Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Japanar verðaekki sakaðirum ágenga utanríkisstefnu. Í stjórnarskrá Jap- ans er friðar- hyggja sett á odd- inn og umsvif hersins hafa verið einskorðuð við varn- arhlutverkið. Það reyndist Japönum haldlítið þegar víga- samtökin tóku tvo japanska gísla í haust, Haruna Yukawa og Kenji Goto. Yukawa er í fréttum lýst sem ævintýramanni. Hann hvarf í Sýrlandi í ágúst. Goto var rænt þegar hann fór til Sýrlands í október til að freista þess að finna vin sinn Yukawa. Ríki íslams birti mynd þar sem Yukawa hafði verið hálshöggv- inn 24. janúar. Um helgina birtist myndband af aftöku Gotos. Er ekki talin ástæða til að rengja þessar myndbirt- ingar. Málið hefur valdið miklu uppnámi í Japan og eru stjórn- völd gagnrýnd fyrir að hafa brugðist. Þykja umleitanir þeirra um að fá gíslana lausa hafa verið klaufalegar. Þeir hafi reynt að semja í gegnum jórdönsk stjórnvöld, sem ekki hafi haft beint samband við Ríki íslams. Shinzo Abe, forsætisráð- herra Japans, hefur líka verið legið á hálsi fyrir að kynda undir ágreiningi við víga- samtökin. Hann lýsti því yfir þegar hann var á ferð um Mið- Austurlönd að hann hygðist veita 200 milljónir dollara í að- stoð fyrir flóttamenn, sem hefðu flosnað upp á svæðum undir stjórn Ríkis íslams. Í myndbandinu segir morð- ingi Gotos að aftaka hans sé af- leiðing af „skeytingarlausri“ stefnu Japana og marki upp- hafið að „martröð fyrir Japan“. Í upphafi krafðist Ríki ísl- ams lausnargjalds fyrir jap- önsku gíslana. Ekki er þó ljóst hversu mikil alvara var á bak við þá kröfu því að fyrr en varði var hætt að biðja um pen- inga og krafa sett um lausn konu, sem framdi misheppnaða sjálfsvígsárás og bíður nú fullnustu dauðarefsingar í Jórdaníu. Goto var virtur fréttamaður, sem starfaði á eigin vegum í Mið-Austurlöndum og víðar og gerði heimildarmyndir fyrir japanskar sjónvarpsstöðvar. Vígamenn Ríkis íslams hafa verið iðnir við að taka gísla og er talið að þeir hafi aflað sér milljóna dollara með þeim hætti. Þegar sprengjuárás- irnar á Ríki íslams í Sýrlandi hófust undir forustu Banda- ríkjamanna höfðu samtökin í það minnsta 23 vestræna gísla. Samtökin hafa sérstakan augastað á blaðamönnum. Bandaríska alrík- islögreglan, FBI, sendi út viðvörun í október þar sem sagði að samtök, sem tengdust Ríki íslams, hefðu feng- ið það verkefni að ræna blaða- mönnum í Mið-Austurlöndum og fara með þá til Sýrlands. Þykjast mannræningjarnir vera bílstjórar eða leiðsögu- menn og bjóða blaðamönnum þjónustu sína. Starfsmenn hjálparsamtaka þurfa einnig að vera sérstaklega varir um sig. Nú er talið að vestrænu gísl- arnir í haldi hjá Ríki íslams séu tveir; breski blaðamaðurinn John Cantile og bandarískur hjálparstarfsmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur. Ann- ar hjálparstarfsmaður frá ótil- teknu landi er einnig í haldi auk þess sem þrír starfsmenn Alþjóða rauða krossins hurfu í október 2013. Ekki hefur verið upplýst hverjir þeir eru eða hver rændi þeim. Ekki er vitað hvað margir Sýrlendingar eru í haldi Ríkis íslams. Shinzo Abe hefur þrýst á um að stjórnarskrá Japans verði breytt þannig að herinn fái meira svigrúm. Líklegt er talið að nú verði skoðað hvort opna eigi fyrir það að beita megi hernum til að koma japönskum ríkisborgurum til hjálpar á er- lendri grund. Það er eðlilegt að slíkar spurningar vakni. Það er skilj- anlegt að ráðaleysi japanskra stjórnvalda í gíslamálinu sé gagnrýnt. Svo virðist sem þau hafi aldrei verið í beinu sam- bandi við hryðjuverkamennina. Hvort það hafi ráðið úrslitum er annað mál. Margt bendir til að alltaf hafi verið ætlunin að myrða gíslana. Árásir á Abe fyrir að segja að aðstoðin við flóttamennina væri til að hjálpa löndum sem „ættu við Ríki íslams að etja“ eru hins vegar fráleitar. Aug- ljóst er að peningarnir áttu að fara í hjálparstarf og mann- úðarsjónarmið réðu för hjá japönskum stjórnvöldum. Ríki íslams láta mannúð sig aftur á móti einu gilda. