Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 35
úr því að vera í gúmmítúttum úti í náttúrunni en að vita hvað kindin heitir sem ég er að borða, eins og var á þessum bæ, er síður en svo lyst- aukandi.“ Fyrirsætan með smíðabeltið Andrea var á undan jafnöldrum í skóla og man vel eftir fyrsta skóla- deginum í Hofsstaðaskóla í Garða- bæ. Síðar lá leiðin í Garðaskóla og þaðan í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún tók sér frí frá námi og var fyr- irsæta í útlöndum um nokkurt skeið með ágætum árangri: „Á gelgjunni gat ég svalað útþránni með fyrir- sætustarfinu. Ég lærði heilmargt á þessu. En að sofa með gúrkur í and- litinu var samt ekki mikið fyrir mig og ég kom heim og fór aftur í skóla. Módelbransinn er vægast sagt sér- stakur.“ Eftir fyrirsætuferðir um heiminn fór Andrea í Fjölbrauta- skólann í Garðabæ, lauk stúdents- prófi af félagsfræðibraut og fór það- an beint í Húsmæðraskólann. „Eftir Húsmæðraskólann fór ég í að kaupa og selja eignir, gera upp hús og íbúð- ir og hönnun átti hug minn allan. Ég er mjög handlagin og það kom alveg eins til greina að fara í húsasmíði eða húsgagnasmíði en þarna var HR opnaður og ég hóf þar nám á fyrstu önn skólans. Síðan var bara svo mik- ið að gera í húsabraskinu að ég tók mér aftur frí frá námi í skóla- stofum.“ Feitur tékki í reynslubankann Andrea starfaði á flestum sviðum hjá 365 miðlum á árunum 2000-2005 og lauk BA-prófi í félags- og kynja- fræði frá HÍ árið 2002. Hún útskrif- aðist síðan með MS-gráðu frá við- skipta- og hagfræðideild HÍ í mannauðsstjórnun árið 2008. „Þarna í millitíðinni seldi ég íbúðina og bíl- inn og fór ein í bakpokaferðalag í nokkra mánuði um Suðaustur-Asíu. Ég bloggaði á þessu ferðalagi mínu. Bloggið vakti athygli og endaði með því að JPV hafði samband og ég gaf út bókina, Spennið beltin, sem byggðist á ferðablogginu. Menning- arlæsi, víðsýni og aðlögunarhæfni hef ég öðlast vegna búsetu erlendis og ferðalaga. Það var líka feitur tékki í reynslubankann að búa í nokkur ár í skógi í Kjós, fást við ný- sköpun og koma vöru á markað. En strákarnir mínir litlu eru stóra verk- efnið.“ Andrea hefur ávallt verið virk í fé- lagsstörfum og setið í nokkrum stjórnum, t.d. stjórn UN Women og V-dagssamtakanna og verið vara- maður í stjórn Frjálsa lífeyris- sjóðsins. Hún varð forstöðumaður hjá Tali árið 2009 og var ráðin mannauðs- stjóri RÚV sl. vor á sama tíma og ný framkvæmdastjórn tók við: „Ég er svo mikið fyrir fullorðið fólk.“ Fjölskylda Sambýlismaður Andreu er Jón Þór Eyþórsson, f. 16.5. 1978, fram- kvæmdastjóri. Foreldrar hans eru Sigurlaug Albertsdóttir og Eyþór Þórarinsson. Synir Andreu og Jóns eru Dreki Jónsson, f. 10.9. 2008, og Jaki Jóns- son, f. 20.7. 2011. Bróðir Andreu er Kristján Mikael Róbertsson, f. 16.5. 1981, búsettur í Hafnarfirði og hefur fengist við múrverk. Foreldrar Andreu eru Margrét Árnadóttir, f. 18.6. 1953, búsett í Garðabæ og er fararstjóri, og Ró- bert Kristjánsson, f. 19.2. 1950, múr- arameistari í Vogum. Seinni kona föður Andreu er Arn- dís Einarsdóttir, f. 13.11. 1960. Úr frændgarði Andreu Róbertsdóttur Andrea Róbertsdóttir Ingibjörg Einarsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Friðrik Ágúst Hjörleifsson sjóm. í Hafnarfirði Jakobína Hulda Ágústsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Árni Þorvaldsson framkv.stj. úr Hafnarfirði, einn af stofnendumTryggingar hf. Margrét Árnadóttir fararstj. í Garðabæ Margrét Sigurgeirsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Þorvaldur Árnason skattstj. í Hafnarfirði Gunnlaug Kristjánsdóttir húsfr. á Akureyri Mikael Marteinn Guðmundsson skipstj. á Akureyri Kristján Nikulás Mikaelsson flugm. og múraram. frá Akureyri Inga Hreindal Sigurðardóttir húsfr. í Garðabæ Róbert Kristjánsson múraram. í Vogum Kristjana Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Sigurður Kristjánsson listmálari Flotta parið Andrea og Jón Þór. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Bogi Pétursson fæddist á Mjó-eyri við Eskifjörð 3.2. 