Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Helvítið hófst með nauðgun … 2. Missti Zisku til vinkonu sinnar 3. Féll af kletti mínútum eftir … 4. Feðgin tekin af lífi … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndahátíðin í Berlín verður sett á fimmtudaginn. Ný kvikmynd Dags Kára, Fúsi, verður frumsýnd þar og þá hefur verið tilkynnt að í hópi 25 norrænna leikara sem Northern Light Talents kynnir á hátíðinni séu tveir ís- lenskir, þau Þóra Karitas Árnadóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Íslenskir leikarar kynntir í Berlín  Gamanleik- ararnir Sigurður Sigurjónsson og Steinn Ármann Magnússon hófu störf við Þjóðleik- húsið í gær. Þeir munu báðir leika í uppfærslu leik- hússins á Fjalla- Eyvindi, hinu rómaða leikverki Jó- hanns Sigurjónssonar sem frumsýnt verður á Stóra sviðinu í lok næsta mánaðar. Sigurður og Steinn leika í Fjalla-Eyvindi  Helga Guðrún Johnson rithöfundur verður gestur Bókasafns Seltjarn- arness í kvöld og segir þar frá og fjallar um tildrög nýút- kominnar verðlauna- sögu sinnar, Saga þeirra, sagan mín. Í bókinni rekur Helga Guðrún marg- slungna örlaga- sögu þriggja kvenna sem tengjast ættar- böndum. Helga Guðrún segir frá sögu sinni Á miðvikudag Suðvestan og vestan 10-18 m/s, hvassast NV-til. Víða lítilsháttar slydda eða snjókoma fyrir hádegi, síðan skýjað og úrkomulítið, en léttir til á A-helmingi landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægt vaxandi sunnanátt og minnkandi frost. Víða léttskýjað, en þykknar upp V-til síðdegis, sunnan 10-15 m/s þar í kvöld og dálítil rigning eða snjókoma. VEÐUR Það verða KR og Stjarnan sem leika til úrslita í bik- arkeppni karla í körfuknatt- leik. KR tók á móti Tinda- stóli í undanúrslitum í gær og hafði betur, 88:80, og hefndi þar með fyrir ófar- irnar úr deildarleik liðanna á dögunum. Í kvennaflokki komst Grindavík í úrslita- leikinn og það á auðveldan hátt en Grindavík burstaði Njarðvík, 81:47, og mætir Keflavík í úrslitaleik. »3 KR og Grindavík í bikarúrslitin „Þetta er ótrúlega gaman. Ég brosi hringinn alla daga. Þetta var rétt ákvörðun,“ sagði skíðakonan María Guðmundsdóttir en hún er aftur mætt í skíðabrekkuna. María ákvað að leggja skíðin á hilluna eftir að hafa slitið krossband öðru sinni í hné en hún hætti við að hætta. »1 Ég brosi hringinn alla daga Geir Þorsteinsson fær mótframboð í kjöri formanns KSÍ síðar í þessum mánuði. Jónas Ýmir Jónasson, 38 ára gamall Hafn- firðingur og mikill FH-ingur, ætlar í bar- áttu við Geir. „Ég er með fullt af hug- myndum sem ég mun skýra betur frá í vikunni. KSÍ virðist vera afar lokað batterí. Ég vil opna það og gera upplýsingar að- gengilegri varðandi peningamál og ann- að,“ sagði Jónas við Morgunblaðið. »1 Jónas Ýmir í baráttu gegn Geir Þorsteinssyni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta er skemmtileg ráðgáta fyrir gesti og er eins og að leysa sudoku,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir um greiningarsýningu á ljósmyndum í myndasal Þjóðminjasafnsins. Þar er til sýnis óþekkt myndefni úr Ljós- myndasafni Íslands og vonast er til þess að safngestir geti gefið upplýs- ingar um það. Sýningin nefnist Hvar, hver, hvað? Í tengslum við sýninguna heldur Inga Lára fyrirlestur sem ber yfir- skriftina „Hundurinn er trúlega Héppi heitinn í Sandgerði“ um skráningu og greiningu ljósmynda í Ljósmyndasafni Íslands, Þjóðminja- safni. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst kl. 12 í dag í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. „Þessar greiningarsýningar hafa gefið góða raun og eru að festa sig í sessi, um 60-70% greininga nást á svona sýningum,“ segir Inga Lára og bætir við að fólk sem hafi á annað borð áhuga á þessu geti bæði haft skemmtun og gagn af því að glíma við myndirnar. Fjöldi óskráðra mynda Hún segir myndirnar á sýning- unni eingöngu brot af myndefninu sem til er. Skráning á ljós- myndasöfnunum sem koma inn á borð Þjóðminjasafnsins er misítar- leg, atvinnuljósmyndarar hafi oft og tíðum haldið betur utan um skrán- inguna en áhugaljósmyndarar. Mikið er til af óskráðum myndum. Margar þeirra verður aldrei hægt að skrá. Í einni greiningarsýningunni var myndefni frá árunum 1904-1912. „Það efni var alltof gamalt og ekki gekk vel að greina myndirnar því kynslóðin sem mögulega gat gefið vísbendingu um myndefnið var nán- ast horfin.“ Inga Lára segir að það eigi eflaust ekki eftir að verða raunin með myndirnar á þessari greiningarsýn- ingu. Þótt margar myndir séu skráðar sé oft hægt að skrá þær enn betur. Nákvæmari upplýsingar um myndir sem eru þegar skráðar berast oft inn á borð Ljósmyndasafnsins en hægt er að skoða þær á vefsíðu safnsins. Í þessu samhengi bendir Inga Lára á að maður sem er einstakur áhuga- maður um skip og báta hafi bætt býsna miklum upplýsingum við myndir af þessu myndefni. Þá viti hún einnig til þess að nokkrir hópar komi saman og fari í gegnum gamlar myndir frá́ æskuslóðum sínum, myndir sem til eru á Ljósmynda- safninu, og gefi mikilvægar upplýs- ingar. Safngestir leysa myndagátuna  Kennsl eru bor- in á 60-70% mynd- anna á sýningunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýning Inga Lára Baldvinsdóttir heldur fyrirlestur í dag. Hún hvetur fólk til að leggja leið sína á greiningarsýn- ingu Þjóðminjasafnsins. Kannski gæti það rekist á mynd af sér, tekna þegar það var ungt að árum. Ljósmyndasýningin er fjórða greiningarsýning Þjóðminjasafns- ins frá árinu 2004. Myndirnar sem gestir geta komið og séð eru teknar fyrir stríð og ná fram yfir árið 1960. Myndirnar eru úr ljós- myndasöfnum Guðna Þórðarsonar blaðaljósmyndara, Halldórs E. Arnórssonar ljósmyndara og Tryggva Samúelssonar áhuga- ljósmyndara. Auk þess eru mynd- ir úr filmusafni Jóhannesar Niel- sen sýndar en hluti myndanna var tekinn af Karli Chr. Nielsen ljós- myndara. Reiknað er með að myndum verði skipt út yfir sýningartím- ann. Þær myndir sem borin hafa verið kennsl á verða teknar út og aðrar settar í staðinn. Sýningin stendur til 17. maí. Myndir fyrir stríð og til 1960 HVAR, HVER, HVAR?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.