Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Bækur Ljóðskáld sem aðrir listamenn geta dýpk-að sýn okkar til fjarlægra heimshluta.Í haust kom út bókin Mennska í myrkrinu með þýðingum Þórs Stefánssonar ljóðskálds á kvæðum 50 frönskumælandi skálda frá arabaheiminum. Oddur-útgáfa gef- ur út bókina. Þór hefur sinnt ritstörfum frá árinu 1989 þegar fyrsta frumsamda ljóðabók hans, Haustregnið magnast, kom út. Í nýja þýðingasafninu geta unnendur ljóða sem aðrir lesendur kynnst skáldskap og hugmyndaheimi fólks frá þessum heimshluta, sem daglega kemur fyrir í fréttum þessa dagana vegna ófriðarástands víða um lönd hans. „Ég hef áð- ur gert sýnisbækur um nokkur málsvæði og þessi bók er framhald á þeirri hugmynd. Ég var svo heppinn að fá aðstöðu í Kjarvalsstofu í París og var þar í tvo mánuði og byrjaði á því að heimsækja Stofnun arabaheimsins – Insti- tut du Monde Arabe – þar í borg, hinum meg- in við Signu. Þar er prýðilegt bókasafn sem ég byrjaði að skoða og svo gekk ég líka á milli forlaganna. Það skilaði litlum árangri og það var ekki fyrr en ég hitti kanadíska útgefand- ann minn, Gaston Bellamare, sem hjólin fóru að snúast. Hann sendi mér lista yfir skáld frá þessum heimshluta sem hann gat mælt með, netföngin þeirra fylgdu með. Eftir það var ég í stöðugu sambandi við skáldin.“ Las Charlie Hedbo árið 1970 Skáldin í bókinni eru meðal annars frá Mar- okkó, Alsír, Túnis og Sýrlandi, Egyptalandi og Líbanon. Þór segir jafnframt að skáldin í bókinni hafi brugðist afar vel við frumkvæði hans og sent honum efni sitt og ljóðabækur. „Þau voru öll himinlifandi og spennt yfir því að fá verk sín þýdd á svona sjaldgæfa tungu. Mörg þeirra eru búsett í Frakklandi, hafa annaðhvort hrökklast þangað frá heimalöndum sínum eða farið þangað til að leita sér menntunar og ílengst. Ég gerði að skilyrði að ljóðin væru ort á frönsku.“ Hann segir jafnframt gaman að fá tækifæri til þess að kynna Íslendinga fyrir ljóðum frá arabaheiminum. „Þessi heimshluti er í fréttum á hverjum einasta degi fyrir vígamennsku og skepnuskap sem teygir sig svo til nágrennis okkar eins og við sjáum á þessu atviki í París í vikunni þar sem menn eru drepnir fyrir að gera grín. Þetta snerti mig ákaflega mikið því árið 1970 þegar ég kom fyrst til Parísar þá beið maður spenntur í hverri viku eftir að Charlie Hedbo kæmi út. Þetta grallaralega grín var ferskur blær og hressandi. Í araba- heiminum hvílir þessi skuggi yfir mannlífinu og árásir eins og þessar sem gerðar voru á lista- og menntafólk í París í vikunni hafa ver- ið daglegt brauð þar án þess að komast í frétt- irnar hér. Höfundar ljóðanna í bókinni eru skáld sem eru mennsk og verk þeirra minna á það að það er mennska í þessu myrkri sem virðist grúfa alls staðar yfir núna. Þau snerta samtímann, mannlega tilveru og þessa skelf- ingu sem við sjáum í kringum okkur.“ Ljóðin dýpki skilning okkar Aðspurður segist hann jafnframt vonast til þess að lestur ljóðanna geti breytt sýn Íslend- inga til arabaheimsins enda sé skilningur okk- ar á honum oft og tíðum yfirborðskenndur. „Það verður til dæmis að gera greinarmun á múslimum og íslamistum, sem eru einhvers konar öfgahópur með vopn í hendi, en ein- hvern veginn hefur tekist að búa til einn pakka hjá okkur og það kannski hvílir hjá múslimum að setja fram á öflugan hátt að þetta sé ekki þeirra trú sem þarna var t.d. á ferðinni í París.