1925.Foreldrar hans voru Pétur Björgvin Jónsson, einn fyrsti bif- reiðastjóri á Austurlandi og skó- smíðameistari á Eskifirði og síðar á Akureyri, og Sigurbjörg Péturs- dóttir húsfreyja. Pétur var sonur Jóns Péturs- sonar, bónda á Tunguhaga á Völlum, og Jóhönnu Stefánsdóttur, en Sig- urbjörg var dóttir Péturs Péturs- sonar, pósts á Héraði og múrara í Neskaupstað, og Unu Stefaníu Stef- ánsdóttur. Eiginkona Boga var Margrét S. Magnúsdóttir húsfreyja sem lést 2013 en sonur þeirra Arthur Örn. Bogi flutti með fjölskyldu sinni til Akureyrar er hann var 14 ára. Það ár hóf hann störf hjá skóverksmiðj- unni Iðunni og starfaði þar í tæpa hálfa öld, fyrst sem verkamaður en lengst af sem verkstjóri. Bogi var þjóðþekktur æskulýðs- frömuður. Hann starfaði í 54 ár við sumarbúðirnar á Ástjörn í Keldu- hverfi og var forstöðumaður þeirra í 40 ár. Hann starfaði í aldarfjórðung við ylfingastarf hjá skátahreyfing- unni á Akureyri og endaði starfs- ferilinn sem gangavörður í Gagn- fræðaskóla Akureyrar þar sem hann átti traust og vináttu 450 barna og unglinga. Hann heimsótti, nánast vikulega, fanga í fangelsinu á Akur- eyri um 26 ára skeið og ræddi við þá um andleg mál. Þá var hann virkur í Gideonhreyfingunni í áratugi og for- maður félagsins á Akureyri í þrjú ár. Hann sinnti fjölmörgum öðrum sjálf- boðaliðasörfum, s.s. sunnudagaskóla fyrir börn og afþreyingu fyrir heim- ilisfasta á dvalarheimilum aldraðra. Bogi var virkur meðlimur í Sjónarhæðarsöfnuðinum á Akureyri í hálfa öld, sat í nokkur ár í stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur- eyri, og var ylfingaforingi hjá Skátafélagi Akureyrar í tuttugu og fimm ár. Bogi hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf að æskulýðsmálum og var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 1990. Bogi lést 17.4. 2008. Merkir Íslendingar Bogi Pétursson 85 ára Anna Júlía Hallsdóttir Ágústa Óskarsdóttir Guðbjörg Jóna Ragnarsdóttir Þorsteinn Friðriksson 80 ára Anna G. Kristjánsdóttir Erla Guðbjörg Sigurðardóttir Guðmundur Ísak Pálsson Valgeir Borgarsson Valgerður Jóhannsdóttir 75 ára Guðrún Angantýsdóttir 70 ára Ásgeir Eiríksson Elías Þór Ragnarsson Elísabet Björk Snorradóttir Grétar Ingólfsson Jón Guðmundsson Ragna J. Hall 60 ára Birna Gunnarsdóttir Erlendur G. Gunnarsson Guttormur E. Sigurjónsson Helga Þórdís Guðmundsdóttir Jón Karl Helgason Karlotta S. Sigurðardóttir Lára Ólafsdóttir María Gréta Guðjónsdóttir 50 ára Aðalheiður Rós Ágústsdóttir Arnþór Gunnarsson Árni Bergþór Björnsson Erla Arnardóttir Guðrún Hólmfríður Ársælsdóttir Gunnar Þór Jónasson Ingvar Helgason Jónína Loftsdóttir Kristján Guðmundsson Margrét Sigurðardóttir Sigríður Benediktsdóttir Þuríður Árdís Þorkelsdóttir 40 ára Emiliano Gemma Haraldur Þrastarson Hildur Arna Gunnarsdóttir Jenný Guðbjörg Hannesdóttir Karl Georg Kjartansson Robert Tkaczyk 30 ára Agnes Þorsteinsdóttir Arnar Vilhjálmsson Atli Rúnar Eysteinsson Eva Sólveig Þrastardóttir Hafþór Davíð Þórarinsson Ríkarður Leó Guðmundsson Sigurlaug Þóra Kristjánsdóttir Svava Dís Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Kristín ólst upp á Akureyri, lauk MA-prófi í lögfræði frá HR og er lög- fræðingur hjá sýslumann- inum á höfuðborgar- svæðinu. Maki: Fannar Gíslason, f. 1985, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Sonur: Bjarki Freyr, f. 2013. Foreldrar: Haukur Valtýs- son, f. 1956, tannlæknir og Guðrún Hreinsdóttir, f. 1957, lífeindafræðingur. Kristín Helga Hauksdóttir 40 ára Þórunn ólst upp í Hólshúsum í Gaulverja- bæjarhreppi, býr í Hvera- gerði og stundar nú nám í viðskiptafræði við Háskól- ann á Akureyri. Maki: Helgi Valur Einars- son, f. 1969, tæknifræð- ingur. Börn: Einar Dan, f. 1996; Sigurbjörg Eva, f. 1998, og Erika Líf, f. 2009. Foreldrar: Gunnar Þórð- arson, f. 1943, og Elísabet Zóphóníasdóttir, f. 1948. Þórunn Gunnarsdóttir 30 ára Jóhanna ólst upp í Fremri-Gufudal í Reyk- hólahreppi, býr í Kapla- skjóli á sömu jörð og er bóndi og tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Reyk- hólahrepps. Maki: Styrmir Sæmunds- son, f. 1983, bóndi og tamningamaður. Börn: Ásborg, f. 2009, og Einar Valur, f. 2013. Foreldrar: Svandís Reyn- isdóttir og Einar Hafliða- son, bændur. Jóhanna Ösp Einarsdóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.