Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Á rásin á Tvíburaturnana í New York, sem heimurinn horfði á, að hluta til í beinni útsendingu, gleymist seint og vonandi aldrei. Úr heimi óraunveruleikans voru menn orðnir ýmsu vanir. Enda- lausar stórmyndir um baráttuna við hið illa um heimsyfirráð, með tæknibrellum mestu meistara í greininni, náðu ekki að slæva heiminn fyrir ósköp- unum sem við honum blöstu 11. september 2001. Samt var það sem fyrir augu bar eins og óraunveru- legt. Gat þeta gerst? Hvernig gátu fáeinir ungir menn, helteknir hatri, undirbúið sig um langa hríð í Bandaríkjunum fyrir árás á þau sjálf? Hvorki Hitler eða Stalín hafði tek- ist það, enda ekki einu sinni reynt. En þessi litli hópur hafði náð á vald sitt fjórum farþegaþotum og það öllum í einu og tekist að fljúga þrem þeirra á kunnustu mannvirki Bandaríkjanna og valda meira manntjóni en stórveldið hafði nokkru sinni orðið fyrir á heimaslóð (350 japanskar flugvélar felldu 2.403 í árásinni á Pearl Harbour). Ein árásin mis- tókst að hluta. Hik virðist hafa komið um stund á forsprakka hryðjuverkahópsins í einni vélinni og þar sem árás hennar dróst hafi farþegar hennar fengið boð um hvað þeir ættu í vændum. Farþeg- arnir gerðu því áhlaup á hryðjuverkamennina. Far- þegaþotan sú brotlenti og allir innanborðs fórust. Það hefði áður, eitt og sér, þótt stórkostlegt hryðju- verk, en varð næstum því jákvætt borið saman við hin ósköpin og ekki síst hitt hvað hefði gerst hefði flugvélinni verið steypt sem eldsprengju á þing- húsbygginguna eða Hvíta húsið. Hitt gleymist heldur ekki er menn horfðu undr- andi á fagnaðarlæti fólks, sem við fréttina þaut syngjandi og dansandi út á götur, t.d. á Gaza- svæðinu, um þær mundir sem fólkið var að fleygja sér út úr turnunum. Margur varð sem þrumulostinn við að sjá þau viðbrögð. Þau fagnaðarlæti verða ekki réttlætt með nokkrum hætti, en margar og ólíkar skýringar má gefa. Stórveldi fær högg Bandaríkin hafa verið mesta herveldi í heimi í heila öld og hafa á sama tíma borið ægishjálm ríkidæmis yfir aðra. Ýmsum þykir þau oft fara sínu fram í krafti þess mikla afls. En flestir viðurkenna í sömu andrá, að það sé heimsins gæfa, að það ríki sem náði slíkri yfirburðastöðu, hafi einmitt verið Banda- ríkin, en ekki t.d. einræðisríki á borð við gamla Sov- étið, Kína eða ónefnd ríki fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. En Bandaríkin eiga sér marga hatursmenn og sumir líta þau sem uppsprettu alls ills, líkja þeim við satan sjálfan, eða a.m.k. fulltrúa hans á þessari jörð. Það er í raun engin furða, þótt slík öfl hafi litið á árásirnar 11. september 2001 sem sigurhátíð. Út frá þeirra sjónarmiði tókust þessar árásir full- Morgunblaðið/Golli Betra er að vakna upp við vondan draum en að sofna inn í martröð Reykjavíkurbréf 09.01.15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.