Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Menning Þegar ég hóf vinnuna árið 2012renndi ég ekki grun í aðþetta myndi taka fimm ár af lífi mínu,“ segir Knut Ødegård, ljóð- skáld og þýðandi, sem undanfarin ár hefur helgað sig því verkefni að þýða eddukvæðin úr íslensku á norsku. Áætlað er að gefa kvæðin út í fjórum bindum hjá bókaútgáf- unni Cappelen Damm í Ósló. Fyrsta bindi, sem út kom árið 2013, inni- heldur Völuspá og Hávamál. Í öðru bindi, sem út kom 2014, eru goða- kvæðin. En þriðja og fjórða bindi, sem væntanleg eru árin 2015 og 2016, geyma hetjukvæðin. „Norska útgáfan byggist á Kon- ungsbók sem er umfangsmesta handritið og talið ritað í kringum 1270,“ segir Knut og bendir á að öll bindin fjögur verði í tvítyngdri út- gáfu. „Þannig birtast kvæðin á vinstri síðu bókanna á forníslensku en endurort á norsku á hægri síðu. Þetta er til þess gert að norskir les- endur geti ávallt skoðað frumtext- ann,“ segir Knut sem sjálfur ritar ítarlega eftirmála í öllum fjórum bindum þar sem hann gerir grein fyrir öllum kvæðunum og skýrir þau. Vigdís Finnbogadóttir ritaði formála að fyrsta bindi og norska leikskáldið Jon Fosse að öðru bindi. Hvernig kom það til? „Jon Fosse er náinn vinur minn, góður starfsbróðir og mikið skáld. Á síðustu árum hefur hann horft um öxl, lesið sér mikið til um norrænar bókmenntir og hefur í hyggju að skrifa leikrit sem hann byggir á goðakvæði eddukvæðanna. Hann hafði eitt sinn á orði við mig að þessi kvæði væru leikverk, byggð upp á eintölum og samtölum bæði tveggja og fleiri radda, þar sem öll samtölin væru fullskrifuð. Í ljósi þessa fannst mér gráupplagt að biðja hann, sem hefur áhuga á þess- um gamla kveðskap og æ oftar er nefndur í sambandi við Nóbels- verðlaunin, að skrifa formála að öðru bindi og koma hugmyndum sínum um eddukvæðin sem leiktexta á framfæri,“ segir Knut og tekur fram að rétt sé að halda því til haga að Fosse sé ekki sá fyrsti til að benda á þessi tengsl eddukvæðanna og leiklistar sem eigi jafnvel rætur að rekja til helgisiða fyrir tíma kristninnar. „Ég leitaði til frú Vigdísar Finn- bogadóttur og bað hana að rita for- málann að fyrsta bindi sem hún og gerði. Formáli hennar er mjög and- ríkur, fullur af innsæi og fræðandi. Ég á Vigdísi margt að þakka. Við höfum unnið saman að mörgum mikilvægum verkefnum allt frá miðjum níunda áratug síðustu aldar, þegar ég var forstjóri Norræna hússins í Reykjavík.“ Gjöfull skáldskapur En hvað kemur til að þú ræðst í það stórvirki að þýða eddukvæðin úr íslensku á norsku? „Samhliða höfundarverki mínu sem skáld hef ég unnið mikið með íslenskar bókmenntir, bæði mið- aldabókmenntir og nútímakveðskap, jafnt í bundnu máli sem og prósa, auk þess sem ég hef sent frá mér tvær fræðibækur um Ísland. Eddu- kvæðin hafa alltaf verið undirliggj- andi í vitund minni og minnt á þá hefð sem ég er hluti af, en þessi tengsl urðu miklu skýrari þegar ég settist að á Íslandi fyrir 33 árum. Eddukvæðin hafa veitt mér inn- blástur í mínum eigin kveðskap og sett mark sitt á ljóð mín. Svo kom að því að ég hugsaði með mér að ég yrði hreinlega að gefa mér þann tíma sem það tæki að færa Noregi nútímaþýðingu á goða- og hetju- kvæðum eddukvæðanna. Mér fannst ég skulda bæði Íslandi og Noregi, báðum ættlöndum mínum, þetta,“ segir Knut og bendir á að flestir fræðimenn séu sammála um að eddukvæðin eigi rætur að rekja til bæði Noregs og Íslands og hugs- anlega fleiri norrænna landa. „Í ljósi þessa er réttnefni að tala um eddu- kvæðin sem samnorrænan bók- menntaarf. Sérstaða Íslands í þessu samhengi felst í því að það voru Ís- lendingar sem skrifuðu kvæðin nið- ur, en að öðrum kosti hefðu kvæðin verið glötuð.“ En af hverju fannst þér mikil- vægt að eddukvæðin væru til á ný- norsku? „Svarið er einfalt. Norskan hefur breyst svo mikið sem mál frá mið- öldum að enginn núlifandi Norð- maður getur lesið þessi kvæði án þess að hafa lært gamla málið eða, eins og á við um flesta, lesa kvæðin í þýðingu. Íslenskan hefur líka breyst umtalsvert, en sem betur fer eru breytingarnar smávægilegar í samanburði við þær sem orðið hafa á norskunni. Það að Íslendingar hafa varðveitt minnið, hefðina og kunnáttuna með því að varðveita tungumál sitt, það er mikilvægasta framlag Íslendinga til heimsmenn- ingarinnar,“ segir Knut og bendir á að hann í þýðingarvinnu sinni hafi kennt sjálfum sér góða bæði nú- tíma- og forníslensku. Var eitthvað í vinnuferlinu sem