt leiðinlegra en að kaupa flík sem endar svo bara uppi í skáp ónotuð. Hver er eftirlætisárstíð þín varðandi fatastíl og hvers vegna? Haustið er uppáhalds. Það er skemmtilegasti tíminn til að versla því þá kemur klæðnaður sem hentar okkur Íslendingum yfirleitt best. Allavega þeim sem eru mest í dökku eins og ég. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Aldrei að segja aldrei en líklega myndi ég ekki fara aftur í mittislágar diesel-buxur og níðþrönga magaboli sem voru minn einkennisklæðnaður á unglingsárunum. Snípsíðir þröngir kjólar eru heldur ekki alveg minn stíll eða mjög háir hælar. Hvað heillar þig við tísku? Ég er ekkert sérstaklega tískuþenkjandi en hef gaman af því að fylgjast með nýjum straumum og stefnum. Mér finnst líka gaman að sjá hvernig tískan virðist alltaf fara hringinn og það sem þótti einu sinni það allra heit- asta verður síðan geðveikislega hallærislegt en öðlast svo nýtt líf og þykir aftur heitt. Stundum til hins verra, eins og þegar 80’s-kjólarnir komust aftur í tísku. Þeir voru hræðilegir í fyrsta skipti en í annað skipti; guð minn góður. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Nei. Til hvers að eiga flíkur sem maður getur ekki notað? Það er algjört rugl. Ég á hins vegar einhverjar vintage-töskur og skartgripi sem eru meira til skrauts. Hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann? Þá myndi ég kaupa mér biker-leðurjakka frá OAK sem fæst í JÖR. Hann er sjúkur. Og líka JÖR women’s trenchcoat og ég er viss um að ég yrði ekki lengi að bæta á mig nokkrum pokum á leiðinni niður Laugaveginn. Það er svo margt sem mig langar í. (Ég á afmæli í næsta mánuði). Segjum að þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla. Hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég færi aftur til hippatímabilsins og myndi kaupa mér fallegan blómakjól og stóran hatt. Síðan myndi ég skella mér á Woodstock-hátíðina. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Ekki beint. Af íslenskum fatahönnuðum finnst mér Hildur Yeoman, JÖR og AFTUR vera alveg málið. Síðan væri nú ekkert leiðinlegt að geta keypt sér Alexand- er McQueen og önnur góð merki endrum og eins. Kannski þegar blaðamennskan er farin að skila manni mjög háum tekjum. Ef ég má bæta skarti við þá elska ég Kríu Jewelry og hönnun OrriFinn finnst mér líka mjög falleg. Hvernig skilgreinir þú þinn stíl? Hann er mjög afslappaður og dökkur, eiginlega einum of. Ég nenni eiginlega ekki að klæða mig á morgnana og myndi helst vilja vera í jogg- ingfötum allan daginn. Síðan á ég eiginlega bara svört föt. Ég er oftast í einhverju þægi- legu því mér finnst að það eigi að banna óþægileg föt. Einhvern tímann skilgreindi ég mig sem þægindaróna og ég held að það eigi enn þá ágætlega við. FÆRI EKKI AFTUR Í MITTISLÁGAR DIESEL-BUXUR Morgunblaðið/Golli Nokkurs konar þægindaróni VIKTORÍA HERMANNSDÓTTIR, BLAÐAMAÐUR Á FRÉTTABLAÐINU, ER MEÐ FLOTTAN STÍL. VIKTORÍA HEFUR GAMAN AF ÞVÍ AÐ FYLGJAST MEÐ NÝJUM STRAUMUM OG STEFNUM Í TÍSKU OG FINNST SKEMMTILEGAST AÐ VERSLA Á HAUSTIN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hippatímabilið heillar. Biker-jakki frá OAK er ofarlega á óskalist- anum. Viktoría heldur upp á hönnun Hildar Yeoman. Viktoría segir fatastílinn fremur afslappaðan og dökkan. Viktoría hefði ekk- ert á móti því að eignast fallegan fatnað frá Alex- ander McQueen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.