“ Að heiman í pirringi, að heimkynnum í sátt Þór lét ekki þar við sitja og gaf einnig á haustmánuðum út frumsamda ljóðabók sem nefnist Heiman. Hann hefur reglulega sent frá sér bækur með eigin efni frá árinu 1989. Heiman er hluti þríleiks og er ætlunin að ljúka honum með útkomu bókarinnar Heima á næsta ári. „Í fyrstu bókinni, sem nefndist Heim, fór ég af stað bjartsýnn en sú bók end- aði eiginlega á dauðanum, sem mér fannst óhuggulegt. Í þessari nýju bók er ég að reyna að komast burt í pirringi, burt úr þessu fang- elsi hefðanna sem við höfum hér. Í öðrum kafla er ég kominn til Ítalíu og í þriðja kafl- anum er ég aftur á ferð og flugi á Íslandi enda kannski á því að finna einhvern sama- stað. Ég er svo búinn að semja þriðju bókina sem kemur út á næsta ári og mun nefnast Heima. Þar er maður kannski búinn að ná frekari sátt við lífið og tilveruna.“ LJÓÐIN VARPA NÝJU LJÓSI Á FJARLÆGAN HEIMSHLUTA ÞAR SEM SKUGGI HVÍLIR YFIR MANNLÍFINU Mennskan sem lýsir í myrkrinu Morgunblaðið/Þórður NÝ LJÓÐABÓK MEÐ ÞÝÐINGUM ÞÓRS STEFÁNSSONAR INNIHELDUR LJÓÐ 50 FRÖNSKUMÆLANDI SKÁLDA FRÁ ARABAHEIMINUM. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Þór Stefánsson hefur kynnt Íslendinga fyrir kveðskap ýmissa málsvæða. Mínar uppáhaldsbækur hafa allar ákveðinn þráð sem höfðar til mín. Þær fjalla um kon- ur sem eru ósáttar við þann ramma sem samfélagið hefur sett þeim. Þeim líður illa í þröngum og mótuðum farvegi og reyna að brjótast út úr honum. Í menntaskóla dáðist ég til dæmis að Nóru í Brúðuheimili Henriks Ibsen. Nóra lifði í samfélagi sem byggðist á lögum og reglum karlmannsins og fannst mér áhugavert hvernig hún fórn- aði öryggi og samfélagslegri stöðu til að komast út úr hinu hefðbundna lífsmynstri. Bókin Glerhjálmurinn, eftir Sylviu Plath, fjallar einnig um unga konu sem þráir að verða rithöfundur en nær ekki að fóta sig í samfélagi þar sem gildi karla eru ráðandi. Henni tekst ekki að brúa bilið á milli þess sem hún vill og þess sem sam- félagið ætlast til af henni og lýsir sagan sál- arangistinni sem af því hlýst. Í bókinni Veronica ákveður að deyja, eftir Paulo Coelho, er að- alsöguhetjan sömuleiðis ung kona sem ekki finnur tilgang lífsins og ákveður að fyrirfara sér. Það mistekst og finnur hún fegurðina aftur á geðsjúkrahúsi, þar sem áleitnar spurningar vakna um kröfur sam- félagsins og hvað sé í raun eðlileg hegðun og hvað ekki. Að lokum langar mig til að nefna bókina Tvær gamlar konur eftir Velmu Wall- is, en hún segir frá gömlum hirð- ingjakonum sem rísa upp á ný eftir að ætt- bálkurinn ákveður að skilja þær eftir til að deyja. Þær eins og allar hinar berjast fyrir því lífi sem þær vilja óháð því hvað sam- félagið segir þeim að gera. Það finnst mér heillandi. BÆKUR Í UPPÁHALDI ARNA SCHRAM, FORSTÖÐUMAÐUR LISTHÚSS KÓPAVOGSBÆJAR Bækur sem fjalla um konur sem brjótast út úr þeim ramma sem samfélagið setur þeim hafa höfðað sterkt til Örnu Schram allt frá því á menntaskólaárunum. Morgunblaðið/Kristinn Það er til einskis að grípa til sverðsins þegar penninn er kominn í klípu Naji Naaman, Líbanon Hamingjan Hamingjan læðist á tánum Þú hugsar ekkert um hana en allt í einu skýtur hún upp kollinum og þú ert sæll með þínum. Þór Stefánsson Sverðið og penninn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.