Reykjalundur - 01.06.1951, Page 5

Reykjalundur - 01.06.1951, Page 5
Reykjalundi, allt of þröngt vinnupláss, og al- gjörlega óviðunandi hjá þeim, er trésmíðar stunda í skálum frá hernámsárunum. „Hér rignir yfir okkur, þegar dropi kemur úr lofti“, segir vistmaður, sem stendur við hefil- bekk í einum skálanum. „A veturna snjóar hér inn“, segir ungur maður við smíði í öðrum skála. En horft er fram í bjartsýni um það, að hér muni bráðlega úr bætt. „Næst eru það vinnuskálarnir“, sagði einn af forgöngumönnum framkvæmdanna í Reykjalundi, og þegar þeir eru komnir er Reykjalundur orðinn fyrirmyndarstofnun sinnar tegundar“. Og hví mundu ei full- komnir vinnuskálar rísa á Reykjalundi fyrr en varir? Táknmyndin í merki S. I. B. S. er fögur, tréð, sem sólin hellir yfir geislum sínum, en kona hlúir að. Islenzka þjóðin hefur þegar tekið að sér hlutverk konunnar gagnvart Reykjalundi. Hún hefur tekið ást- fóstri við hann og starfið, sem þar er rekið. Hún mun fúslega og með gleði hlú áfram að því tré, sem svo vel hefur vaxið. Fyrir samhug og samstarf munu þær byggingar rísa, sem enn skortir, til þess að Vinnuheim- ilið á Reykjalundi veiti í öllu hin fullkomn- ustu skilyrði þeim, sem þjóðin hefur hér búið hjálp til sjálfshjálpar. Þessa er ég full- viss. Eg hélt burt frá Vinnuheimilinu Reykja- lundi með þá ósk í huga, að samhugur og samstarf mætti ætíð ríkja um þennan stað og á honum, samhjálp og mannúð kristins lífs- viðhorfs ætíð ráða miklu og bera æ meiri ávöxtu hjá þjóð okkar. Góður er slíkur gróð- ur hverju þjóðfélagi. REYKJALUNDUR — SKERMAGERÐ. Ljúsm.: p. Thomsen. Reykjalundur 3

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.