Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 KÓPAVOGUR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 „Viðbrigðin að flytja í Vatns- endahverfið úr Vesturbænum í Reykjavík voru mikil. Við ákváðum þó að stíga skrefið til fulls og krakk- arnir fengu strax græna Breiða- bliksbúninga. Þau fóru í skóla hér sem þá voru mjög fámennir og í mótun. Allt þetta ýtti undir að þau skynjuðu sig strax sem Kópavogs- búa,“ segir Ragnhildur Helgadóttir. Ragnhildur og Jónas Már Gunn- arsson fluttu í Dalaþing árið 2005 og voru meðal nýbúa. Á þeim tíma var flest í hverfinu frumstætt; hús hálf- byggð, svæðið utan strætisvagna- leiða og svo framvegis. Mikill tími fór í akstur í frístundaiðkun, í versl- un og þjónustu. „Mér rann þetta til rifja og skellti mér því í pólitík. Var á framboðslista Samfylkingar vorið 2006. Tók sæti í menningarmála- nefnd og sat nokkra fundi í bæjar- stjórn. Það skiptir máli að geta haft áhrif á nærumhverfið og geta unnið fyrir bæinn sinn.“ Þegar Ragnhildur og fjölskylda komu í Vatnsendahverfið segir hún það viðhorf hafa verið áberandi meðal vina og vandamanna að þau væru að flytja á hjara veraldar. Í gamni hafi verið sagt spurt hvort næsta verslun væri í Hveragerði. Nú sé öldin önnur. Samfélagið hafi styrkst og þjónustan betri. Hverfisstemning í Kórnum „Hér eru tveir frábærir grunn- skólar, aðstaða HK í Kórnum er til fyrirmyndar og í Krónunni við Vallakór er hverfisstemning sem minnir á Melabúðina. Þá er örstutt út í frjálsa náttúruna sem hestafólki eins og okkur líkar vel. Í Vatnsenda- hverfinu er sveitarómantík og má sjá hesta og kindur á beit,“ segir Ragnhildur sem með manni sínum rekur byggingafyrirtækið Mann- verk. Er undir þess merkjum nú ver- ið að reisa íbúðabyggingar við Þorrasali í Kópavogi. sbs@mbl.is Skiptir máli að hafa áhrif á nærumhverfið Morgunblaðið/Þórður Vatnsendi Sveitarómantík, segir Ragnhildur Helgadóttir í Kópavogi. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í Kópavogi má finna einhver öfl- ugustu og fjölmennustu íþrótta- félög landsins. Undanfarið hefur Íþróttafélagið Gerpla notið sviðs- ljóssins en lið þess hafa unnið bæði Evrópu- og Norðurlanda-meist- aratitla í áhalda- og hópfimleikum, auk þess sem félagið hefur sankað að sér verðlaunum innanlands. Að sögn Auðar Ingu Þorsteins- dóttur, framkvæmdastjóra Gerplu, er fimleikadeildin sú fjölmennasta á landinu en í henni eru rúmlega 1.800 iðkendur undir handleiðslu 120 þjálfara. „Lykilhluti félagsins felst í starfi fyrir börn og unglinga, sem nýtur mikilla vinsælda,“ segir Auð- ur og er það varla ofsögum sagt þar sem á biðlistunum eru hundruð nafna. .„Ég er í raun hætt að upp- færa biðlistann reglulega eins og er, hann sprakk fyrir tveimur árum þegar hann fór yfir þúsund. Við gerum heldur ekki mikið af því að auglýsa okkur,“ segir Auður kímin. Félagið var stofnað árið 1971 af nokkrum konum sem fengu ekki inni í íþróttahúsum bæjarins. Vatt það fljótlega upp á sig og um 1980 var félagið komið í iðnaðarhúsnæði við Skemmuveginn, þar sem það var til húsa fram til ársins 2005 þegar það flutti í Versali. Félagið hefur alla sína tíð haft aðsetur í Kópavogi en Auður segir stefnt að því að stækka félagið enn frekar. Fimleikahús á teikniborðinu „Stóra verkefnið okkar í dag er að fá meira húsnæði undir félag- ið,“ segir hún og bendir á áform um Gerpla í fararbroddi á Norðurlöndum  Rúmlega 1.800 iðkendur og 120 þjálfarar Morgunblaðið/Kristinn Fimar Gerpla var stofnuð af fá- mennum hópi kvenna árið 1971. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í Kópavogi er húsnæðissamvinnu- félagið Búseti með rúmlega 60 íbúðir og þar af eru 18 íbúðir í Kórahverf- inu nýja. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi náð miklum árangri á skömm- um tíma. „Félagið var stofnað fyrir 31 ári og var þá fyrsta húsnæðissamvinnu- félagið á Íslandi. Að því stóðu nokkr- ir frumkvöðlar sem höfðu búið er- lendis og þá langaði að sjá aðrar gerðir húsnæðis hér á landi,“ segir Gísli og bætir við að þetta form sé al- gengt í ríkjum Evrópu. „Í Austurríki eru líklega um 80% af eignum á markaðnum í ein- hvers konar félögum. Í Danmörku er hlutfallið 40% og mun hærra í Sví- þjóð, þar sem búseturéttarkerfið er þeirra eignarkerfi,“ segir Gísli. Kjölfesta á húsnæðismarkaði Hann segir að þessi fjölbreytni geti falið í sér ákveðna kjölfestu á húsnæðismarkaði. „Búseti brúar þetta bil milli leigu og eignar. Samvinnufélags- formið er í eðli sínu þátttökufélag og sem þátttakandi í félaginu ertu sömuleiðis eigandi að félaginu,“ seg- ir hann og útskýrir nánar: „Þú kaupir hlut eða það sem við köllum búseturétt í íbúð, það er þitt eigið fjárframlag. Þar liggur þín áhætta að hluta, rétt eins og við kaup á húsnæði. En þú borgar fyrir vikið lægri greiðslu mánaðarlega en þú myndir borga í leiguhúsnæði, af því að þú lagðir fram eigið fé og arð- semi þess felst í lægri greiðslu.“ Að sögn Gísla eru kostir þessa fyrirkomulags fjölmargir. „Þú færð að njóta þess besta Fegurð Íbúðir Búseta við Austurkór í Kópavogi bjóða upp á nálægð við náttúruna. Hér er litið til norðvesturs. Fjölbreytt flóra í rúm- lega 60 Búsetaíbúðum  Dæmi um að kornung börn séu skráð til aðildar að félaginu þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.