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að finna ástæður fyrir ódæðisverkum hryðjuverka- manna. Skipti birting teikn- ingar sköpum? Réð orðalag við ákvörðun um aðstoð við flótta- menn úrslitum? Á móti má spyrja hvort hryðjuverkunum myndi linna ef hætt væri að birta teikningar eða látið væri af aðstoð við flóttamenn. Vita- skuld ekki. Þeir sem eiga um sárt að binda vegna ódæðis- verka hryðjuverkamanna eiga fulla samúð skilda. Ábyrgðin á illvirkjunum liggur hjá ódæð- ismönnunum. Engum öðrum. Ábyrgðin á illvirkj- unum liggur hjá ódæðismönnunum – engum öðrum} Ódæði Ríkis íslams H vað eiga þeir Elon Musk, Bill Ga- tes, Steve Wozniak og Steve Jobs sameiginlegt? Jú, þeir telj- ast allir til frumherja á sviði tækni til daglegra almennings- nota og hafa þannig á sinn hátt breytt heim- inum. Gates gegnum hugbúnaðarfyrirtæki sitt, Microsoft, þeir Wozniak og Jobs heitinn með stofnun lífsstílsfyrirtækisins Apple og Musk með Tesla-rafbílunum sem flestir eru sammála um að séu eitt stærsta skrefið í átt að almennri rafbílaeign. Frumherjar á sínu sviði, allir sem einn. En það er fleira sem sameinar þessa tækni- lega þenkjandi hugsuði. Þeir hafa allir hugleitt – á alvarlegu nótunum – og varað um leið við því sem í daglegu tali kallast gervigreind; það er að segja tölvur sem hafa ályktunargáfu, mis- munandi viðbrögð eftir aðstæðum og næstum mannlega hugsun. Átján ár eru síðan skáktölvan Deep Blue frá IBM skók taflmenn heimsins með því að sigra Garry Kasparov í sex skáka einvígi, og þótt fæstir hafi fundið til hræðslu andspænis skáktölvu hafa okkur birst talsvert óhugn- anlegri birtingarmyndir gervigreindar, einkum í bíómynd- um. Hver man ekki eftir Skynet, tölvufyrirtækinu sem tekur völdin í myndunum um Tortímandann og tekur til við þrælbindingu og útrýmingu mannkyns? Eða þríleik Wachowski-systkinanna um Matrixuna, þar sem vélar halda mannkyni í sofandi sýndarveruleika og nota fyrir rafhlöður á bak við tjöldin? Rök vélanna voru þar á þá leið að mannfólkið væri eins og krabbamein á jörð- inni og hún væri ólíkt betur komin án þess. Myndina sá ég í bíó árið 1999 en man enn hversu ferlegur mér þótti „veruleikinn“ þegar hann var afhjúpaður. Fantasía, ég veit. Eða hvað? Áðurnefndur Wozniak segir þróunina á þá leið að þegar iPhone 45 kemur á markað muni hann gera mannfólkið í kringum hann óþarft, svo vel muni síminn þekkja eigandann. Musk telur vélarnar munu innan fárra ára gera sér grein fyrir því að mannfólkið sé óþarft og þá sé stutt í endalokin. Gates telur þróunina máske taka nokkra áratugi en ógnin sé engu að síður til staðar. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í vikunni sem leið þegar ég brá mér út fyrir landsteinana til að prófa nýja bíltegund. Hún er búin „augum“ ef svo má segja, tveimur litmyndavélum sem skynja um- hverfið framundan og hjálpa ökumanninum að bregðast við. Auk þess hægir bíllinn ferðina og staðnæmist að lok- um, ef kyrrstæð fyrirstaða er framundan, jafnvel þótt öku- maður bremsi ekki. Framleiðandinn tekur skýrt fram að ekki sé um inngrip að ræða heldur stuðning við frammistöðu ökumanns. Það hvarflar samt að manni að fyrr eða síðar ákveði gervi- greind bílsins að ökumaðurinn sé óþarfur gallagripur sem hún geti vel verið án. Þess verður svo eflaust ekki langt að bíða uns allar hinar maskínurnar afskrifa okkur óþarfa- lingana. Eru ekki allir í stuði? jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Gervigreindin og við STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Loðnuflotinn hefur æriðverkefni þær sex vikursem reikna má með að séutil stefnu þar til hrygningu loðnunnar lýkur. Á föstudag kynnti Hafrannsóknastofnun nýja ráðgjöf og bættust 320 þúsund tonn við áður útgefið aflamark í október 2014. Sveinn Sveinbjörnsson fiski- fræðingur segir að margt hafi verið óvenjulegt í hegðun loðnunnar síð- ustu vetur. Hann vill tengja það um- hverfisbreytingum í hafinu, en veru- lega hlýrra sé í sjónum fyrir norðan og austan land en verið hafi fyrir nokkrum árum. Seinna í hrygningargöngu Í vetur og fyrravetur hafi loðnan komið seinna inn á gönguslóðina á hrygningargöngu sinni. Hún gangi dreifðar austur með Norðurlandi og suður með Austfjörðum en verið hafi. Hrygningin undan Suðurlandi og í Faxaflóa og Breiðafirði hafi hins veg- ar til þessa verið á svipuðum tíma og áður, en henni lýkur venjulega 15.