kom þér á óvart? „Já, það var margt. Ég þekkti Völuspá og Hávamál best og því kom það mér mjög ánægjulega á óvart hversu ótrúlega gjöfull skáld- skapur felst í hinum goðakvæð- unum. En ég rakst einnig á óþægi- lega fordóma í garð samkyn- hneigðra, en ásökun um samkyn- hneigð var ein sú alvarlegasta sem hægt var að koma með. Það er slá- andi að sjá á hversu tæpitungu- lausan og fólskulegan hátt þessir fordómar eru tjáðir. Annað sem ég uppgötvaði líka var að hversu miklu leyti eddukvæðin eru þekkingarkvæði um sköpun heimsins og miðla bæði fyrirbærum og fyrirboða um heimsendi. Þegar horft er með þessum augum getur verið gott að draga þennan eld- gamla fróðleik fram nú á tímum þegar við sjáum svo mörg viðvör- unarmerki um ragnarök. Þýddur á tæp 35 mál Um þessar mundir er ég staddur í miðjum hetjukvæðunum. Ég verð að viðurkenna að ég hélt að hetjukvæð- in væru ekki eins áhugaverð og goðakvæðin. En núna er ég al- gjörlega heillaður af þessum eld- gömlu frásögnum sem enduróma allt aftur til heimsflutninganna miklu og þess tíma þegar heimur manneskjunnar var bæði rök- og dulrænn. Sérhvert kvæði er eins og glitrandi saga sem rennur inn í stærri vef þar sem greint er frá fæðingu og dauða, kærleika og hatri, svikum og hetjudáð – og ég leyfi mér að segja að þetta er sam- anburðarhæft við helstu heims- bókmenntir.“ Hvað var vandasamast og hvað skemmtilegast í þýðingarferlinu? „Það skemmtilegasta hefur verið að uppgötva nýja kunnáttu, nýja hugsun, hugmyndir og tákn og fá að taka þátt í því ferðalagi sem stórar frásagnir fela ætíð í sér. Um er að ræða ferðalag inn í ónumin lönd, þar sem þó er fjallað um eitthvað sem við þekkjum og alltaf eigum sameiginlegt. Nóbelsverðlaunahaf- inn Sigrid Unset orðaði þetta vel með orðunum „hjörtu mannfólksins breytast aldrei“. Það vandasamasta hefur verið að þýða bæði eins nákvæmlega og hægt væri en samtímis halda í form, rím og hrynjandi eddukvæðanna. Það var ekki alltaf hlaupið að því að skilja mörg orðanna eða orða- sambönd, en ég hafði til hliðsjónar ýmis góð fræðirit og síðan hef ég óneitanlega notið góðs af því þrek- virki sem prófessorarnir Jónas Kristjánsson og Vésteinn Ólason ný- verið gáfu íslenskum lesendum sem er ómetanleg gjöf,“ segir Knut og vísar þar til útgáfu á Eddukvæð- unum sem út kom í tveimur bindum í fyrra í ritröðinni Íslensk fornrit, en Knut fékk aðgang að handriti Jónasar og Kristjáns fyrir þremur árum. „Sá aðgangur var mér ómetanleg hjálp og ég er Jónasi og Vésteini af- ar þakklátur fyrir örlæti sitt. Ég hef notið ómældrar aðstoðar frá Jónasi heitnum, en hann yfirfór allar þýð- ingar mínar áður en þær fóru í prent. Ég er mjög þakklátur Vé- steini sem er tilbúinn að taka við því hlutverki. Lærimeistari minn og helsti ráðgjafi er Jon Gunnar Jør- gensen, prófessor við Háskólann í Ósló, en fleiri hafa lagt mér lið og úr hópi Norðmanna má nefna Oskar Vistdal lektor sem lengi var sendi- kennari í Reykjavík.“ Hvað er framundan hjá þér? „Ég hafði nærri svarað þúsund verkefni! Skömmu fyrir jól gaf ég út í Noregi safn prósatexta. Með haustinu er síðan væntanlegt stórt ljóðasafn eftir mig hjá Cappelen Damm. Í vor er von á útgáfu á ljóðasafni mínu í tyrkneskri þýðingu þar í landi og síðar á árinu verða ljóð mín gefin út á hebresku í Ísr- ael. Ég er það núlifandi norska ljóð- skáld sem hefur verið þýtt á flest erlend tungumál, þau munu vera nálægt 35 talsins. Það gleður mig, því ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að það er svolítið erfitt að vita ekki alveg hvar ég heyri til. Ég er þannig útlendingur í augum bæði Íslendinga og Norðmanna, en get snúið því mér í hag, því ég er svo heppinn að tilheyra bæði Íslandi og Noregi! Og það geri ég! segir Knut Ødegård að lokum. „Eddukvæðin hafa veitt mér innblástur í mínum eigin kveðskap og sett mark sitt á ljóð mín,“ segir Knut Ødegård sem staddur var í Molde á vesturströnd Noregs þegar viðtalið fór fram. Þar stendur eldgamalt tréhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu Knuts kynslóðum saman, en þar er góð vinnuaðstaða fyrir skáldið. Ljósmynd/Leif Magne Flemmen EDDUKVÆÐIN GEFIN ÚT Á NORSKU „Mikilvægasta framlag Íslendinga“ FYRIR ÞREMUR ÁRUM HÓF KNUT ØDEGÅRD AÐ ÞÝÐA EDDUKVÆÐIN OG KOMA ÞAU ÚT Á NÝNORSKU Á ÁRUNUM 2013 TIL 2016. HANN SEGIR HOLLT AÐ DRAGA ELDGAMLAN FRÓÐLEIK KVÆÐANNA FRAM Á ÞEIM UMBROTATÍM- UM SEM NÚ RÍKJA. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.