Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn Þingmenn hlaupa stundum til eft-ir dægurfréttum, þótt umræða í þingsal yrði markvissari ef tekin væri dagstund til að kanna sjálfstætt efni máls. Árni Páll Árnason hafði áhyggjur af „þekkingarfyrir- tækjum“ vegna frétta kvöldið áður og beið ekki boðanna. Mbl.is sagði af þessu frétt:    Fyrirtækið Pro-mens vildi kaupa gjaldeyri á af- slætti til þess að nota til fjárfestinga er- lendis og vildi und- anþágur frá gjald- eyrishöftunum vegna þess. Þetta kom fram í máli Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar for- sætisráðherra á Al- þingi í dag í svari við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, for- manni Samfylkingarinnar.    Árni Páll sagði þekkingarfyrir-tæki í vaxandi mæli ekki geta starfað lengur á Íslandi vegna gjald- eyrishaftanna og lýsti áhyggjum af því. Nefndi hann Promens sem dæmi.    Sigmundur Davíð sagði ástæðunafyrir flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins úr landi einfaldlega tengjast þeirri ákvörðun að selja það úr landi. Starfsemi þess hér á landi yrði áfram óbreytt að öðru leyti.    Hins vegar væri það ekki hlut-verk opinberra aðila að niður- greiða fjárfestingar einkafyrirtækja erlendis. Promens hefði getað tekið lán til þess að fjárfesta erlendis en ekki kosið að fara þá leið.“    Hætti menn á þingi gæti veriðsnjallt að leita fyrst eftir nýju starfi hjá vanþekkingarfyrirtæki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Þetta með þekk- ingarfyrirtækin STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Veður víða um heim 2.2., kl. 18.00 Reykjavík -5 heiðskírt Bolungarvík -5 skýjað Akureyri -7 skýjað Nuuk 6 skúrir Þórshöfn -1 alskýjað Ósló -5 snjókoma Kaupmannahöfn -1 snjókoma Stokkhólmur -5 snjókoma Helsinki 0 slydda Lúxemborg 0 léttskýjað Brussel 2 léttskýjað Dublin 2 léttskýjað Glasgow 2 upplýsingar bárust ekki London 2 léttskýjað París 2 skýjað Amsterdam 2 léttskýjað Hamborg 2 léttskýjað Berlín 2 skýjað Vín 3 skýjað Moskva -1 alskýjað Algarve 12 skýjað Madríd 5 skýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -17 skýjað Montreal -21 snjókoma New York -1 frostrigning Chicago -10 léttskýjað Orlando 23 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:03 17:21 ÍSAFJÖRÐUR 10:23 17:11 SIGLUFJÖRÐUR 10:07 16:53 DJÚPIVOGUR 9:36 16:47 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég taldi að ákvörðun yrði tekin af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir mán- aðamótin um það hvenær þetta yrði gert. Mér sýnist að það hafi eitthvað frestast hjá ríkisstjórninni að taka endanlega af skarið um tímasetn- ingu í þessu máli,“ segir Birgir Ár- mannsson, formaður utanríkismála- nefndar, spurður um fyrirhugaða þingsályktunar- tillögu um aftur- köllun aðildarum- sóknar að ESB. Haft var eftir Birgi í Morgun- blaðinu 5. janúar sl. að það myndi skýrast í jan- úarmánuði hve- nær þingsálykt- unartillaga þessa efnis kæmi fram. Ekki náðist í Gunn- ar Braga Sveinsson utanríkisráð- herra vegna málsins fyrir helgi, né heldur náðist í ráðherrann í gær. Gerir ráð fyrir tillögunni Spurður hvort hann sé vongóður um að þingsályktunartillagan verði lögð fram í vor bendir Birgir á að „það sé boðað í endurskoðaðri nýrri þingmálaskrá að það verði gert“. „Þannig að ég geri ráð fyrir því,“ segir Birgir sem kveðst aðspurður ekki vilja leiða líkur að því hvað kunni að hafa orðið til tafar hjá ríkis- stjórninni. „Málið er hjá utanríkis- ráðherra og ríkisstjórninni á þessu stigi. Þannig að við verðum að sjá hvenær hún tekur af skarið í þessum efnum,“ segir Birgir. Gunnar Bragi lagði fram tillögu um að draga ESB-umsóknina til baka 21. febrúar í fyrra en málið dagaði svo uppi í þinginu. „Málið hjá utanríkisráðherra“ Birgir Ármannsson  Formaður utanríkismálanefndar segir afturköllun ESB-umsóknar á dagskránni Starfshópur um fjarskipti og sam- göngur í Eyja- fjarðarsveit hefur skilað af sér skýrslu til sveit- arstjórnar um fjarskiptamál í sveitarfélaginu en töluverð um- ræða hefur farið fram um nauðsyn þess að bæta fjarskipti innan svæð- isins. Hlutverk starfshópsins er að fara yfir stöðu breiðbandsvæðingar hér á landi og gera tillögur til ráð- herra um leiðir til úrbóta. Telur starfshópurinn einu leiðina til að tryggja jafnrétti allra íbúa í sveitinni í fjarskiptum vera að leggja ljósleið- ara inn á öll heimili sveitarfélagsins. Leggur hópurinn því til að vinna verði hafin strax við að undirbúa ljósleiðaralagningu í sveitarfélaginu. Hópinn skipa Árni Sigurlaugsson, Karl Jónsson, formaður, Kristín Bjarnadóttir, Lilja Sverrisdóttir og Tryggvi Jóhannsson. Sveitarstjóri starfar með hópnum. Vilja leggja ljósleiðara í sveitinni  Eina leiðin til að tryggja jafnrétti Fjörubyggð í Eyjafjarðarsveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.