-20. mars. „Sennilega kólnar sjórinn seinna á fæðuslóðinni en áður gerðist,“ segir Sveinn. „Loðnan getur því verið leng- ur í átu og leitar því seinna í hrygn- ingargönguna. Í leiðangrinum í síð- asta mánuði mældum við kynþroska loðnu langt vestur í Grænlandssundi viku af janúar. Djúpt út af Kögri voru góðar lóðningar sem við urðum að skilja við vegna brælu í fimm daga. Við urðum því að byrja mælingar upp á nýtt í Grænlandssundinu og tókst þá að ná mælingu austur úr. Víða fannst loðna en við fundum nánast enga loðnugöngu fyrir austan Kol- beinseyjarhrygg, að því undanskildu að austur úr Langanesi hafði eitthvað sigið austur fyrir.“ Útilokar ekki vestangöngu Í gær voru skip að loðnuveiðum út af Skaga og víða austur með Norð- urlandi. Sveinn segir mikla dreifingu á loðnunni og það sé breyting sem orðið hafi vart síðustu ár. Í fyrra hafi hún verið gífurlega dreifð á göngunni fyrir Austurlandi og nánast engin veiði verið fyrr en loðnan þétti sig er hún kom upp að Ingólfshöfða og fór að ganga vestur með suðurströnd- inni. Í hittifyrra hafi hún verið mjög vestarlega og gangan sein austur úr. Sveinn segist engar upplýsingar hafa um vestangöngu nú. „Ég yrði þó ekki hissa ef eitthvað af loðnu sem var á vestursvæðinu kæmi sem vest- anganga suður með Vestfjörðum,“ segir Sveinn. Hann segir æskilegt ef hægt væri að fylgjast vel með göng- unni í vetur og kortleggja hegðun loðnunnar. Hann reiknar þó ekki með að það verði gert, enda skorti til þess fjármagn og skip. Spurður hvort líkur séu á að hrygning loðnu sé að aukast við Norðurland segir Sveinn að heima- menn í Öxarfirði og við Skjálfanda hafi talað um að þar hefði verið ein- hver hrygning og þar hafi fengist afli að lokinni hefðbundinni vertíð á þeim slóðum. Þetta hafi þó ekki verið sér- staklega rannsakað. Svipuð mæling á ungloðnu Verulegur munur hefur verið á niðurstöðum mælinga á þeim árgangi loðnu sem nú kemur til hrygningar. Um það segir Sveinn að í mælingum síðastliðið haust hafi loðnan verið vestur undir Grænlandi og allt að 180 mílum norður af Scoresbysundi. Hugsanlega hafi loðnan sem upp á vantaði í þeim leiðangri haldið sig mun austar í Íslandshafi. Áður fyrr hafi fæðugöngurnar verið miklu aust- ar en núna og alveg að Jan Mayen. Hafsvæðið sem komi til greina sé hins vegar gríðarlega víðfeðmt og mikla yfirferð þurfi til að komast yfir það allt. Fyrsta ráðgjöf um loðnuvertíð- ina 2015/2016 byggist á ungloðnu- mælingum síðasta haust. Í þeim leið- angri mældust 57-58 milljarðar ungloðnu. Þegar sú loðna sem stend- ur undir yfirstandandi vertíð og hrygnir í næsta mánuði var mæld haustið 2013 reyndist fjöldi ein- staklinga vera um 60 milljarðar. Ráðgjöf um veiðar á næstu loðnuvertíð verður til umræðu á fundi Íslendinga, Norðmanna, Grænlend- inga og Færeyinga í vor. Tengir breytta hegðun umhverfisbreytingum Loðnuleiðangur í janúar Heimild: Hafrannsóknastofnun Heildaraflamark » Heildaraflamark í loðnu á yfirstandandi vertíð hefur sveiflast til frá því að ungloðna var mæld haustið 2013. » Nú er miðað við að leyft verði að veiða alls 580 þúsund tonn miðað við niðurstöðu mælinga í janúar 2015. » Miðað við mælingar í september og október síðasta haust var heildaraflamark á vertíðinni 2014/2015 ákveðið 260 þúsund tonn. » Í bráðabirgðaaflamarki fyrir yfirstandandi vertíð, sem byggði á mælingum á ung- loðnu í september 2013, var talið að heildaraflamark vertíð- arinnar gæti orðið allt að 450 þúsund tonn. » Þar sem framreikningar á niðurstöðum ungloðnumæl- inga eru háðir mikilli óvissu var beitt varúðarnálgun og var upphafsaflamark ákveðið 225 þúsund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.